Gylfi Þór: Ekki hægt að setjast á rassinn og hætta að vinna fyrir liðið Tómas Þór Þórðarson skrifar 7. október 2015 12:00 Gylfi Þór Sigurðsson hefur verið frábær með íslenska landsliðinu í undankeppni EM. vísir/getty Gylfi Þór Sigurðsson verður í eldlínunni með íslenska karlalandsliðinu í fótbolta á laugardaginn þegar liðið mætir Lettlandi í næst síðasta leik undankeppni EM 2016. Strákarnir okkar eru nú þegar komnir í lokakeppnina en keppast nú að því að vinna síðustu tvo leikina gegn Lettum og Tyrkjum til að reyna að vera í þriðja styrkleikaflokki þegar dregið verður í riðlakeppni EM í Frakklandi. "Við höfum verið vanir því að vera búnir að klúðra riðlinum á þessum tíma. Þetta er því sérstök tilfinning," sagði Gylfi Þór við Vísi fyrir æfingu landsliðsins í dag.Gylfi Þór fagnar marki með Íslandi.vísir/andri marinóGæti skipt sköpum "Þetta eru tveir mikilvægir leikir því við viljum vera í þriðja styrkleikaflokki og eini möguleikinn á því er að vinna báða leikina. Þjálfararnir eru eitthvað búnir að vera reikna þetta út og ég læt þá alveg um það. Eina sem við getum gert er að vinna leikina og við einbeitum okkur að því." Í fyrsta sinn verða 24 lið á EM og fara 16 lið í útsláttarkeppnina. "Það gæti skipt sköpum að vera með eitt lakara lið í riðlinum því einn sigur gæti komið okkur í 16 liða úrslit. Það kemur mönnum alveg í gang að klára dæmið hérna heima og vonandi hjálpar það okkur fyrir Frakkland," sagði Gylfi Þór. "Það væri auðvitað þægilegt að vera ekki með 2-3 stórum þjóðum í riðli. Það eru samt engin léleg lið í lokakeppni EM og því væri gott að vera í þriðja styrkleikaflokki."Gylfi Þór og Wilfried Bony náðu mjög vel saman.vísir/gettyÓskuðu honum allir til hamingju Gylfi Þór spilar með Swansea í ensku úrvalsdeildinni eins og allir vita, en liðið er fullt af landsliðsmönnum öflugra þjóða eins og Englands, Gana og Póllands. Hvernig tóku liðsfélagarnir í að litla Ísland væri komið á stórmót? "Strákarnir óskuðu mér allir til hamingju með að vera kominn á EM. Þeir eru búnir að fylgjast með gangi mála síðustu tvö ár þannig þeir bjuggust kannski við þessu. Það er samt fáránlegt að land eins og Ísland sé loksins komið í lokakeppnina," sagði Gylfi Þór. Swansea byrjaði af krafti í ensku úrvalsdeildinni en hefur nú ekki unnið í fjórum leikjum í röð. "Við byrjuðum ágætlega en síðan komu tvenn úrslit sem voru ekki góð. Við vorum ekki líkir sjálfum okkur gegn Watford og Southampton en náðum í ágætis stig á móti Tottenham og Everton á heimavelli. Everton er búið að sýna að það er með gott lið líkt og Tottenham," sagði Gylfi Þór sem hefur heldur ekki farið jafn vel af stað núna og í fyrra. Gylfi er búinn að skora eitt mark og leggja upp eitt í fyrstu átta umferðum úrvalsdeildarinnar, en á sama tíma í fyrra var hann búinn að skora eitt og leggja upp sex. "Þó ég hafi ekki verið að skora hef ég verið ágætur," sagði Gylfi Þór um eigin frammistöðu, en hann saknar framherjans frá Fílabeinsströndinni, Wilfried Bony. "Það er öðruvísi að vera ekki með Bony frammi því við tengdum mjög vel saman. Við erum að spila með Andre Ayew sem er að spila mikið inn á miðjuna þannig það er minna pláss fyrir mig." "Það eru bara átta leikir búnir í deildinni og nóg eftir. Vonandi fara mörkin að koma og stoðsendingarnar líka og þá förum við að vinna leiki."Gylfi Þór Sigurðsson vonast til að fara að skora meira aftur hjá Swansea.vísir/gettyGott að fá traustið Gylfi segir markaleysið ekki hafa áhrif á sig. Hann nýtir það frekar sem hvatningu til að fara að skora meira og leggja upp. "Það er bara meiri hvatning en annað að koma sér í gang. Ég man það alveg í fyrra að það kom kafli þar sem ég lagði hvorki upp né skoraði í sex leikjum. Þetta gerist stundum, en svo fer boltinn í mann og inn og þá fer allt í gang. Mér hefur gengið samt mjög vel að skora með landsliðinu og vonandi fer það líka að gerast hjá Swansea," sagði Gylfi. Þrátt fyrir marka- og stoðsendingaleysið er Gylfi Þór alltaf í byrjunarliðinu hjá Garry Monk, knattspyrnustjóra Swansea, sem spilaði með Gylfa þegar landsliðsmaðurinn var á láni þar 2012. "Það er mjög þægilegt að vita að hann hefur trú á mér. Þó maður skori ekki í tveimur til þremur leikjum í röð þá er ég alltaf í byrjunarliðinu. Það þýðir samt ekkert að maður geti sest á rassinn í leikjum og hætt að vinna fyrir liðið," sagði Gylfi Þór Sigurðsson. EM 2016 í Frakklandi Enski boltinn Tengdar fréttir Alfreð: Reynir á það hversu miklir atvinnumenn við erum Alfreð Finnbogason segir að leikmenn íslenska landsliðins ætli sér sex stig í leikjunum tveimur sem eru framundan þrátt fyrir að sætið á EM sé í höfn. Hann vonast til þess að fá tækifæri í leikjunum en hann ræddi einnig stöðu sína hjá Olympiakos. 6. október 2015 13:45 Lagerbäck: Auðvitað sá ég Alfreð skora Landsliðsþjálfarinn reiknar með því að það verði erfitt að skora gegn þéttu varnarliði Lettlands á laugardaginn. 6. október 2015 12:35 Kári: Skemmtilegra að spila með landsliðinu en í Meistaradeildinni Kári Árnason fékk að kljást við Cristiano Ronaldo í síðustu viku en segir þó ekkert skemmtilegra en að fá að spila með íslenska landsliðinu. 6. október 2015 15:30 Mest lesið Harmleikur á Bretlandi: „Hann var frábær faðir“ Sport Vinirnir vara Tiger við en honum er skítsama Golf Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Körfubolti Bjuggust alls ekki við þessu af Bergrós: „Hún var alveg ótrúleg“ Sport Hetja Breiðabliks lá á gjörgæslu í eina viku: „Þakklátur fyrir heilsuna“ Íslenski boltinn Sjáðu mörkin og Hödda Magg missa sig yfir besta einvígi ársins Fótbolti Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Handbolti „Fótboltinn var grimmur við okkur“ Fótbolti „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Handbolti Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum Handbolti Fleiri fréttir Trump vissi ekki af banni Rússa en segir það geta verið hvatningu „Ótrúlega mikill heiður“ Hetja Breiðabliks lá á gjörgæslu í eina viku: „Þakklátur fyrir heilsuna“ Sjáðu mörkin og Hödda Magg missa sig yfir besta einvígi ársins „Við vorum úr leik en svo komum við til baka“ „Fótboltinn var grimmur við okkur“ Inter í úrslitaleik Meistaradeildarinnar eftir stórbrotið einvígi Aron Einar verður ekki með Þórsurum í sumar Milljarðar í kassann á leik kvöldsins og nýtt met Ráðherra bað stuðningsmenn Liverpool afsökunar Lék sinn fyrsta leik með Al-Gharafa í rúma þrjá mánuði Brasilíudvöl í kortunum hjá Jorginho Dembélé klár fyrir leikinn gegn Arsenal Sonur Ronaldos í fyrsta sinn í landsliði Ingvar gerir ráð fyrir að vera klár í næsta leik Fimm mörk að meðaltali í leik hjá KR Segir að Cecilía verði keypt fyrir metverð Kroos segir að Pedri sé mikilvægari en Yamal, Raphinha og Lewandowski Valdi fjórar verstu hornspyrnur ÍBV: „Þessi var helvíti slæm“ Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Sjáðu partýið í Kópavogi, Gylfa afgreiða Fram og nýliðana í stuði Hildur fékk svakalegt glóðarauga Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent Mac Allister: Liverpool er bara rétt að byrja Klobbaði eldri bróður sinn á stóra sviðinu „Þetta er eins og eldgamla tómatsósan“ „Settum meiri pressu á þá þegar líða tók á leikinn“ „Komum Gylfa Þór meira í boltann“ Kristófer: Þetta var alveg frábær tilfinning Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Sjá meira
Gylfi Þór Sigurðsson verður í eldlínunni með íslenska karlalandsliðinu í fótbolta á laugardaginn þegar liðið mætir Lettlandi í næst síðasta leik undankeppni EM 2016. Strákarnir okkar eru nú þegar komnir í lokakeppnina en keppast nú að því að vinna síðustu tvo leikina gegn Lettum og Tyrkjum til að reyna að vera í þriðja styrkleikaflokki þegar dregið verður í riðlakeppni EM í Frakklandi. "Við höfum verið vanir því að vera búnir að klúðra riðlinum á þessum tíma. Þetta er því sérstök tilfinning," sagði Gylfi Þór við Vísi fyrir æfingu landsliðsins í dag.Gylfi Þór fagnar marki með Íslandi.vísir/andri marinóGæti skipt sköpum "Þetta eru tveir mikilvægir leikir því við viljum vera í þriðja styrkleikaflokki og eini möguleikinn á því er að vinna báða leikina. Þjálfararnir eru eitthvað búnir að vera reikna þetta út og ég læt þá alveg um það. Eina sem við getum gert er að vinna leikina og við einbeitum okkur að því." Í fyrsta sinn verða 24 lið á EM og fara 16 lið í útsláttarkeppnina. "Það gæti skipt sköpum að vera með eitt lakara lið í riðlinum því einn sigur gæti komið okkur í 16 liða úrslit. Það kemur mönnum alveg í gang að klára dæmið hérna heima og vonandi hjálpar það okkur fyrir Frakkland," sagði Gylfi Þór. "Það væri auðvitað þægilegt að vera ekki með 2-3 stórum þjóðum í riðli. Það eru samt engin léleg lið í lokakeppni EM og því væri gott að vera í þriðja styrkleikaflokki."Gylfi Þór og Wilfried Bony náðu mjög vel saman.vísir/gettyÓskuðu honum allir til hamingju Gylfi Þór spilar með Swansea í ensku úrvalsdeildinni eins og allir vita, en liðið er fullt af landsliðsmönnum öflugra þjóða eins og Englands, Gana og Póllands. Hvernig tóku liðsfélagarnir í að litla Ísland væri komið á stórmót? "Strákarnir óskuðu mér allir til hamingju með að vera kominn á EM. Þeir eru búnir að fylgjast með gangi mála síðustu tvö ár þannig þeir bjuggust kannski við þessu. Það er samt fáránlegt að land eins og Ísland sé loksins komið í lokakeppnina," sagði Gylfi Þór. Swansea byrjaði af krafti í ensku úrvalsdeildinni en hefur nú ekki unnið í fjórum leikjum í röð. "Við byrjuðum ágætlega en síðan komu tvenn úrslit sem voru ekki góð. Við vorum ekki líkir sjálfum okkur gegn Watford og Southampton en náðum í ágætis stig á móti Tottenham og Everton á heimavelli. Everton er búið að sýna að það er með gott lið líkt og Tottenham," sagði Gylfi Þór sem hefur heldur ekki farið jafn vel af stað núna og í fyrra. Gylfi er búinn að skora eitt mark og leggja upp eitt í fyrstu átta umferðum úrvalsdeildarinnar, en á sama tíma í fyrra var hann búinn að skora eitt og leggja upp sex. "Þó ég hafi ekki verið að skora hef ég verið ágætur," sagði Gylfi Þór um eigin frammistöðu, en hann saknar framherjans frá Fílabeinsströndinni, Wilfried Bony. "Það er öðruvísi að vera ekki með Bony frammi því við tengdum mjög vel saman. Við erum að spila með Andre Ayew sem er að spila mikið inn á miðjuna þannig það er minna pláss fyrir mig." "Það eru bara átta leikir búnir í deildinni og nóg eftir. Vonandi fara mörkin að koma og stoðsendingarnar líka og þá förum við að vinna leiki."Gylfi Þór Sigurðsson vonast til að fara að skora meira aftur hjá Swansea.vísir/gettyGott að fá traustið Gylfi segir markaleysið ekki hafa áhrif á sig. Hann nýtir það frekar sem hvatningu til að fara að skora meira og leggja upp. "Það er bara meiri hvatning en annað að koma sér í gang. Ég man það alveg í fyrra að það kom kafli þar sem ég lagði hvorki upp né skoraði í sex leikjum. Þetta gerist stundum, en svo fer boltinn í mann og inn og þá fer allt í gang. Mér hefur gengið samt mjög vel að skora með landsliðinu og vonandi fer það líka að gerast hjá Swansea," sagði Gylfi. Þrátt fyrir marka- og stoðsendingaleysið er Gylfi Þór alltaf í byrjunarliðinu hjá Garry Monk, knattspyrnustjóra Swansea, sem spilaði með Gylfa þegar landsliðsmaðurinn var á láni þar 2012. "Það er mjög þægilegt að vita að hann hefur trú á mér. Þó maður skori ekki í tveimur til þremur leikjum í röð þá er ég alltaf í byrjunarliðinu. Það þýðir samt ekkert að maður geti sest á rassinn í leikjum og hætt að vinna fyrir liðið," sagði Gylfi Þór Sigurðsson.
