Ráðunautur rétthugsunar Jón Sigurður Eyjólfsson skrifar 13. október 2015 07:00 Innra með mér býr rétthugsunar ráðunautur sem ég hef hingað til verið nokkuð ánægður með. Hann hefur hneykslast með mér í hvert sinn sem við höfum orðið vitni að rasisma, óréttlæti og bestíuskap. Svo römm er réttlætiskennd þessa eftirlitsmanns að hann bregður upp fyrir mér mynd af þeim sem gera sig seka um ómennsku undir fallöxi. Upphaflega átti þetta að vera eina hlutverk hans en svo annt var honum um að ég sjálfur lenti ekki undir fallöxi þessari að hann fór að grípa inn í á valdsviðum sem heyrðu ekki undir hann. Hann fór að láta til sín taka í hvert sinn sem ég stóð frammi fyrir fólki sem nýtur verndar pólitískrar rétthugsunar. Þetta varð afskaplega hvimleitt eftir að ég flutti í fjölmenningarborg. „Ekki segja sígauni!“ hrópaði hann í eyru mér þegar ég gaf mig á tal við Róma-fólk. Ef ég síðan kem nálægt konu með slæðu linnir hann ekki látum. „Ekki nefna Allah, ekki horfa á brjóstin á henni, ekki nefna Al-kaída eða hryðjuverk.“ Ef ég tala við Senegala sem selja geisladiska stígur hann strax á bremsu og segir mér að hætta áður en ég nefni heimsvaldastefnu Breta og Frakka, eða láti út úr mér orð eins og negró. Hann er fyrir löngu búinn að banna mér að gefa krökkum nammi. Hann lætur mig helst í friði þegar ég tileinka mér tómlæti og held mig á kunnuglegum miðum. Þá hvílir hann svefni hinna réttlátu. Rasistinn talar ekki við sér framandi fólk af augljósum ástæðum. En hvað veldur að við tölum ekki við það? Það skyldi þó ekki vera að rétthugsunar ráðunauturinn ylli því? Hann sem ráðinn var til að skora rasistann á hólm! Kannski hefur hann gengið til liðs við rasismann og afgirðir nú framandi fólk með tómlæti okkar? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Sigurður Eyjólfsson Mest lesið Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon Skoðun Hvenær leiddist þér síðast? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Halldór 03.05.2025 Halldór Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun
Innra með mér býr rétthugsunar ráðunautur sem ég hef hingað til verið nokkuð ánægður með. Hann hefur hneykslast með mér í hvert sinn sem við höfum orðið vitni að rasisma, óréttlæti og bestíuskap. Svo römm er réttlætiskennd þessa eftirlitsmanns að hann bregður upp fyrir mér mynd af þeim sem gera sig seka um ómennsku undir fallöxi. Upphaflega átti þetta að vera eina hlutverk hans en svo annt var honum um að ég sjálfur lenti ekki undir fallöxi þessari að hann fór að grípa inn í á valdsviðum sem heyrðu ekki undir hann. Hann fór að láta til sín taka í hvert sinn sem ég stóð frammi fyrir fólki sem nýtur verndar pólitískrar rétthugsunar. Þetta varð afskaplega hvimleitt eftir að ég flutti í fjölmenningarborg. „Ekki segja sígauni!“ hrópaði hann í eyru mér þegar ég gaf mig á tal við Róma-fólk. Ef ég síðan kem nálægt konu með slæðu linnir hann ekki látum. „Ekki nefna Allah, ekki horfa á brjóstin á henni, ekki nefna Al-kaída eða hryðjuverk.“ Ef ég tala við Senegala sem selja geisladiska stígur hann strax á bremsu og segir mér að hætta áður en ég nefni heimsvaldastefnu Breta og Frakka, eða láti út úr mér orð eins og negró. Hann er fyrir löngu búinn að banna mér að gefa krökkum nammi. Hann lætur mig helst í friði þegar ég tileinka mér tómlæti og held mig á kunnuglegum miðum. Þá hvílir hann svefni hinna réttlátu. Rasistinn talar ekki við sér framandi fólk af augljósum ástæðum. En hvað veldur að við tölum ekki við það? Það skyldi þó ekki vera að rétthugsunar ráðunauturinn ylli því? Hann sem ráðinn var til að skora rasistann á hólm! Kannski hefur hann gengið til liðs við rasismann og afgirðir nú framandi fólk með tómlæti okkar?