Öruggar samgöngur – komum heil heim Þórólfur Árnason skrifar 16. október 2015 07:00 Stefnumark okkar allra hvern einasta dag, í hverri einustu ferð, er að koma heil heim. Ásetningur um slysalausar samgöngur, þar sem engir mannskaðar verða á Íslandi, verður ætíð að vera okkur efst í huga. Sú neytendavernd og öryggi sem Samgöngustofa vinnur að með réttri skráningu samgöngutækja og skoðun þeirra, eftirliti með menntun og hæfni þeirra sem stýra tækjum og búnaði og leyfisveitingum til rekstraraðila er mikilvæg. Ekki hvað síst er varðar alþjóðlega samkeppnishæfni þjóðarinnar með gagnkvæmum viðurkenningum á flutningatækjum og skírteinum einstaklinga. Fiskveiðar, ferðaþjónusta eða flutningastarfsemi væru ekki jafn öflug á Íslandi ef ekki væri unnið samkvæmt alþjóðlegum reglum og samkvæmt samningum sem íslenska ríkið hefur undirgengist. Í mörgum tilvikum sér Samgöngustofa síðan um framkvæmd þessara alþjóðlegu reglna og samninga.Nýjar áherslur um aukna samvinnu Stofnun Samgöngustofu hefur falið í sér mikil tækifæri, m.a. um samnýtingu fjölbreyttrar þekkingar til aukins öryggis fyrir allar greinar samgangna. Nýjar áherslur um aukna samvinnu við atvinnulíf og rekstraraðila á þessum vettvangi hafa verið í mótun. Alþjóðlegar kröfur um öryggi í samgöngum byggjast í ríkari mæli á því að skráning atvika og frávika eigi sér stað, þau séu greind og viðbragð síðan ráðið í framhaldinu. Slíkt viðbragð getur vissulega verið tillögur að nýjum eða hertum öryggisreglum en ekki síður umbótaferli í vinnubrögðum, fræðslu og forvörnum. Með samvinnu og skilvirkni að leiðarljósi færumst við nær sameiginlegu markmiði um öruggar samgöngur. Mikilvægur liður í því er ábyrgð þeirra sem hanna og reka samgöngumannvirki eða farartæki eða stjórna þeim, en ekki ógnandi refsivöndur eftirlitsaðila.Samvinnan skilar sér Vitundarvakning umliðinna ára hefur bjargað fjölda mannslífa, á sjó, landi og í lofti. Tækniþróun, skýrari umgjörð og ekki síst fræðsla og forvarnarstarf er meðal þess sem hefur breytt viðmiðum til hins betra. Banaslys eru ekki náttúrulögmál og mannskaðar ekki eðlilegur fórnarkostnaður. Nauðsyn sameiginlegrar sýnar um heildstæðar, öruggar samgöngur hefur aldrei fyrr verið jafn aðkallandi og með ábyrgri hegðun getum við öll lagt hönd á plóg. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórólfur Árnason Mest lesið Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson Skoðun Ferðalag úr fangelsi hugans Sigurður Árni Reynisson Skoðun 50 þúsund nýir íbúar – Hvernig tryggjum við samheldni? Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Átta atriði sem sýna fram á vanda hávaxtastefnunnar Halla Gunnarsdóttir Skoðun Hraðahindranir fyrir strætó Sveinn Ólafsson Skoðun Að setjast í fyrsta sinn á skólabekk Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon skrifar Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Átta atriði sem sýna fram á vanda hávaxtastefnunnar Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 50 þúsund nýir íbúar – Hvernig tryggjum við samheldni? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í fyrsta sæti í Kópavogi Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að setjast í fyrsta sinn á skólabekk Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ferðalag úr fangelsi hugans Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hraðahindranir fyrir strætó Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Íslenzkir sambandsríkissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Garðurinn okkar fyllist af illgresi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Nýtt landsframlag – og hvað svo? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Fágætir dýrgripir í Vestmannaeyjum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Er einnig von á góðakstri Strætó í ár? Stefán Hrafn Jónsson skrifar Skoðun Ferðumst saman í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Þúsundir barna bætast við umferðina Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þau sem hlaupa í átt að hættunni þegar aðrir flýja Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Öndum rólega Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Réttur barna versus veruleiki Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson skrifar Skoðun Við lifum ekki á tíma fasisma Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar Skoðun Ætlar ríkið að stuðla að aukinni tóbaksneyslu á Íslandi? Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Bílastæðavandi í Reykjavík – tími til aðgerða Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Þakkir til Sivjar Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason skrifar Sjá meira
Stefnumark okkar allra hvern einasta dag, í hverri einustu ferð, er að koma heil heim. Ásetningur um slysalausar samgöngur, þar sem engir mannskaðar verða á Íslandi, verður ætíð að vera okkur efst í huga. Sú neytendavernd og öryggi sem Samgöngustofa vinnur að með réttri skráningu samgöngutækja og skoðun þeirra, eftirliti með menntun og hæfni þeirra sem stýra tækjum og búnaði og leyfisveitingum til rekstraraðila er mikilvæg. Ekki hvað síst er varðar alþjóðlega samkeppnishæfni þjóðarinnar með gagnkvæmum viðurkenningum á flutningatækjum og skírteinum einstaklinga. Fiskveiðar, ferðaþjónusta eða flutningastarfsemi væru ekki jafn öflug á Íslandi ef ekki væri unnið samkvæmt alþjóðlegum reglum og samkvæmt samningum sem íslenska ríkið hefur undirgengist. Í mörgum tilvikum sér Samgöngustofa síðan um framkvæmd þessara alþjóðlegu reglna og samninga.Nýjar áherslur um aukna samvinnu Stofnun Samgöngustofu hefur falið í sér mikil tækifæri, m.a. um samnýtingu fjölbreyttrar þekkingar til aukins öryggis fyrir allar greinar samgangna. Nýjar áherslur um aukna samvinnu við atvinnulíf og rekstraraðila á þessum vettvangi hafa verið í mótun. Alþjóðlegar kröfur um öryggi í samgöngum byggjast í ríkari mæli á því að skráning atvika og frávika eigi sér stað, þau séu greind og viðbragð síðan ráðið í framhaldinu. Slíkt viðbragð getur vissulega verið tillögur að nýjum eða hertum öryggisreglum en ekki síður umbótaferli í vinnubrögðum, fræðslu og forvörnum. Með samvinnu og skilvirkni að leiðarljósi færumst við nær sameiginlegu markmiði um öruggar samgöngur. Mikilvægur liður í því er ábyrgð þeirra sem hanna og reka samgöngumannvirki eða farartæki eða stjórna þeim, en ekki ógnandi refsivöndur eftirlitsaðila.Samvinnan skilar sér Vitundarvakning umliðinna ára hefur bjargað fjölda mannslífa, á sjó, landi og í lofti. Tækniþróun, skýrari umgjörð og ekki síst fræðsla og forvarnarstarf er meðal þess sem hefur breytt viðmiðum til hins betra. Banaslys eru ekki náttúrulögmál og mannskaðar ekki eðlilegur fórnarkostnaður. Nauðsyn sameiginlegrar sýnar um heildstæðar, öruggar samgöngur hefur aldrei fyrr verið jafn aðkallandi og með ábyrgri hegðun getum við öll lagt hönd á plóg.
Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar
Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar