Við ætlum að gera betur og verða eitt af toppliðunum Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 11. september 2015 06:00 Thea var valinn í fyrsta sinn í íslenska A-landsliðið í vor. vísir/valli Olís-deild kvenna í handbolta hefst í kvöld þegar Fylkir sækir Stjörnuna heim. Stjarnan hefur tapað í lokaúrslitum undanfarin þrjú ár og var spáð 3. sætinu í Olís-deildinni í árlegri spá þjálfara, fyrirliða og forráðamanna liðanna sem kynnt var á þriðjudaginn. Fylkiskonum er hins vegar spáð sama sæti og þær enduðu í á síðasta tímabili, því sjöunda. Thea Imani Sturludóttir, örvhent skytta Fylkisliðsins og einn allra efnilegasti leikmaður deildarinnar, segir að Árbæingar stefni á að gera betur í ár. „Okkar markmið er að gera betur en í fyrra. Við höfum bætt okkur á hverju ári og nú er markmiðið að taka næsta skref og verða eitt af toppliðunum,“ sagði Thea og bætti því við að það yrði frábært að ná heimaleikjarétti í úrslitakeppninni, en hann fellur í skaut fjögurra efstu liða deildarinnar. Thea, sem var valin efnilegasti leikmaður Olís-deildarinnar árið 2014, skoraði 115 mörk í 22 deildarleikjum með Fylki á síðasta tímabili og var í kjölfarið valin í A-landsliðið fyrir umspilsleiki gegn Svartfjallalandi og vináttulandsleiki gegn Póllandi. Hún kom að vísu ekki við sögu í þessum leikjum en sagði það hafa verið góða reynslu að fá að æfa með liðinu og vera í kringum það. „Það var mjög gaman að fá að æfa með svona góðum stelpum og sjá hvernig þetta lítur allt saman út,“ sagði Thea sem stefnir á að festa sig í sessi í landsliðinu á næstu árum. Thea er ekki bara öflug handboltakona en hún leggur einnig stund á frjálsar íþróttir og hefur gert í mörg ár: „Ég hef æft frjálsar með FH frá því ég var ung og það hefur gengið vel hingað til,“ sagði Thea sem einbeitir sér þó eingöngu að handboltanum á veturna. En hjálpar grunnurinn í frjálsum henni að einhverju leyti í handboltanum? „Þetta hjálpaði mér mikið í yngri flokkunum að hafa þennan grunn; hafa sprettina, köstin og allt það. Þetta hefur gagnast mér mikið. Olís-deild kvenna Mest lesið Fórnaði frægasta hári handboltans Handbolti „Var alltaf Mist með krabbamein alls staðar annars staðar“ Íslenski boltinn Ricky Hatton fyrirfór sér Sport Portúgalarnir í skýjunum yfir gestrisni Framara Handbolti NRK um Sædísi í kvöld: Grét sáran eftir að hafa „misst hausinn gjörsamlega“ Fótbolti Dóttir Katrínar Tönju komin í heimin Sport Tímabilið búið hjá Sævari Atla: „Ótrúlega svekkjandi“ Fótbolti Unnu sextánda leikinn í röð og eiga heimsmetið Fótbolti Neitar að gista á liðshótelinu vegna draugagangs Sport Gæti misst af HM ef hún fær ekki vegabréf fyrir nýfædda dóttur sína Handbolti Fleiri fréttir Ekki góð ferð til Lemgo hjá Hauki og félögum Meira harpix á milli Íslands, Færeyja og Grænlands Gæti misst af HM ef hún fær ekki vegabréf fyrir nýfædda dóttur sína Fórnaði frægasta hári handboltans Portúgalarnir í skýjunum yfir gestrisni Framara Hafa unnið 31 af síðustu 33 leikjum í deild og Meistaradeild „Mér finnst þetta bara ömurlegt“ Varnaræfingar bitnuðu á sóknarleiknum Ísland - Færeyjar 22-24 | Þungt kvöld í Úlfarsárdal Viktor Gísli í sigurliði í Meistaradeildinni Magdeburg hélt sigurgöngunni áfram í Meistaradeildinni „Við skulum ekki tala mikið um það“ Nefndin svaf á verðinum og Ívar Logi slapp eftir „hræðilegt“ brot Eins í íþróttum og jarðgöngum Hæstánægð þrátt fyrir krefjandi áskoranir utan vallar Uppgjörið: Fram - Porto 26-38 | Vel studdur Þorsteinn fer glaður til Portúgals „Allt þetta fólk sem kemur að þessu á þvílíkan heiður skilinn“ Donni öflugur í sigri á Spáni Íslendingar í Evrópudeild: Óðinn raðaði inn mörkum í Sviss „Þá geta menn alveg eins verið heima í stofu í Playstation“ Snýr aftur í landsliðið eftir að hafa fengið blóðtappa í heila og farið í hjartaaðgerð Langþráður sigur FH fyrir austan fjall Daníel meiddist við myndbandsgerð fyrir HSÍ Haukar skelltu ÍBV í Eyjum Íslensku strákarnir klikkuðu ekki á skoti í stórsigri Hrun í lokin og fyrsta tapið hjá Dönu og félögum Viktor Gísli skallaði slána í Meistaradeildarleik „Ætla mér að spila fyrir íslenska landsliðið í framtíðinni“ Íslendingar sigursælir í evrópska handboltanum Fimm íslensk mörk í langþráðum sigri Sjá meira
