2,1 milljón Audi bíla með svindlbúnaði Finnur Thorlacius skrifar 28. september 2015 11:06 Audi Q5. Af þeim 11 milljón bílum Volkswagen bílafjölskyldunnar sem fyrirtækið hefur viðurkennt að séu með svindlhugbúnaði tengdum dísilvélum sínum eru 2,1 milljón þeirra frá Audi. Hafa þessir bílar verið seldir um allan heim og eru af gerðunum Audi A1, A3, A4, A5, A6, TT, Q3 og Q5. Allir þessir bílar eru með sömu grunngerð vélar, þ.e. Type EA 189. Af þessum 2,1 milljón Audi bílum eru 1,42 milljón þeirra í Evrópu og 577.000 af þeim eru í Þýskalandi. Aðeins 13.000 Audi bílanna eru í Bandaríkjunum. Af öllum þessum 11 milljón bílum sem um ræðir í dísilvélasvindlinu eru 5 milljónir þeirra af Volkswagen-gerð, en 6 milljónir af öðrum gerðum innan hinnar stóru Volkswagen bílafjölskyldu. Volkswagen bílarnir sem eru með svindlhugbúnaðinum eru sjötta kynslóð VW Golf, sjöunda kynslóð Passat og fyrsta kynslóð Tiguan jepplingsins. Skandall hjá Volkswagen Mest lesið „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna Innlent „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent
Af þeim 11 milljón bílum Volkswagen bílafjölskyldunnar sem fyrirtækið hefur viðurkennt að séu með svindlhugbúnaði tengdum dísilvélum sínum eru 2,1 milljón þeirra frá Audi. Hafa þessir bílar verið seldir um allan heim og eru af gerðunum Audi A1, A3, A4, A5, A6, TT, Q3 og Q5. Allir þessir bílar eru með sömu grunngerð vélar, þ.e. Type EA 189. Af þessum 2,1 milljón Audi bílum eru 1,42 milljón þeirra í Evrópu og 577.000 af þeim eru í Þýskalandi. Aðeins 13.000 Audi bílanna eru í Bandaríkjunum. Af öllum þessum 11 milljón bílum sem um ræðir í dísilvélasvindlinu eru 5 milljónir þeirra af Volkswagen-gerð, en 6 milljónir af öðrum gerðum innan hinnar stóru Volkswagen bílafjölskyldu. Volkswagen bílarnir sem eru með svindlhugbúnaðinum eru sjötta kynslóð VW Golf, sjöunda kynslóð Passat og fyrsta kynslóð Tiguan jepplingsins.
Skandall hjá Volkswagen Mest lesið „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna Innlent „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent