Hafa skal það sem sannara reynist Guðríður Arnardóttir skrifar 14. september 2015 07:00 Kjarasamningar framhaldsskólakennara hafa orðið ýmsum að yrkisefni síðustu daga og þrátt fyrir rómaða geðprýði get ég ekki lengur orða bundist. Helstu verkalýðsforkólfar landsins sem og framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins virðast nefnilega vera þeirrar skoðunar að þessir samningar okkar hafi komið af stað skriðu sem nú ógnar efnahagslegum stöðugleika. Þannig eiga samningar okkar að hafa lagt línur fyrir gerðardóm og þar með launahækkanir BHM og hjúkrunarfræðinga. Til upprifjunar þá skrifuðu framhaldsskólakennarar undir kjarasamning þann 4. apríl á síðasta ári sem fól í sér uppsafnaða 30% launahækkun á samningstímanum, út október 2016. Ég er reyndar almennt þeirrar skoðunar að við sem stöndum í fylkingarbrjósti verkalýðsbaráttu í landinu (því öll erum við verkalýður sama hvaða prófgráður leynast í handraðanum) eigum að standa saman í stað þess að ráðast hvert gegn öðru, því ég kalla það ekkert annað en árásir þegar forystufólk annarra stéttarfélaga úttalar sig með þessum hætti um kjarasamninga annarra. Við fyrstu sýn má mögulega telja vel í lagt, þ.e. launahækkanir okkar framhaldsskólakennara. En skoðum samningsforsendur okkar og sérfræðinga á hinum almenna markaði nánar.Launaskrið lítið sem ekkert Í aðdraganda kjarasamninga vorið 2014 var unnið með gögn fá árinu 2012 og 2011. Á þeim tíma voru regluleg dagvinnulaun sérfræðinga á almennum markaði rúmum 72% hærri en framhaldsskólakennara. Já sjötíuogtvöprósent! Þrátt fyrir tæplega 16% uppsafnaða launahækkun á árinu 2014 munaði enn 58% á meðaldagvinnulaunum þessara sömu hópa. Það er nefnilega þannig að nokkrir hópar opinberra starfsmanna, þar á meðal kennarar, semja jafnt um lágmarks- og hámarkslaun. Kjarasamningar á almennum markaði, t.d. hjá VR og ASÍ, tryggja lágmarkslaun og sýna gögn að rétt um 5% félagsmanna VR eru á lágmarkstöxtum. Í kjarasamningum framhaldsskólakennara vorið 2014 var í fyrsta skipti viðurkennd sú staðreynd að launaskrið meðal kennara er lítið sem ekki neitt. Aftur og aftur hafa þessar stéttir dregist aftur úr í launum og mátt heyja harða baráttu fyrir sínu, samt stöndum við nú sem fyrr langt að baki félögum okkar á almenna markaðinum þegar kemur að launakjörum. Ég vísa því algjörlega út í hafsauga að kennarar á öllum skólastigum beri einhverja ábyrgð á efnahagslegum óstöðugleika. Ég óska öðrum launþegum alls góðs, sem og forystufólki annarra vinnandi stétta, og vildi óska að okkur tækist að reka hvert um sig kjarabaráttu án þess að tala hvert annað niður. Eitt veit ég þó fyrir víst – framhaldsskólakennarar eru enn eftirbátar í launum í samanburði við launþega á almennum markaði svo það er óþarfi að sjá ofsjónum yfir prósentuhækkunum sem enn eru langt frá því að brúa leiðina frá okkur til þeirra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðríður Arnardóttir Mest lesið Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson Skoðun „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun Hvers virði er ég ? Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar Skoðun Í hvað á orkan að fara? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Vegatálmar á skólagöngunni Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Stjórnvöld mega ekki klúðra nýju vaxtaviðmiði Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Að einfalda veruleikann og breyta öllu í pólitískt fóður Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er ég ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun RÚV brýtur á börnum Guðbjörg Hildur Kolbeins skrifar Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland þarf að tilnefna fulltrúa í European SET Plan Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir skrifar Skoðun Vísvitandi verið að skaða atvinnulífið? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Varaflugvallagjaldið og flugöryggi Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir skrifar Sjá meira
Kjarasamningar framhaldsskólakennara hafa orðið ýmsum að yrkisefni síðustu daga og þrátt fyrir rómaða geðprýði get ég ekki lengur orða bundist. Helstu verkalýðsforkólfar landsins sem og framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins virðast nefnilega vera þeirrar skoðunar að þessir samningar okkar hafi komið af stað skriðu sem nú ógnar efnahagslegum stöðugleika. Þannig eiga samningar okkar að hafa lagt línur fyrir gerðardóm og þar með launahækkanir BHM og hjúkrunarfræðinga. Til upprifjunar þá skrifuðu framhaldsskólakennarar undir kjarasamning þann 4. apríl á síðasta ári sem fól í sér uppsafnaða 30% launahækkun á samningstímanum, út október 2016. Ég er reyndar almennt þeirrar skoðunar að við sem stöndum í fylkingarbrjósti verkalýðsbaráttu í landinu (því öll erum við verkalýður sama hvaða prófgráður leynast í handraðanum) eigum að standa saman í stað þess að ráðast hvert gegn öðru, því ég kalla það ekkert annað en árásir þegar forystufólk annarra stéttarfélaga úttalar sig með þessum hætti um kjarasamninga annarra. Við fyrstu sýn má mögulega telja vel í lagt, þ.e. launahækkanir okkar framhaldsskólakennara. En skoðum samningsforsendur okkar og sérfræðinga á hinum almenna markaði nánar.Launaskrið lítið sem ekkert Í aðdraganda kjarasamninga vorið 2014 var unnið með gögn fá árinu 2012 og 2011. Á þeim tíma voru regluleg dagvinnulaun sérfræðinga á almennum markaði rúmum 72% hærri en framhaldsskólakennara. Já sjötíuogtvöprósent! Þrátt fyrir tæplega 16% uppsafnaða launahækkun á árinu 2014 munaði enn 58% á meðaldagvinnulaunum þessara sömu hópa. Það er nefnilega þannig að nokkrir hópar opinberra starfsmanna, þar á meðal kennarar, semja jafnt um lágmarks- og hámarkslaun. Kjarasamningar á almennum markaði, t.d. hjá VR og ASÍ, tryggja lágmarkslaun og sýna gögn að rétt um 5% félagsmanna VR eru á lágmarkstöxtum. Í kjarasamningum framhaldsskólakennara vorið 2014 var í fyrsta skipti viðurkennd sú staðreynd að launaskrið meðal kennara er lítið sem ekki neitt. Aftur og aftur hafa þessar stéttir dregist aftur úr í launum og mátt heyja harða baráttu fyrir sínu, samt stöndum við nú sem fyrr langt að baki félögum okkar á almenna markaðinum þegar kemur að launakjörum. Ég vísa því algjörlega út í hafsauga að kennarar á öllum skólastigum beri einhverja ábyrgð á efnahagslegum óstöðugleika. Ég óska öðrum launþegum alls góðs, sem og forystufólki annarra vinnandi stétta, og vildi óska að okkur tækist að reka hvert um sig kjarabaráttu án þess að tala hvert annað niður. Eitt veit ég þó fyrir víst – framhaldsskólakennarar eru enn eftirbátar í launum í samanburði við launþega á almennum markaði svo það er óþarfi að sjá ofsjónum yfir prósentuhækkunum sem enn eru langt frá því að brúa leiðina frá okkur til þeirra.
Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar
Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar
Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar
Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar