Írakar tilbúnir til að reka ISIS frá Ramadi Samúel Karl Ólason skrifar 13. október 2015 19:45 Íraskir hermenn og vopnaðar sveitir hliðhollar yfirvöldum í Bagdad sitja nú um Ramadi. Vísir/AFP Íraski herinn er nú tilbúinn til að sækja að borginni Ramadi og reka vígamenn Íslamska ríkisins þaðan. Eftir margra mánaða undirbúning og hundruð loftárása segir yfirmaður í bandaríska hernum að nú séu réttu aðstæðurnar til staðar. Ramadi er höfuðborg Anbar héraðs og féll í hendur ISIS í maí. Það var stærsti sigur samtakanna í Írak frá því að þeir tóku yfir stór svæði í norður- og vesturhluta landsins um sumarið 2014. Upprunalega stóð til að gera gagnárás í Ramadi í júlí, en þeirri sókn hefur verið frestað ítekað. Samkvæmt AP fréttaveitunni var það vegna notkunar ISIS á jarðsprengjum og deilna innan stjórnvalda landsins. Síðustu tvo daga hafa Bandaríkin gert 52 loftárásir en frá því í júlí hafa árásirnar verið 292. Steve Warren segir að hundruð vígamanna hafi fallið í árásunum, en áætlað sé að nú séu frá 600 til þúsund vígamenn í Ramadi. Íraskir hermenn hafa í raun umkringt borgina og talið er að um tíu þúsund hermenn muni taka þátt í árásinni. Mið-Austurlönd Tengdar fréttir Ár frá falli Mosul Fall borgarinnar er álitið upphaf leiftursóknar ISIS inn í Írak. 9. júní 2015 15:30 Sautján loftárásir frá mánudegi Bandaríkin og bandamenn þeirra varpa sprengjum á ISIS í Írak og Sýrlandi. 24. júní 2015 07:00 Leynivopn Íslamska ríkisins Marga af hernaðarsigrum Íslamska ríkisins má rekja til sérstakrar sveitar manna með skær blá bönd um höfuð sér. 8. júlí 2015 12:15 Íraski herinn sagður vanbúinn og ófús Írakar hefja gagnsókn í von um að taka Ramadi aftur úr höndum Íslamska ríkisins, sem náði borginni í síðustu viku eftir litla mótstöðu Írakshers. Bandaríkjaher, Íransstjórn og Íraksstjórn skiptast á ásökunum um orsakir falls borgarinnar. 27. maí 2015 09:30 Ætla sér að reka ISIS úr Anbar héraði Talsmaður stjórnvalda í Írak segir að vopnaðar sveitir sjíta verði ekki lengi að hertaka héraðið. 26. maí 2015 12:30 ISIS-liðar hafa gengið berserksgang í Ramadi Liðsmenn Íslamska ríkisins náðu borginni Ramadi á sunnudag. 25 þúsund hafa flúið borgina. Sameinuðu þjóðirnar skortir fjármagn til að hjálpa flóttamönnum. Bandaríkjamenn segja sigurinn ekki marka viðsnúning. 20. maí 2015 07:00 ISIS-liðar undirbúa sig fyrir vörn Ramadi Yfirvöld í Írak hafa sent þúsundir manna til borgarinnar sem safnast nú saman og undirbúa árás. 19. maí 2015 15:21 ISIS nota vatn sem vopn Loka á vatnsflæði til svæða í Anbar héraði sem stjórnvöld ráða yfir. 4. júní 2015 15:22 Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Innlent Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Erlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Innlent Alelda bíll á Emstruleið Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Fleiri fréttir Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Sjá meira
Íraski herinn er nú tilbúinn til að sækja að borginni Ramadi og reka vígamenn Íslamska ríkisins þaðan. Eftir margra mánaða undirbúning og hundruð loftárása segir yfirmaður í bandaríska hernum að nú séu réttu aðstæðurnar til staðar. Ramadi er höfuðborg Anbar héraðs og féll í hendur ISIS í maí. Það var stærsti sigur samtakanna í Írak frá því að þeir tóku yfir stór svæði í norður- og vesturhluta landsins um sumarið 2014. Upprunalega stóð til að gera gagnárás í Ramadi í júlí, en þeirri sókn hefur verið frestað ítekað. Samkvæmt AP fréttaveitunni var það vegna notkunar ISIS á jarðsprengjum og deilna innan stjórnvalda landsins. Síðustu tvo daga hafa Bandaríkin gert 52 loftárásir en frá því í júlí hafa árásirnar verið 292. Steve Warren segir að hundruð vígamanna hafi fallið í árásunum, en áætlað sé að nú séu frá 600 til þúsund vígamenn í Ramadi. Íraskir hermenn hafa í raun umkringt borgina og talið er að um tíu þúsund hermenn muni taka þátt í árásinni.
Mið-Austurlönd Tengdar fréttir Ár frá falli Mosul Fall borgarinnar er álitið upphaf leiftursóknar ISIS inn í Írak. 9. júní 2015 15:30 Sautján loftárásir frá mánudegi Bandaríkin og bandamenn þeirra varpa sprengjum á ISIS í Írak og Sýrlandi. 24. júní 2015 07:00 Leynivopn Íslamska ríkisins Marga af hernaðarsigrum Íslamska ríkisins má rekja til sérstakrar sveitar manna með skær blá bönd um höfuð sér. 8. júlí 2015 12:15 Íraski herinn sagður vanbúinn og ófús Írakar hefja gagnsókn í von um að taka Ramadi aftur úr höndum Íslamska ríkisins, sem náði borginni í síðustu viku eftir litla mótstöðu Írakshers. Bandaríkjaher, Íransstjórn og Íraksstjórn skiptast á ásökunum um orsakir falls borgarinnar. 27. maí 2015 09:30 Ætla sér að reka ISIS úr Anbar héraði Talsmaður stjórnvalda í Írak segir að vopnaðar sveitir sjíta verði ekki lengi að hertaka héraðið. 26. maí 2015 12:30 ISIS-liðar hafa gengið berserksgang í Ramadi Liðsmenn Íslamska ríkisins náðu borginni Ramadi á sunnudag. 25 þúsund hafa flúið borgina. Sameinuðu þjóðirnar skortir fjármagn til að hjálpa flóttamönnum. Bandaríkjamenn segja sigurinn ekki marka viðsnúning. 20. maí 2015 07:00 ISIS-liðar undirbúa sig fyrir vörn Ramadi Yfirvöld í Írak hafa sent þúsundir manna til borgarinnar sem safnast nú saman og undirbúa árás. 19. maí 2015 15:21 ISIS nota vatn sem vopn Loka á vatnsflæði til svæða í Anbar héraði sem stjórnvöld ráða yfir. 4. júní 2015 15:22 Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Innlent Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Erlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Innlent Alelda bíll á Emstruleið Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Fleiri fréttir Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Sjá meira
Ár frá falli Mosul Fall borgarinnar er álitið upphaf leiftursóknar ISIS inn í Írak. 9. júní 2015 15:30
Sautján loftárásir frá mánudegi Bandaríkin og bandamenn þeirra varpa sprengjum á ISIS í Írak og Sýrlandi. 24. júní 2015 07:00
Leynivopn Íslamska ríkisins Marga af hernaðarsigrum Íslamska ríkisins má rekja til sérstakrar sveitar manna með skær blá bönd um höfuð sér. 8. júlí 2015 12:15
Íraski herinn sagður vanbúinn og ófús Írakar hefja gagnsókn í von um að taka Ramadi aftur úr höndum Íslamska ríkisins, sem náði borginni í síðustu viku eftir litla mótstöðu Írakshers. Bandaríkjaher, Íransstjórn og Íraksstjórn skiptast á ásökunum um orsakir falls borgarinnar. 27. maí 2015 09:30
Ætla sér að reka ISIS úr Anbar héraði Talsmaður stjórnvalda í Írak segir að vopnaðar sveitir sjíta verði ekki lengi að hertaka héraðið. 26. maí 2015 12:30
ISIS-liðar hafa gengið berserksgang í Ramadi Liðsmenn Íslamska ríkisins náðu borginni Ramadi á sunnudag. 25 þúsund hafa flúið borgina. Sameinuðu þjóðirnar skortir fjármagn til að hjálpa flóttamönnum. Bandaríkjamenn segja sigurinn ekki marka viðsnúning. 20. maí 2015 07:00
ISIS-liðar undirbúa sig fyrir vörn Ramadi Yfirvöld í Írak hafa sent þúsundir manna til borgarinnar sem safnast nú saman og undirbúa árás. 19. maí 2015 15:21
ISIS nota vatn sem vopn Loka á vatnsflæði til svæða í Anbar héraði sem stjórnvöld ráða yfir. 4. júní 2015 15:22