Birgir Leifur lék undir pari á fyrsta hring í Kasakstan Kristinn Páll Teitsson skrifar 10. september 2015 09:00 Birgir Leifur. Mynd/GSÍ Birgir Leifur Hafþórsson, kylfingur úr Golfklúbb Kópavogs og Garðabæjar, hóf leik í morgun á gríðarlega sterku móti á Áskorendamótaröðinni sem fram fer í Kasakstan. Birgir Leifur, sem er sexfaldur Íslandsmeistari, fékk alls fjóra fugla á fyrsta hringnum í morgun en hann tapaði tveimur höggum á par 5 holum. Verðlaunaféð á þessu móti er mun hærra en á sambærilegum mótum á næst sterkustu atvinnumótaröð Evrópu. Alls lék Birgir á 70 höggum í dag eða tveimur höggum undir pari. Er hann þessa stundina í 18. sæti en besta skorið hingað til á danski kylfingurinn Joachim B. Hansen sem lauk leik á 63 höggum, alls níu höggum undir pari. Er þetta sjöunda mótið sem Birgir tekur þátt í á Áskorendamótaröðinni á þessu tímabili en hann berst um að komast ofar á stigalistanum fyrir lokamótin. Er hann eins og staðan er í 88. sæti en það þýðir að hann myndi fara inn á annað stig úrtökumótsins fyrir Evrópumótaröðina á næsta tímabili. Þeir kylfingar sem enda í efstu 70. sætunum á Áskorendamótaröðinni fá keppnisrétt á næsta ár en þeir sem lenda í sætum 71-120. fá nánast fullan keppnisrétt. Golf Mest lesið Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Handbolti Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Fótbolti Fleiri fréttir Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira
Birgir Leifur Hafþórsson, kylfingur úr Golfklúbb Kópavogs og Garðabæjar, hóf leik í morgun á gríðarlega sterku móti á Áskorendamótaröðinni sem fram fer í Kasakstan. Birgir Leifur, sem er sexfaldur Íslandsmeistari, fékk alls fjóra fugla á fyrsta hringnum í morgun en hann tapaði tveimur höggum á par 5 holum. Verðlaunaféð á þessu móti er mun hærra en á sambærilegum mótum á næst sterkustu atvinnumótaröð Evrópu. Alls lék Birgir á 70 höggum í dag eða tveimur höggum undir pari. Er hann þessa stundina í 18. sæti en besta skorið hingað til á danski kylfingurinn Joachim B. Hansen sem lauk leik á 63 höggum, alls níu höggum undir pari. Er þetta sjöunda mótið sem Birgir tekur þátt í á Áskorendamótaröðinni á þessu tímabili en hann berst um að komast ofar á stigalistanum fyrir lokamótin. Er hann eins og staðan er í 88. sæti en það þýðir að hann myndi fara inn á annað stig úrtökumótsins fyrir Evrópumótaröðina á næsta tímabili. Þeir kylfingar sem enda í efstu 70. sætunum á Áskorendamótaröðinni fá keppnisrétt á næsta ár en þeir sem lenda í sætum 71-120. fá nánast fullan keppnisrétt.
Golf Mest lesið Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Handbolti Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Fótbolti Fleiri fréttir Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira