Volkswagen tekið af umhverfislista Dow Jones Finnur Thorlacius skrifar 1. október 2015 09:45 Hlutabréf í Volkswagen hafa fallið um 41%. Til er listi hjá Dow Jones yfir þau 10% fyrirtækja sem talin eru leiðandi í umhverfislegu tilliti í hverri atvinnugrein og á þeim lista hefur Volkswagen verið undanfarið. Nú hefur S&P Dow Jones Indices LLC og RobecoSAM tekið Volkswagen af þessum lista eftir dísilvélasvindl fyrirtækisins. Þar með er Volkswagen ekki lengur talið meðal fyrirtækja sem leiða umhverfisvæna stefnu í bíliðnaði. Hlutabréf í Volkswagen stóð í nærri 164 evrum á hlut fyrir tilkynningu EPA í Bandaríkjunum, en standa nú í 97,75 evrum. Það er hrun sem nemur um 41% á hlutabréfum í Volkswagen. Það þýðir að virði hlutbréfanna hefur fallið um 3.940 milljarða króna frá 18. september og vart er til dæmi um annað eins hrun. Skandall hjá Volkswagen Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent
Til er listi hjá Dow Jones yfir þau 10% fyrirtækja sem talin eru leiðandi í umhverfislegu tilliti í hverri atvinnugrein og á þeim lista hefur Volkswagen verið undanfarið. Nú hefur S&P Dow Jones Indices LLC og RobecoSAM tekið Volkswagen af þessum lista eftir dísilvélasvindl fyrirtækisins. Þar með er Volkswagen ekki lengur talið meðal fyrirtækja sem leiða umhverfisvæna stefnu í bíliðnaði. Hlutabréf í Volkswagen stóð í nærri 164 evrum á hlut fyrir tilkynningu EPA í Bandaríkjunum, en standa nú í 97,75 evrum. Það er hrun sem nemur um 41% á hlutabréfum í Volkswagen. Það þýðir að virði hlutbréfanna hefur fallið um 3.940 milljarða króna frá 18. september og vart er til dæmi um annað eins hrun.
Skandall hjá Volkswagen Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent