Gunnar: Það er slæm þróun að íslensk lið taki ekki þátt Henry Birgir Gunnarsson skrifar 16. október 2015 07:00 Gunnar Magnússon er hér með strákana á bak við sig, klára í slaginn gegn makedónska liðinu. vísir/vilhelm Það fara fram þrír Evrópuleikir á Íslandi í kvöld. Kvennalið Fram tekur á móti bosníska liðinu Grude Autoherc í EHF-bikarnum, karlalið ÍBV tekur á móti ísraelska liðinu Hapoel Ramat Gan í Áskorendakeppni Evrópu og loks taka Íslandsmeistarar Hauka á móti makedónska liðinu HC Zomimak í EHF-bikarnum. Þetta er gríðarsterkt lið. Það þriðja besta í Makedóníu á eftir Vardar og Metalurg. Haukar spila báða leikina á heimavelli en seinni leikurinn fer fram á morgun. „Þeir eru ekki eins sterkir á útivelli og við erum mjög fegnir að sleppa við leikinn í Makedóníu,“ segir Gunnar Magnússon, þjálfari Hauka, en hann segir Hauka koma betur úr því fjárhagslega að kaupa leikinn en fara út. Olís-deildin er samkvæmt styrkleikalista EHF í ruslflokki. Situr þar í 36. sæti og aðeins fjórar deildir eru taldar vera lakari. Kýpur er meðal annars talið vera með sterkari deild. Makedónska deildin er í 8. sæti þessa lista. Kemur þar margt til og meðal annars að íslensku liðin eru ekki að nýta þátttökurétt sinn í þessum keppnum. „Mér finnst þetta vera slæm þróun. Íslensku liðin verða að rífa sig upp í þessum málum. Það eru til að mynda aðeins tvö af fjórum liðum sem unnu sér þátttökurétt í ár að taka þátt,“ segir Gunnar ómyrkur í máli en hann skilur ekki forgangsröðunina hjá sumum félögum. „Vissulega er þetta kostnaðarsamt en á móti kemur að sum lið fara í æfingaferðir til Spánar fyrir mót. Persónulega finnst mér Evrópukeppnin skila miklu meiru. Við erum vonandi að búa til landsliðsmenn og atvinnumenn. Við erum alltaf að spila við sömu liðin hér heima og nauðsynlegt að fá að spila við önnur lið.“ Deildin hér heima hefur verið að veikjast og ungir leikmenn tínast út ár eftir ár. Fyrir ekki svo mörgum árum voru þeir jafnvel lengur enda voru þá Haukar til að mynda að taka þátt í Meistaradeildinni og spila við lið eins og Barcelona og Veszprém. „Það verður að búa til umgjörð fyrir þessa ungu drengi svo þeir vilji vera lengur í íslenska boltanum. Þar skiptir Evrópukeppnin miklu máli. Þessi staða er ekki góð.“ Íslenski handboltinn Mest lesið Harmleikur á Bretlandi: „Hann var frábær faðir“ Sport Vinirnir vara Tiger við en honum er skítsama Golf Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Körfubolti Bjuggust alls ekki við þessu af Bergrós: „Hún var alveg ótrúleg“ Sport Hetja Breiðabliks lá á gjörgæslu í eina viku: „Þakklátur fyrir heilsuna“ Íslenski boltinn Sjáðu mörkin og Hödda Magg missa sig yfir besta einvígi ársins Fótbolti Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Handbolti „Fótboltinn var grimmur við okkur“ Fótbolti „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Handbolti Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum Handbolti Fleiri fréttir Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Aldís Ásta frábær í fyrsta úrslitaleiknum um titilinn Haukakonur í lokaúrslitin á móti Val Bjarki kallaður inn í landsliðið Sólveig Lára hætt með ÍR Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur Sjá meira
Það fara fram þrír Evrópuleikir á Íslandi í kvöld. Kvennalið Fram tekur á móti bosníska liðinu Grude Autoherc í EHF-bikarnum, karlalið ÍBV tekur á móti ísraelska liðinu Hapoel Ramat Gan í Áskorendakeppni Evrópu og loks taka Íslandsmeistarar Hauka á móti makedónska liðinu HC Zomimak í EHF-bikarnum. Þetta er gríðarsterkt lið. Það þriðja besta í Makedóníu á eftir Vardar og Metalurg. Haukar spila báða leikina á heimavelli en seinni leikurinn fer fram á morgun. „Þeir eru ekki eins sterkir á útivelli og við erum mjög fegnir að sleppa við leikinn í Makedóníu,“ segir Gunnar Magnússon, þjálfari Hauka, en hann segir Hauka koma betur úr því fjárhagslega að kaupa leikinn en fara út. Olís-deildin er samkvæmt styrkleikalista EHF í ruslflokki. Situr þar í 36. sæti og aðeins fjórar deildir eru taldar vera lakari. Kýpur er meðal annars talið vera með sterkari deild. Makedónska deildin er í 8. sæti þessa lista. Kemur þar margt til og meðal annars að íslensku liðin eru ekki að nýta þátttökurétt sinn í þessum keppnum. „Mér finnst þetta vera slæm þróun. Íslensku liðin verða að rífa sig upp í þessum málum. Það eru til að mynda aðeins tvö af fjórum liðum sem unnu sér þátttökurétt í ár að taka þátt,“ segir Gunnar ómyrkur í máli en hann skilur ekki forgangsröðunina hjá sumum félögum. „Vissulega er þetta kostnaðarsamt en á móti kemur að sum lið fara í æfingaferðir til Spánar fyrir mót. Persónulega finnst mér Evrópukeppnin skila miklu meiru. Við erum vonandi að búa til landsliðsmenn og atvinnumenn. Við erum alltaf að spila við sömu liðin hér heima og nauðsynlegt að fá að spila við önnur lið.“ Deildin hér heima hefur verið að veikjast og ungir leikmenn tínast út ár eftir ár. Fyrir ekki svo mörgum árum voru þeir jafnvel lengur enda voru þá Haukar til að mynda að taka þátt í Meistaradeildinni og spila við lið eins og Barcelona og Veszprém. „Það verður að búa til umgjörð fyrir þessa ungu drengi svo þeir vilji vera lengur í íslenska boltanum. Þar skiptir Evrópukeppnin miklu máli. Þessi staða er ekki góð.“
Íslenski handboltinn Mest lesið Harmleikur á Bretlandi: „Hann var frábær faðir“ Sport Vinirnir vara Tiger við en honum er skítsama Golf Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Körfubolti Bjuggust alls ekki við þessu af Bergrós: „Hún var alveg ótrúleg“ Sport Hetja Breiðabliks lá á gjörgæslu í eina viku: „Þakklátur fyrir heilsuna“ Íslenski boltinn Sjáðu mörkin og Hödda Magg missa sig yfir besta einvígi ársins Fótbolti Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Handbolti „Fótboltinn var grimmur við okkur“ Fótbolti „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Handbolti Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum Handbolti Fleiri fréttir Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Aldís Ásta frábær í fyrsta úrslitaleiknum um titilinn Haukakonur í lokaúrslitin á móti Val Bjarki kallaður inn í landsliðið Sólveig Lára hætt með ÍR Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur Sjá meira
Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita