Ólafía Þórunn efst eftir fyrsta daginn á lokamótinu 9. október 2015 12:34 Ólafía Þórunn Kristinsdóttir úr GR. Mynd/GSÍmyndir.net Ólafía Þórunn Kristinsdóttir úr GR og Valdís Þóra Jónsdóttir úr Leyni eru í góðri stöðu eftir fyrsta keppnisdaginn á lokamóti tímabilsins á LETAS atvinnumótaröðinni í golfi. Ólafía lék á 68 höggum eða fjórum höggum undir pari og er hún í efsta sæti. Valdís Þóra lék á pari vallar eða 72 höggum og er hún 10. til 14. sæti. Þetta kemur fram á heimasíðu Golfsambands Íslands. Mótið fer fram á Englandi og er að miklu að keppa fyrir íslensku atvinnukylfingana. Tuttugu efstu á stigalista mótaraðarinnar fara beint inn á lokaúrtökumótið fyrir Evrópumótaröðina í Marokkó í lok ársins. Ólafía er í 16. sæti stigalistans en hún komst i gegnum niðurskurðinn á síðasta móti sem fram fór í Portúgal í síðustu viku. Valdís Þóra er í 25. sæti en hún missti af mikilvægum stigum á síðasta móti þegar hún komst ekki í gegnum niðurskurðinn. Þetta er fyrsta tímabilið hjá Ólafíu á LETAS atvinnumótaröðinni, sem er sú næst sterkasta í Evrópu, á eftir sjálfri LET Evrópumótaröð kvenna. Ólafía hefur tvívegis fagnað Íslandsmeistaratitlinum í golfi, 2011 og 2014. Valdís Þóra hefur líkt og Ólafía sigrað tvívegis á Íslandsmótinu í golfi, 2009 og 2012. Hún er á öðru tímabili sínu á LETAS mótaröðinni en fyrir ári síðan endaði hún í 38. sæti á stigalistanum. Alls eru tvö stig á úrtökumótinu fyrir Evrópumótaröðina í lok ársins. Ein íslensk kona hefur náð að tryggja sér keppnisrétt á LET Evrópumótaröðinni en það gerði Ólöf María Jónsdóttir úr Keili en það gerði hún árið 2004. Golf Mest lesið Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Handbolti Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Fótbolti Fleiri fréttir Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir úr GR og Valdís Þóra Jónsdóttir úr Leyni eru í góðri stöðu eftir fyrsta keppnisdaginn á lokamóti tímabilsins á LETAS atvinnumótaröðinni í golfi. Ólafía lék á 68 höggum eða fjórum höggum undir pari og er hún í efsta sæti. Valdís Þóra lék á pari vallar eða 72 höggum og er hún 10. til 14. sæti. Þetta kemur fram á heimasíðu Golfsambands Íslands. Mótið fer fram á Englandi og er að miklu að keppa fyrir íslensku atvinnukylfingana. Tuttugu efstu á stigalista mótaraðarinnar fara beint inn á lokaúrtökumótið fyrir Evrópumótaröðina í Marokkó í lok ársins. Ólafía er í 16. sæti stigalistans en hún komst i gegnum niðurskurðinn á síðasta móti sem fram fór í Portúgal í síðustu viku. Valdís Þóra er í 25. sæti en hún missti af mikilvægum stigum á síðasta móti þegar hún komst ekki í gegnum niðurskurðinn. Þetta er fyrsta tímabilið hjá Ólafíu á LETAS atvinnumótaröðinni, sem er sú næst sterkasta í Evrópu, á eftir sjálfri LET Evrópumótaröð kvenna. Ólafía hefur tvívegis fagnað Íslandsmeistaratitlinum í golfi, 2011 og 2014. Valdís Þóra hefur líkt og Ólafía sigrað tvívegis á Íslandsmótinu í golfi, 2009 og 2012. Hún er á öðru tímabili sínu á LETAS mótaröðinni en fyrir ári síðan endaði hún í 38. sæti á stigalistanum. Alls eru tvö stig á úrtökumótinu fyrir Evrópumótaröðina í lok ársins. Ein íslensk kona hefur náð að tryggja sér keppnisrétt á LET Evrópumótaröðinni en það gerði Ólöf María Jónsdóttir úr Keili en það gerði hún árið 2004.
Golf Mest lesið Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Handbolti Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Fótbolti Fleiri fréttir Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira