Alþingi og dýravernd Árni Stefán Árnason skrifar 9. október 2015 07:00 Um síðustu mánaðamót var þjóðin um tíma dofin, er henni bárust fregnir, staðfestar af Matvælastofnun um dýraníðinga, sem framið höfðu lögbrot, að mati sömu stofnunar, á svínum. Linnulaus fréttaflutningur var í eina viku af þessu óhugnanlega máli. Óljóst er með hvaða hætti Matvælastofnun mun bregðast við þessum atburðum, sem gerðust á síðasta ári. Viðbragðsleysi yfirdýralæknis, næstæðsta ráðamanns MAST, veldur undrun og óánægju. Ef rýnt er í málavaxtalýsingar dýraverndarmála sem komið hafa til dóms hjá Hæstarétti Íslands liggur fyrir að verri lýsingar á illri meðferð dýra er erfitt að finna. Þrátt fyrir það virðist yfirdýralæknir hika við að kæra, en hann einn hefur skv. núgildandi löggjöf heimild til slíks. Það er hnökri á löggjöf og skerðing á tjáningarfrelsi þegar kæruréttur er tekinn af almenningi og andstætt skýrum ákvæðum laga um meðferð sakamála þar sem almenningi er veitt sú heimild. Athygli vekur og að Alþingi, æðsta valdastofnun landsins, hefur ekkert brugðist við þessum tíðindum um dýraníðinga í íslensku búfjárhaldi að frátalinni Elínu Hirst, sem þó lagði aðaláherslu á mikilvægi matvælaöryggis með framboði hreinna íslenskra svína- og kjúklingaafurða. Um það eru henni margir ósammála. Það eru þeir sem hafna notkun dýraafurða, einkum úr verksmiðjubúskap. Jafnvel eini þingflokkurinn, sem hefur dýravernd á stefnuskrá sinni, Björt framtíð, situr hjá. Hefur þó þingið eftirlit með störfum framkvæmdavaldsins, sem Matvælastofnun heyrir undir. Er það svo, þegar upp kemst um einhverja verstu meðferð Íslandssögunnar á búfé, þá láti Alþingi það afskiptalaust þegar færa má rök fyrir því, að handvömm stofnunar ríkisvaldsins sé að hluta um að kenna? Sl. mánudag var fyrsti óundirbúni fyrirspurnatími þingmanna eftir hlé. Ekki einn einasti þingmaður spurði landbúnaðarráðherra út í dýraverndarmálið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Árni Stefán Árnason Mest lesið Það er betra fyrir okkur öll að Háskóli Íslands efli fjarnám Darri Rafn Hólmarsson Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson Skoðun Stríðsglæpir sem munu ekki gleymast! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson Skoðun 5.maí Alþjóðadagur ljósmæðra Unnur Berglind Friðriksdóttir Skoðun Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Við eigum ekki efni á vonleysi né uppgjöf Magnús Magnússon Skoðun Hingað og ekki lengra Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Stjórnvöld, Óskar á heima hér! Þóra Andrésdóttir Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran Skoðun Skoðun Skoðun Varalitur á skattagrísinum Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Við eigum ekki efni á vonleysi né uppgjöf Magnús Magnússon skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli eitt: Tómlæti Íslendinga Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Þetta má ekki gerast aftur! - Álag á útsvar Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Meistaragráða í lífsreynslu Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld, Óskar á heima hér! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Dvel þú í draumahöll Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson skrifar Skoðun Umhverfi, heilsa og skólamáltíðir Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Æji nei innflytjendur Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Stríðsglæpir sem munu ekki gleymast! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Samstaða, kjarkur og þor Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Það er betra fyrir okkur öll að Háskóli Íslands efli fjarnám Darri Rafn Hólmarsson skrifar Skoðun Yfirfull fangelsi, brostið kerfi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þegar rafmagn hættir að vera sjálfsagður hlutur Árni B. Möller skrifar Skoðun Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lýðræði og framtíð RÚV: Tími til breytinga? Erling Valur Ingason skrifar Skoðun 5.maí Alþjóðadagur ljósmæðra Unnur Berglind Friðriksdóttir skrifar Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon skrifar Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Sjá meira
Um síðustu mánaðamót var þjóðin um tíma dofin, er henni bárust fregnir, staðfestar af Matvælastofnun um dýraníðinga, sem framið höfðu lögbrot, að mati sömu stofnunar, á svínum. Linnulaus fréttaflutningur var í eina viku af þessu óhugnanlega máli. Óljóst er með hvaða hætti Matvælastofnun mun bregðast við þessum atburðum, sem gerðust á síðasta ári. Viðbragðsleysi yfirdýralæknis, næstæðsta ráðamanns MAST, veldur undrun og óánægju. Ef rýnt er í málavaxtalýsingar dýraverndarmála sem komið hafa til dóms hjá Hæstarétti Íslands liggur fyrir að verri lýsingar á illri meðferð dýra er erfitt að finna. Þrátt fyrir það virðist yfirdýralæknir hika við að kæra, en hann einn hefur skv. núgildandi löggjöf heimild til slíks. Það er hnökri á löggjöf og skerðing á tjáningarfrelsi þegar kæruréttur er tekinn af almenningi og andstætt skýrum ákvæðum laga um meðferð sakamála þar sem almenningi er veitt sú heimild. Athygli vekur og að Alþingi, æðsta valdastofnun landsins, hefur ekkert brugðist við þessum tíðindum um dýraníðinga í íslensku búfjárhaldi að frátalinni Elínu Hirst, sem þó lagði aðaláherslu á mikilvægi matvælaöryggis með framboði hreinna íslenskra svína- og kjúklingaafurða. Um það eru henni margir ósammála. Það eru þeir sem hafna notkun dýraafurða, einkum úr verksmiðjubúskap. Jafnvel eini þingflokkurinn, sem hefur dýravernd á stefnuskrá sinni, Björt framtíð, situr hjá. Hefur þó þingið eftirlit með störfum framkvæmdavaldsins, sem Matvælastofnun heyrir undir. Er það svo, þegar upp kemst um einhverja verstu meðferð Íslandssögunnar á búfé, þá láti Alþingi það afskiptalaust þegar færa má rök fyrir því, að handvömm stofnunar ríkisvaldsins sé að hluta um að kenna? Sl. mánudag var fyrsti óundirbúni fyrirspurnatími þingmanna eftir hlé. Ekki einn einasti þingmaður spurði landbúnaðarráðherra út í dýraverndarmálið.
Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar