Silfurrefurinn 76 ára í dag Ritstjórn skrifar 14. október 2015 15:30 Bandaríski fatahönnuðurinn Ralph Lauren fagnar 76 ára afmæli sínu í dag. Ralph, sem heitir í alvöru Raplh Lifshitz er fæddur í Bronx í New York þann 14. október 1939. Flestir tengja hann við polo bolina sívinsælu, en færri vita að hann hóf feril sinn á því að hanna hálsbindi. Í menntaskóla var hann þekktur meðal skólafélaganna fyrir að selja þeim hálsbindi, en eftir að hafa gegnt herskyldu um 24 ára aldur fór hann að vinna sem sölumaður hjá Brooks Brothers. Hann hóf svo að hanna sín eigin bindi, sem hann að lokum kom í sölu hjá Neiman Marcus. Árið 1967 stofnaði hann sitt eigið merki, Polo, og seldi bindi undir því merki og um 1970 kom fyrsta kvenlína hans út. 1974 hannaði hann búninga fyrir kvikmyndina The Great Gatsby með Robert Redford í aðalhlutverki. Ralph er giftur Ricky Anne Loew-Beer og eiga þau saman þrjú börn. Hans þekktasta lína hingað til er safari línan, sem hann gerði árið 1983. Var hún innblásin af Afríku og safari ferðum, en hönnuðurinn hafði þó aldrei komið til Afríku þegar línan var gerð. Síðan þá hefur þetta þema verið vinsælt hjá honum og oftar en ekki innblásturinn að nýjum línum. Ralph er mikill aðdáandi Downton Abbey þáttanna, og er líklegt að hann heillist af búningum þáttanna. Eins og flestir muna lék Ralph sjálfan sig í sjónvarpsþáttunum Friends, þegar vinsældir merkisins voru hvað mestar. Ralph tilkynnti þann 29. september 2015 að hann ætlaði að hætta sem forstjóri fyrirtækisins, en þó starfa áfram sem listrænn stjórnandi þess. Ralph Lauren F/W 2015 Glamour Tíska Mest lesið Emma Watson sigraði fyrstu kynlausu MTV verðlaunin Glamour Fetar í fótspor stóru systur Glamour Tommy Ton opnar eigin vefsíðu Glamour Dior bauð í lestarferð og kastalaheimsókn Glamour Skærrauðar varir fyrir næsta sumar Glamour Ný lína 66°NORTH x Soulland Glamour Brad Pitt og Sienna Miller nýjasta stjörnuparið? Glamour Blúndu-leggir og þykkar kápur Glamour Jaden Smith auglýsir kvenlínu Louis Vuitton Glamour Blake Lively á forsíðu Glamour Glamour
Bandaríski fatahönnuðurinn Ralph Lauren fagnar 76 ára afmæli sínu í dag. Ralph, sem heitir í alvöru Raplh Lifshitz er fæddur í Bronx í New York þann 14. október 1939. Flestir tengja hann við polo bolina sívinsælu, en færri vita að hann hóf feril sinn á því að hanna hálsbindi. Í menntaskóla var hann þekktur meðal skólafélaganna fyrir að selja þeim hálsbindi, en eftir að hafa gegnt herskyldu um 24 ára aldur fór hann að vinna sem sölumaður hjá Brooks Brothers. Hann hóf svo að hanna sín eigin bindi, sem hann að lokum kom í sölu hjá Neiman Marcus. Árið 1967 stofnaði hann sitt eigið merki, Polo, og seldi bindi undir því merki og um 1970 kom fyrsta kvenlína hans út. 1974 hannaði hann búninga fyrir kvikmyndina The Great Gatsby með Robert Redford í aðalhlutverki. Ralph er giftur Ricky Anne Loew-Beer og eiga þau saman þrjú börn. Hans þekktasta lína hingað til er safari línan, sem hann gerði árið 1983. Var hún innblásin af Afríku og safari ferðum, en hönnuðurinn hafði þó aldrei komið til Afríku þegar línan var gerð. Síðan þá hefur þetta þema verið vinsælt hjá honum og oftar en ekki innblásturinn að nýjum línum. Ralph er mikill aðdáandi Downton Abbey þáttanna, og er líklegt að hann heillist af búningum þáttanna. Eins og flestir muna lék Ralph sjálfan sig í sjónvarpsþáttunum Friends, þegar vinsældir merkisins voru hvað mestar. Ralph tilkynnti þann 29. september 2015 að hann ætlaði að hætta sem forstjóri fyrirtækisins, en þó starfa áfram sem listrænn stjórnandi þess. Ralph Lauren F/W 2015
Glamour Tíska Mest lesið Emma Watson sigraði fyrstu kynlausu MTV verðlaunin Glamour Fetar í fótspor stóru systur Glamour Tommy Ton opnar eigin vefsíðu Glamour Dior bauð í lestarferð og kastalaheimsókn Glamour Skærrauðar varir fyrir næsta sumar Glamour Ný lína 66°NORTH x Soulland Glamour Brad Pitt og Sienna Miller nýjasta stjörnuparið? Glamour Blúndu-leggir og þykkar kápur Glamour Jaden Smith auglýsir kvenlínu Louis Vuitton Glamour Blake Lively á forsíðu Glamour Glamour