Winterkorn gegnir enn fjórum lykilstöðum Finnur Thorlacius skrifar 5. október 2015 09:59 Martin Winterkorn. Fráfarandi forstjóri Volkswagen, Martin Winterkorn, gegnir enn fjórum lykilstöðum hjá bílarisanum Volkswagen. Hann er enn stjórnarformaður stærstu hluthafa í Volkswagen, Porsche SE sem á 52,5% í fyrirtækinu. Hann er einnig stjórnarformaður í Audi, Scania og Man sem framleiðir vörubíla og rútur. Ekki liggur ljóst fyrir nú hvort honum verður gert að segja af sér þessum áhrifastöðum nú í kjölfar dísilvélasvindlsins. Winterkorn voru tryggð rífleg eftirlaun er hann hætti starfi forstjóra Volkswagen, eða um 4 milljarðar króna. Ef hann verður ekki sekur fundinn um vitneskju um dísilvélasvindlið á hann einnig von á um tveggja ára launum því til viðbótar, eða 2,3 milljörðum króna. Hann ætti því ekki að lepja dauðann úr skel á næstunni þó hann sé ekki lengur forstjóri Volkswagen. Skandall hjá Volkswagen Mest lesið „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Erlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent
Fráfarandi forstjóri Volkswagen, Martin Winterkorn, gegnir enn fjórum lykilstöðum hjá bílarisanum Volkswagen. Hann er enn stjórnarformaður stærstu hluthafa í Volkswagen, Porsche SE sem á 52,5% í fyrirtækinu. Hann er einnig stjórnarformaður í Audi, Scania og Man sem framleiðir vörubíla og rútur. Ekki liggur ljóst fyrir nú hvort honum verður gert að segja af sér þessum áhrifastöðum nú í kjölfar dísilvélasvindlsins. Winterkorn voru tryggð rífleg eftirlaun er hann hætti starfi forstjóra Volkswagen, eða um 4 milljarðar króna. Ef hann verður ekki sekur fundinn um vitneskju um dísilvélasvindlið á hann einnig von á um tveggja ára launum því til viðbótar, eða 2,3 milljörðum króna. Hann ætti því ekki að lepja dauðann úr skel á næstunni þó hann sé ekki lengur forstjóri Volkswagen.
Skandall hjá Volkswagen Mest lesið „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Erlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent