Áleitinn, kraftmikill og jafnvel lágstemmdur djass 13. október 2015 09:45 Félagarnir í Q56 ætla bæði að taka gamla standarda og spánýtt efni. Kvartettinn Q56 kemur fram á djasskvöldi á Kexi Hosteli á Skúlagötu 28 í kvöld, þriðjudaginn 13. október. Þar ætlar hann að vera með áleitinn og kraftmikinn en líka jafnvel lágstemmdan djass, að sögn Kára Ibsen trommuleikara. „Þannig að allir ættu að fá eitthvað við sitt hæfi, sem á annað borð fíla djass,“ segir hann og lofar að sígræn amerísk sönglög og spánýtt efni, ættað frá löndum beggja vegna Atlantshafsins, verði á boðstólum. Auk Kára skipa kvartettinn þeir Andrés Þór Gunnlaugsson á gítar, Steinar Sigurðarson á saxófón og Þorgrímur Jónsson á kontrabassa. Kári segir kvartettinn hafa verið til allt frá aldamótum. „Við Steinar höfum verið með allan tímann, aðrir hafa aðeins verið rokkandi, Þorgrímur fór til dæmis í nám erlendis á tímabili og aðrir hlupu í skarðið. En það verður enginn ríkur á að spila djass. Við gerum þetta mest ánægjunnar vegna. Það er ekki þannig að djassarar hittist þegar þeir eru orðnir blankir og ákveði að taka svosem eitt gigg til að bæta fjárhaginn.“Tónleikarnir hefjast klukkan 20.30 og aðgangur er ókeypis. Menning Mest lesið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Lífið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Lífið Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Lífið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Hver er Endakallinn frá Ibiza? Lífið Bay segir skilið við Smith Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Lífið Fleiri fréttir Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
Kvartettinn Q56 kemur fram á djasskvöldi á Kexi Hosteli á Skúlagötu 28 í kvöld, þriðjudaginn 13. október. Þar ætlar hann að vera með áleitinn og kraftmikinn en líka jafnvel lágstemmdan djass, að sögn Kára Ibsen trommuleikara. „Þannig að allir ættu að fá eitthvað við sitt hæfi, sem á annað borð fíla djass,“ segir hann og lofar að sígræn amerísk sönglög og spánýtt efni, ættað frá löndum beggja vegna Atlantshafsins, verði á boðstólum. Auk Kára skipa kvartettinn þeir Andrés Þór Gunnlaugsson á gítar, Steinar Sigurðarson á saxófón og Þorgrímur Jónsson á kontrabassa. Kári segir kvartettinn hafa verið til allt frá aldamótum. „Við Steinar höfum verið með allan tímann, aðrir hafa aðeins verið rokkandi, Þorgrímur fór til dæmis í nám erlendis á tímabili og aðrir hlupu í skarðið. En það verður enginn ríkur á að spila djass. Við gerum þetta mest ánægjunnar vegna. Það er ekki þannig að djassarar hittist þegar þeir eru orðnir blankir og ákveði að taka svosem eitt gigg til að bæta fjárhaginn.“Tónleikarnir hefjast klukkan 20.30 og aðgangur er ókeypis.
Menning Mest lesið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Lífið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Lífið Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Lífið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Hver er Endakallinn frá Ibiza? Lífið Bay segir skilið við Smith Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Lífið Fleiri fréttir Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira