Öruggar samgöngur – komum heil heim Þórólfur Árnason skrifar 16. október 2015 07:00 Stefnumark okkar allra hvern einasta dag, í hverri einustu ferð, er að koma heil heim. Ásetningur um slysalausar samgöngur, þar sem engir mannskaðar verða á Íslandi, verður ætíð að vera okkur efst í huga. Sú neytendavernd og öryggi sem Samgöngustofa vinnur að með réttri skráningu samgöngutækja og skoðun þeirra, eftirliti með menntun og hæfni þeirra sem stýra tækjum og búnaði og leyfisveitingum til rekstraraðila er mikilvæg. Ekki hvað síst er varðar alþjóðlega samkeppnishæfni þjóðarinnar með gagnkvæmum viðurkenningum á flutningatækjum og skírteinum einstaklinga. Fiskveiðar, ferðaþjónusta eða flutningastarfsemi væru ekki jafn öflug á Íslandi ef ekki væri unnið samkvæmt alþjóðlegum reglum og samkvæmt samningum sem íslenska ríkið hefur undirgengist. Í mörgum tilvikum sér Samgöngustofa síðan um framkvæmd þessara alþjóðlegu reglna og samninga.Nýjar áherslur um aukna samvinnu Stofnun Samgöngustofu hefur falið í sér mikil tækifæri, m.a. um samnýtingu fjölbreyttrar þekkingar til aukins öryggis fyrir allar greinar samgangna. Nýjar áherslur um aukna samvinnu við atvinnulíf og rekstraraðila á þessum vettvangi hafa verið í mótun. Alþjóðlegar kröfur um öryggi í samgöngum byggjast í ríkari mæli á því að skráning atvika og frávika eigi sér stað, þau séu greind og viðbragð síðan ráðið í framhaldinu. Slíkt viðbragð getur vissulega verið tillögur að nýjum eða hertum öryggisreglum en ekki síður umbótaferli í vinnubrögðum, fræðslu og forvörnum. Með samvinnu og skilvirkni að leiðarljósi færumst við nær sameiginlegu markmiði um öruggar samgöngur. Mikilvægur liður í því er ábyrgð þeirra sem hanna og reka samgöngumannvirki eða farartæki eða stjórna þeim, en ekki ógnandi refsivöndur eftirlitsaðila.Samvinnan skilar sér Vitundarvakning umliðinna ára hefur bjargað fjölda mannslífa, á sjó, landi og í lofti. Tækniþróun, skýrari umgjörð og ekki síst fræðsla og forvarnarstarf er meðal þess sem hefur breytt viðmiðum til hins betra. Banaslys eru ekki náttúrulögmál og mannskaðar ekki eðlilegur fórnarkostnaður. Nauðsyn sameiginlegrar sýnar um heildstæðar, öruggar samgöngur hefur aldrei fyrr verið jafn aðkallandi og með ábyrgri hegðun getum við öll lagt hönd á plóg. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórólfur Árnason Mest lesið Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun Gangast við mistökum Júlíus Birgir Jóhannsson Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Lífsnauðsynlegt aðgengi Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson Skoðun Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Að vilja meira og meira, meira í dag en í gær Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Sjálfboðaliðinn er hornsteinninn Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Gangast við mistökum Júlíus Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir skrifar Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson skrifar Skoðun Lífsnauðsynlegt aðgengi Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Sama steypan Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi gagnvart eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson skrifar Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Framtíð safna í ferðaþjónustu Guðrún D. Whitehead skrifar Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga skrifar Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Sjá meira
Stefnumark okkar allra hvern einasta dag, í hverri einustu ferð, er að koma heil heim. Ásetningur um slysalausar samgöngur, þar sem engir mannskaðar verða á Íslandi, verður ætíð að vera okkur efst í huga. Sú neytendavernd og öryggi sem Samgöngustofa vinnur að með réttri skráningu samgöngutækja og skoðun þeirra, eftirliti með menntun og hæfni þeirra sem stýra tækjum og búnaði og leyfisveitingum til rekstraraðila er mikilvæg. Ekki hvað síst er varðar alþjóðlega samkeppnishæfni þjóðarinnar með gagnkvæmum viðurkenningum á flutningatækjum og skírteinum einstaklinga. Fiskveiðar, ferðaþjónusta eða flutningastarfsemi væru ekki jafn öflug á Íslandi ef ekki væri unnið samkvæmt alþjóðlegum reglum og samkvæmt samningum sem íslenska ríkið hefur undirgengist. Í mörgum tilvikum sér Samgöngustofa síðan um framkvæmd þessara alþjóðlegu reglna og samninga.Nýjar áherslur um aukna samvinnu Stofnun Samgöngustofu hefur falið í sér mikil tækifæri, m.a. um samnýtingu fjölbreyttrar þekkingar til aukins öryggis fyrir allar greinar samgangna. Nýjar áherslur um aukna samvinnu við atvinnulíf og rekstraraðila á þessum vettvangi hafa verið í mótun. Alþjóðlegar kröfur um öryggi í samgöngum byggjast í ríkari mæli á því að skráning atvika og frávika eigi sér stað, þau séu greind og viðbragð síðan ráðið í framhaldinu. Slíkt viðbragð getur vissulega verið tillögur að nýjum eða hertum öryggisreglum en ekki síður umbótaferli í vinnubrögðum, fræðslu og forvörnum. Með samvinnu og skilvirkni að leiðarljósi færumst við nær sameiginlegu markmiði um öruggar samgöngur. Mikilvægur liður í því er ábyrgð þeirra sem hanna og reka samgöngumannvirki eða farartæki eða stjórna þeim, en ekki ógnandi refsivöndur eftirlitsaðila.Samvinnan skilar sér Vitundarvakning umliðinna ára hefur bjargað fjölda mannslífa, á sjó, landi og í lofti. Tækniþróun, skýrari umgjörð og ekki síst fræðsla og forvarnarstarf er meðal þess sem hefur breytt viðmiðum til hins betra. Banaslys eru ekki náttúrulögmál og mannskaðar ekki eðlilegur fórnarkostnaður. Nauðsyn sameiginlegrar sýnar um heildstæðar, öruggar samgöngur hefur aldrei fyrr verið jafn aðkallandi og með ábyrgri hegðun getum við öll lagt hönd á plóg.
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun
Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar
Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar
Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun
Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun