Varaformaður demókrata ekki velkominn á kappræðurnar í kvöld Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 13. október 2015 07:00 Tulsi Gabbard er ekki lengur velkomin á kappræður forsetaframbjóðandaefna Demókrataflokksins vegna mótmæla. Nordicphotos/AFP Tulsi Gabbard, varaformaður landssambands Demókrataflokks Bandaríkjanna og fulltrúardeildarþingmaður, er ekki lengur velkomin á kappræður forsetaframbjóðandaefna flokksins sem fara fram í Nevada í kvöld. Flokkurinn dró boðskort hennar til baka í gær eftir að hún kallaði eftir fleiri kappræðum frambjóðenda.Bernie Sanders hefur sótt í sig veðrið og mælist nú með meira fylgi en Clinton í tveimur fylkjum hið minnsta.Nordicphotos/AFPVilja sjá fleiri kappræður Tveir frambjóðenda flokksins, Bernie Sanders og Martin O'Malley, hafa mikið gagnrýnt hve fáar kappræður verða haldnar milli frambjóðenda, sex talsins, og benda á að átta árum fyrr, síðast þegar halda þurfti forkosningar, hafi þær verið 26. Þá hafa kjósendur mótmælt fyrirkomulaginu af tveimur ástæðum. Annars vegar munu frambjóðendur Repúblikanaflokksins fá fleiri kappræður til að kynna stefnumál sín, ellefu talsins, þar af tvennar sem þegar hafa farið fram. Hins vegar hefur því verið haldið fram, einna helst af stuðningsmönnum annarra frambjóðenda en Hillary Clinton, að færri kappræður þýði færri tækifæri fyrir aðra frambjóðendur til að kynna stefnu sína. Þar af leiðandi er sagt auðveldara fyrir Clinton að verja forskot sitt.Formaðurinn stendur á sínu Engan bilbug er að sjá á Debbie Wasserman Schultz, formanni landssambandsins. Sem formaður hefur Schultz lokaorðið í ákvörðunum sem snúa að kappræðunum. Þrátt fyrir stöðug mótmæli flokksmanna og annarra í flokksforystunni virðist áætlunin ekki í þann mund að breytast. Samkvæmt reglum flokksins mega frambjóðendur ekki taka þátt í öðrum kappræðum en þeim sem landssambandið sér um. Ef frambjóðandi brýtur þá reglu fær hann ekki að taka þátt í stóru, opinberu kappræðunum.Clinton vill verða frambjóðandi demókrata á næsta ári eftir ósigur sinn í forvali demókrata fyrir sjö árum.Vísir/AFPClinton sigurstranglegust Hillary Clinton mælist í aðdraganda kappræðnanna með mest fylgi á landsvísu, 42 prósent, en Sanders mælist næsthæstur með 25 prósent samkvæmt meðaltalsútreikningum Real Clear Politics.Þó er einkar mjótt á munum í fyrsta ríkinu sem kýs í forvali demókrata, Iowa. Meðaltal kannana sýna Clinton með 37 prósenta fylgi en Sanders með 31 prósent. Sú nýlega könnun með stærsta úrtakið sýnir Sanders þó með 43 prósenta fylgi en Hillary með 43 prósent. Næsta fylgi sem kýs er New Hampshire, þar hefur Sanders afgerandi forystu. Hann mælist með 39 prósenta fylgi en Clinton 30 prósent.Kappræður í nótt Fyrstu kappræður frambjóðenda Demókrataflokksins fara fram aðfaranótt miðvikudags í spilavítaborginni Las Vegas í Nevadaríki. Kappræðurnar hefjast klukkan sex um kvöld að staðartíma en tvö um nótt hér á landi. Auk Sanders og Clinton munu þeir Lincoln Chafee, Martin O'Malley og Jim Webb standa á sviðinu og rökræða. Enginn þeirra þriggja mælist yfir einu prósenti í skoðanakönnunum á landsvísu. Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Sanders siglir fram úr Clinton Slagur forsetaframbjóðandaefna demókrata verður æ meira spennandi. 13. ágúst 2015 07:00 Bernie Sanders hefur lykilfylki í greipum sínum Öldungardeildarþingmaðurinn mælist nú með ríflega 9 prósentustiga forskot á helsta keppinaut sinn í New Hampshire. 6. september 2015 17:33 Ung stelpa spurði Clinton hvort kvenkyns forsetar fengju sömu laun og karlar "Forseti er eitt af þeim störfum sem þú verður að borga jafnt fyrir,“ svaraði Hillary. 21. ágúst 2015 22:20 126 fræg styðja Bernie Sanders Leikararnir Will Ferrell og Sarah Silverman, tónlistarmennirnir Hans Zimmer og Serj Tankian og uppfinningamaðurinn Steve Wozniak eru á meðal 126 bandarískra stórstjarna sem skrifuðu undir stuðningsyfirlýsingu við forsetaframbjóðandann Bernie Sanders í gær. 21. september 2015 07:00 Bernie mælist með meira fylgi en Hillary í New Hampshire Bernie Sanders mælist með 44 prósent fylgi en Hillary Clinton 37 prósent. 12. ágúst 2015 12:55 Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Innlent Fleiri fréttir Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Sjá meira
