Ekki dugleg við að taka pláss sem afmælisbarn Guðrún Ansnes skrifar 12. september 2015 10:30 Þórunn er stútfull af þakklæti á þessum merku tímamótum og ætlar að njóta sín með fjölskyldunni í dag. Vísir/GVA „Ég ætla að gefa mér svolítið skemmtilega afmælisgjöf í ár, og þar sem ég lofaði sjálfri mér að gefa út lag eftir mig er nú bara komið að því,“ segir stórafmælisbarn dagsins, Þórunn Erna Clausen, söng- og leikkona sem stendur nú á fertugu. Aðspurð um plönin á þessum merku tímamótum segist Þórunn ekki dugleg við að taka mikið pláss sem afmælisbarn en ætla sér að eyða deginum í faðmi fjölskyldunnar og bregða sér svo af bæ þegar líður á kvöldið, og þá í leikhús. „Mér finnst alltaf voða erfitt að halda afmælisveislur fyrir sjálfa mig. En það er allt annað mál með að halda upp á afmælin fyrir aðra,“ útskýrir hún og bætir við: „Ég tók mig þó til og þjófstartaði afmælisdeginum um síðustu helgi, og hélt frábært afmælispartí.“ Ekki er laust við að hún sé örlítið ánægð með sig, og þrátt fyrir að veislan hafi verið haldin fyrir hana sjálfa naut hún sín í hvívetna, enda umkringd vinum og vandamönnum, sem sungu hástöfum með henni næturlangt. „Það hefur einhvern veginn verið voða mikið svoleiðis að ég hef verið í vinnu þegar ég á afmæli,“ segir hógværa afmælisbarnið, og segist sennilega muna best eftir þeim afmælisdegi þegar hún skar næstum af sér fingurinn við að taka móti blómum og einhvern tíma fór hún í góða hestaferð. „Svo fannst mér ofsalega gaman þegar ég fékk lag í afmælisgjöf frá manninum mínum heitnum, það var yndisleg afmælisgjöf.“ Segist Þórunn hafa verið lánsöm í lífinu þegar blaðamaður biður hana um að horfa yfir farinn veg í tilefni dagsins. „Ég á yndislega fjölskyldu og hef fengið að upplifa mikla ást, verið lánsöm að fá að vinna við það sem ég elska og upplifað fullt af ævintýrum, þó auðvitað hafi gengið á ýmsu. En ég hef fengið að elta draumana mína og reynt ansi margt þótt árin séu ekki fleiri en raun ber vitni. Ætli maður verði ekki bara pínu væminn á svona tímamótum?“ segir Þórunn og hlær létt í lokin. Tónlist Mest lesið Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Gagnrýni Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Lífið „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Lífið Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar Lífið Ungt fólk setur vínbændur í erfiða stöðu Matur Superstore-leikari látinn Lífið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Lífið Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Lífið Fleiri fréttir Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Superstore-leikari látinn Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Bay segir skilið við Smith Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Endar örugglega sem 83 ára drottning í Gleðigöngunni Hver er Endakallinn frá Ibiza? Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Sjá meira
„Ég ætla að gefa mér svolítið skemmtilega afmælisgjöf í ár, og þar sem ég lofaði sjálfri mér að gefa út lag eftir mig er nú bara komið að því,“ segir stórafmælisbarn dagsins, Þórunn Erna Clausen, söng- og leikkona sem stendur nú á fertugu. Aðspurð um plönin á þessum merku tímamótum segist Þórunn ekki dugleg við að taka mikið pláss sem afmælisbarn en ætla sér að eyða deginum í faðmi fjölskyldunnar og bregða sér svo af bæ þegar líður á kvöldið, og þá í leikhús. „Mér finnst alltaf voða erfitt að halda afmælisveislur fyrir sjálfa mig. En það er allt annað mál með að halda upp á afmælin fyrir aðra,“ útskýrir hún og bætir við: „Ég tók mig þó til og þjófstartaði afmælisdeginum um síðustu helgi, og hélt frábært afmælispartí.“ Ekki er laust við að hún sé örlítið ánægð með sig, og þrátt fyrir að veislan hafi verið haldin fyrir hana sjálfa naut hún sín í hvívetna, enda umkringd vinum og vandamönnum, sem sungu hástöfum með henni næturlangt. „Það hefur einhvern veginn verið voða mikið svoleiðis að ég hef verið í vinnu þegar ég á afmæli,“ segir hógværa afmælisbarnið, og segist sennilega muna best eftir þeim afmælisdegi þegar hún skar næstum af sér fingurinn við að taka móti blómum og einhvern tíma fór hún í góða hestaferð. „Svo fannst mér ofsalega gaman þegar ég fékk lag í afmælisgjöf frá manninum mínum heitnum, það var yndisleg afmælisgjöf.“ Segist Þórunn hafa verið lánsöm í lífinu þegar blaðamaður biður hana um að horfa yfir farinn veg í tilefni dagsins. „Ég á yndislega fjölskyldu og hef fengið að upplifa mikla ást, verið lánsöm að fá að vinna við það sem ég elska og upplifað fullt af ævintýrum, þó auðvitað hafi gengið á ýmsu. En ég hef fengið að elta draumana mína og reynt ansi margt þótt árin séu ekki fleiri en raun ber vitni. Ætli maður verði ekki bara pínu væminn á svona tímamótum?“ segir Þórunn og hlær létt í lokin.
Tónlist Mest lesið Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Gagnrýni Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Lífið „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Lífið Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar Lífið Ungt fólk setur vínbændur í erfiða stöðu Matur Superstore-leikari látinn Lífið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Lífið Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Lífið Fleiri fréttir Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Superstore-leikari látinn Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Bay segir skilið við Smith Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Endar örugglega sem 83 ára drottning í Gleðigöngunni Hver er Endakallinn frá Ibiza? Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Sjá meira