Olís-deild kvenna í handbolta hefst í kvöld þegar Fylkir sækir Stjörnuna heim. Stjarnan hefur tapað í lokaúrslitum undanfarin þrjú ár og var spáð 3. sætinu í Olís-deildinni í árlegri spá þjálfara, fyrirliða og forráðamanna liðanna sem kynnt var á þriðjudaginn. Fylkiskonum er hins vegar spáð sama sæti og þær enduðu í á síðasta tímabili, því sjöunda. Thea Imani Sturludóttir, örvhent skytta Fylkisliðsins og einn allra efnilegasti leikmaður deildarinnar, segir að Árbæingar stefni á að gera betur í ár. „Okkar markmið er að gera betur en í fyrra. Við höfum bætt okkur á hverju ári og nú er markmiðið að taka næsta skref og verða eitt af toppliðunum,“ sagði Thea og bætti því við að það yrði frábært að ná heimaleikjarétti í úrslitakeppninni, en hann fellur í skaut fjögurra efstu liða deildarinnar. Thea, sem var valin efnilegasti leikmaður Olís-deildarinnar árið 2014, skoraði 115 mörk í 22 deildarleikjum með Fylki á síðasta tímabili og var í kjölfarið valin í A-landsliðið fyrir umspilsleiki gegn Svartfjallalandi og vináttulandsleiki gegn Póllandi. Hún kom að vísu ekki við sögu í þessum leikjum en sagði það hafa verið góða reynslu að fá að æfa með liðinu og vera í kringum það. „Það var mjög gaman að fá að æfa með svona góðum stelpum og sjá hvernig þetta lítur allt saman út,“ sagði Thea sem stefnir á að festa sig í sessi í landsliðinu á næstu árum. Thea er ekki bara öflug handboltakona en hún leggur einnig stund á frjálsar íþróttir og hefur gert í mörg ár: „Ég hef æft frjálsar með FH frá því ég var ung og það hefur gengið vel hingað til,“ sagði Thea sem einbeitir sér þó eingöngu að handboltanum á veturna. En hjálpar grunnurinn í frjálsum henni að einhverju leyti í handboltanum? „Þetta hjálpaði mér mikið í yngri flokkunum að hafa þennan grunn; hafa sprettina, köstin og allt það. Þetta hefur gagnast mér mikið.
Olís-deild kvenna Mest lesið Fórnaði frægasta hári handboltans Handbolti „Var alltaf Mist með krabbamein alls staðar annars staðar“ Íslenski boltinn Ricky Hatton fyrirfór sér Sport Portúgalarnir í skýjunum yfir gestrisni Framara Handbolti NRK um Sædísi í kvöld: Grét sáran eftir að hafa „misst hausinn gjörsamlega“ Fótbolti Dóttir Katrínar Tönju komin í heimin Sport Tímabilið búið hjá Sævari Atla: „Ótrúlega svekkjandi“ Fótbolti Unnu sextánda leikinn í röð og eiga heimsmetið Fótbolti Neitar að gista á liðshótelinu vegna draugagangs Sport Gæti misst af HM ef hún fær ekki vegabréf fyrir nýfædda dóttur sína Handbolti Fleiri fréttir Ekki góð ferð til Lemgo hjá Hauki og félögum Meira harpix á milli Íslands, Færeyja og Grænlands Gæti misst af HM ef hún fær ekki vegabréf fyrir nýfædda dóttur sína Fórnaði frægasta hári handboltans Portúgalarnir í skýjunum yfir gestrisni Framara Hafa unnið 31 af síðustu 33 leikjum í deild og Meistaradeild „Mér finnst þetta bara ömurlegt“ Varnaræfingar bitnuðu á sóknarleiknum Ísland - Færeyjar 22-24 | Þungt kvöld í Úlfarsárdal Viktor Gísli í sigurliði í Meistaradeildinni Magdeburg hélt sigurgöngunni áfram í Meistaradeildinni „Við skulum ekki tala mikið um það“ Nefndin svaf á verðinum og Ívar Logi slapp eftir „hræðilegt“ brot Eins í íþróttum og jarðgöngum Hæstánægð þrátt fyrir krefjandi áskoranir utan vallar Uppgjörið: Fram - Porto 26-38 | Vel studdur Þorsteinn fer glaður til Portúgals „Allt þetta fólk sem kemur að þessu á þvílíkan heiður skilinn“ Donni öflugur í sigri á Spáni Íslendingar í Evrópudeild: Óðinn raðaði inn mörkum í Sviss „Þá geta menn alveg eins verið heima í stofu í Playstation“ Snýr aftur í landsliðið eftir að hafa fengið blóðtappa í heila og farið í hjartaaðgerð Langþráður sigur FH fyrir austan fjall Daníel meiddist við myndbandsgerð fyrir HSÍ Haukar skelltu ÍBV í Eyjum Íslensku strákarnir klikkuðu ekki á skoti í stórsigri Hrun í lokin og fyrsta tapið hjá Dönu og félögum Viktor Gísli skallaði slána í Meistaradeildarleik „Ætla mér að spila fyrir íslenska landsliðið í framtíðinni“ Íslendingar sigursælir í evrópska handboltanum Fimm íslensk mörk í langþráðum sigri Sjá meira