Tulsi Gabbard, varaformaður landssambands Demókrataflokks Bandaríkjanna og fulltrúardeildarþingmaður, er ekki lengur velkomin á kappræður forsetaframbjóðandaefna flokksins sem fara fram í Nevada í kvöld. Flokkurinn dró boðskort hennar til baka í gær eftir að hún kallaði eftir fleiri kappræðum frambjóðenda.Bernie Sanders hefur sótt í sig veðrið og mælist nú með meira fylgi en Clinton í tveimur fylkjum hið minnsta.Nordicphotos/AFPVilja sjá fleiri kappræður Tveir frambjóðenda flokksins, Bernie Sanders og Martin O'Malley, hafa mikið gagnrýnt hve fáar kappræður verða haldnar milli frambjóðenda, sex talsins, og benda á að átta árum fyrr, síðast þegar halda þurfti forkosningar, hafi þær verið 26. Þá hafa kjósendur mótmælt fyrirkomulaginu af tveimur ástæðum. Annars vegar munu frambjóðendur Repúblikanaflokksins fá fleiri kappræður til að kynna stefnumál sín, ellefu talsins, þar af tvennar sem þegar hafa farið fram. Hins vegar hefur því verið haldið fram, einna helst af stuðningsmönnum annarra frambjóðenda en Hillary Clinton, að færri kappræður þýði færri tækifæri fyrir aðra frambjóðendur til að kynna stefnu sína. Þar af leiðandi er sagt auðveldara fyrir Clinton að verja forskot sitt.Formaðurinn stendur á sínu Engan bilbug er að sjá á Debbie Wasserman Schultz, formanni landssambandsins. Sem formaður hefur Schultz lokaorðið í ákvörðunum sem snúa að kappræðunum. Þrátt fyrir stöðug mótmæli flokksmanna og annarra í flokksforystunni virðist áætlunin ekki í þann mund að breytast. Samkvæmt reglum flokksins mega frambjóðendur ekki taka þátt í öðrum kappræðum en þeim sem landssambandið sér um. Ef frambjóðandi brýtur þá reglu fær hann ekki að taka þátt í stóru, opinberu kappræðunum.Clinton vill verða frambjóðandi demókrata á næsta ári eftir ósigur sinn í forvali demókrata fyrir sjö árum.Vísir/AFPClinton sigurstranglegust Hillary Clinton mælist í aðdraganda kappræðnanna með mest fylgi á landsvísu, 42 prósent, en Sanders mælist næsthæstur með 25 prósent samkvæmt meðaltalsútreikningum Real Clear Politics.Þó er einkar mjótt á munum í fyrsta ríkinu sem kýs í forvali demókrata, Iowa. Meðaltal kannana sýna Clinton með 37 prósenta fylgi en Sanders með 31 prósent. Sú nýlega könnun með stærsta úrtakið sýnir Sanders þó með 43 prósenta fylgi en Hillary með 43 prósent. Næsta fylgi sem kýs er New Hampshire, þar hefur Sanders afgerandi forystu. Hann mælist með 39 prósenta fylgi en Clinton 30 prósent.Kappræður í nótt Fyrstu kappræður frambjóðenda Demókrataflokksins fara fram aðfaranótt miðvikudags í spilavítaborginni Las Vegas í Nevadaríki. Kappræðurnar hefjast klukkan sex um kvöld að staðartíma en tvö um nótt hér á landi. Auk Sanders og Clinton munu þeir Lincoln Chafee, Martin O'Malley og Jim Webb standa á sviðinu og rökræða. Enginn þeirra þriggja mælist yfir einu prósenti í skoðanakönnunum á landsvísu.
Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Sanders siglir fram úr Clinton Slagur forsetaframbjóðandaefna demókrata verður æ meira spennandi. 13. ágúst 2015 07:00 Bernie Sanders hefur lykilfylki í greipum sínum Öldungardeildarþingmaðurinn mælist nú með ríflega 9 prósentustiga forskot á helsta keppinaut sinn í New Hampshire. 6. september 2015 17:33 Ung stelpa spurði Clinton hvort kvenkyns forsetar fengju sömu laun og karlar "Forseti er eitt af þeim störfum sem þú verður að borga jafnt fyrir,“ svaraði Hillary. 21. ágúst 2015 22:20 126 fræg styðja Bernie Sanders Leikararnir Will Ferrell og Sarah Silverman, tónlistarmennirnir Hans Zimmer og Serj Tankian og uppfinningamaðurinn Steve Wozniak eru á meðal 126 bandarískra stórstjarna sem skrifuðu undir stuðningsyfirlýsingu við forsetaframbjóðandann Bernie Sanders í gær. 21. september 2015 07:00 Bernie mælist með meira fylgi en Hillary í New Hampshire Bernie Sanders mælist með 44 prósent fylgi en Hillary Clinton 37 prósent. 12. ágúst 2015 12:55 Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Innlent Fleiri fréttir Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Sjá meira
Sanders siglir fram úr Clinton Slagur forsetaframbjóðandaefna demókrata verður æ meira spennandi. 13. ágúst 2015 07:00
Bernie Sanders hefur lykilfylki í greipum sínum Öldungardeildarþingmaðurinn mælist nú með ríflega 9 prósentustiga forskot á helsta keppinaut sinn í New Hampshire. 6. september 2015 17:33
Ung stelpa spurði Clinton hvort kvenkyns forsetar fengju sömu laun og karlar "Forseti er eitt af þeim störfum sem þú verður að borga jafnt fyrir,“ svaraði Hillary. 21. ágúst 2015 22:20
126 fræg styðja Bernie Sanders Leikararnir Will Ferrell og Sarah Silverman, tónlistarmennirnir Hans Zimmer og Serj Tankian og uppfinningamaðurinn Steve Wozniak eru á meðal 126 bandarískra stórstjarna sem skrifuðu undir stuðningsyfirlýsingu við forsetaframbjóðandann Bernie Sanders í gær. 21. september 2015 07:00
Bernie mælist með meira fylgi en Hillary í New Hampshire Bernie Sanders mælist með 44 prósent fylgi en Hillary Clinton 37 prósent. 12. ágúst 2015 12:55