EM 2016 í Frakklandi Enski boltinn Tengdar fréttir Alfreð: Reynir á það hversu miklir atvinnumenn við erum Alfreð Finnbogason segir að leikmenn íslenska landsliðins ætli sér sex stig í leikjunum tveimur sem eru framundan þrátt fyrir að sætið á EM sé í höfn. Hann vonast til þess að fá tækifæri í leikjunum en hann ræddi einnig stöðu sína hjá Olympiakos. 6. október 2015 13:45 Lagerbäck: Auðvitað sá ég Alfreð skora Landsliðsþjálfarinn reiknar með því að það verði erfitt að skora gegn þéttu varnarliði Lettlands á laugardaginn. 6. október 2015 12:35 Kári: Skemmtilegra að spila með landsliðinu en í Meistaradeildinni Kári Árnason fékk að kljást við Cristiano Ronaldo í síðustu viku en segir þó ekkert skemmtilegra en að fá að spila með íslenska landsliðinu. 6. október 2015 15:30 Mest lesið Harmleikur á Bretlandi: „Hann var frábær faðir“ Sport Vinirnir vara Tiger við en honum er skítsama Golf Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Körfubolti Bjuggust alls ekki við þessu af Bergrós: „Hún var alveg ótrúleg“ Sport Hetja Breiðabliks lá á gjörgæslu í eina viku: „Þakklátur fyrir heilsuna“ Íslenski boltinn Sjáðu mörkin og Hödda Magg missa sig yfir besta einvígi ársins Fótbolti Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Handbolti „Fótboltinn var grimmur við okkur“ Fótbolti „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Handbolti Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum Handbolti Fleiri fréttir Trump vissi ekki af banni Rússa en segir það geta verið hvatningu „Ótrúlega mikill heiður“ Hetja Breiðabliks lá á gjörgæslu í eina viku: „Þakklátur fyrir heilsuna“ Sjáðu mörkin og Hödda Magg missa sig yfir besta einvígi ársins „Við vorum úr leik en svo komum við til baka“ „Fótboltinn var grimmur við okkur“ Inter í úrslitaleik Meistaradeildarinnar eftir stórbrotið einvígi Aron Einar verður ekki með Þórsurum í sumar Milljarðar í kassann á leik kvöldsins og nýtt met Ráðherra bað stuðningsmenn Liverpool afsökunar Lék sinn fyrsta leik með Al-Gharafa í rúma þrjá mánuði Brasilíudvöl í kortunum hjá Jorginho Dembélé klár fyrir leikinn gegn Arsenal Sonur Ronaldos í fyrsta sinn í landsliði Ingvar gerir ráð fyrir að vera klár í næsta leik Fimm mörk að meðaltali í leik hjá KR Segir að Cecilía verði keypt fyrir metverð Kroos segir að Pedri sé mikilvægari en Yamal, Raphinha og Lewandowski Valdi fjórar verstu hornspyrnur ÍBV: „Þessi var helvíti slæm“ Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Sjáðu partýið í Kópavogi, Gylfa afgreiða Fram og nýliðana í stuði Hildur fékk svakalegt glóðarauga Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent Mac Allister: Liverpool er bara rétt að byrja Klobbaði eldri bróður sinn á stóra sviðinu „Þetta er eins og eldgamla tómatsósan“ „Settum meiri pressu á þá þegar líða tók á leikinn“ „Komum Gylfa Þór meira í boltann“ Kristófer: Þetta var alveg frábær tilfinning Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Sjá meira
Alfreð: Reynir á það hversu miklir atvinnumenn við erum Alfreð Finnbogason segir að leikmenn íslenska landsliðins ætli sér sex stig í leikjunum tveimur sem eru framundan þrátt fyrir að sætið á EM sé í höfn. Hann vonast til þess að fá tækifæri í leikjunum en hann ræddi einnig stöðu sína hjá Olympiakos. 6. október 2015 13:45
Lagerbäck: Auðvitað sá ég Alfreð skora Landsliðsþjálfarinn reiknar með því að það verði erfitt að skora gegn þéttu varnarliði Lettlands á laugardaginn. 6. október 2015 12:35
Kári: Skemmtilegra að spila með landsliðinu en í Meistaradeildinni Kári Árnason fékk að kljást við Cristiano Ronaldo í síðustu viku en segir þó ekkert skemmtilegra en að fá að spila með íslenska landsliðinu. 6. október 2015 15:30