Stjórnvöld hafa brugðist öldruðum Björgvin Guðmundsson skrifar 29. október 2015 07:00 Alþingi kom saman 8. september. Nokkru áður skrifaði ég grein í Fréttablaðið, þar sem ég skoraði á Alþingi að taka kjaramál aldraðra fyrir strax á fyrstu dögum þingsins og samþykkja að láta aldraða fá jafnmikla hækkun á lífeyri sínum frá TR og þeir lægst launuðu höfðu fengið á launum sinum frá 1. maí. Lífeyrir ætti síðan að hækka í 300 þúsund krónur á þremur árum eins og launin. Ég skrifaði forseta þingsins bréf og fór fram á það sama. Í áskorun minni á Alþingi sagði m.a.: Ég skora á Alþingi að hækka strax lífeyri aldraðra og öryrkja jafnmikið og lágmarkslaun hækkuðu 1. maí sl. eða um 31 þúsund krónur á mánuði. Hækkunin gildi frá 1. maí þannig að lífeyrisþegar fái fimm mánaða hækkun með septemberhækkun. Alþingi samþykki þessa hækkun strax og það kemur saman 8. september. Ekkert gerðist. Enda þótt fyrir lægi, að hópur eldri borgara gæti ekki framfleytt sér á hinum lága lífeyri, sem TR skammtar honum, varð engin þverpólitísk sátt um aðgerðir. Og enda þótt vitað væri, að þeir,sem verst eru staddir meðal eldri borgara, ættu ekki fyrir mat síðustu daga mánaðarins, varð ekkert samkomulag um ráðstafanir fyrir eldri borgara. Forseti þingsins, Einar K. Guðfinnsson, hafði það eins og ráðherrarnir, þegar þeir fá bréf frá eldri borgurum. Hann stakk bréfinu ofan í skúffu! Hvað vilja eldri borgarar upp á dekk? Halda þeir, að Alþingi sé fyrir almenning? En örlítið ljós leyndist í myrkrinu: Samfylkingin flutti frumvarp til laga um að lífeyrir aldraðra hækkaði í 300 þúsund krónur á mánuði á þremur árum eins og launin og að hækkun lífeyris gilti frá 1. maí. Ekki blæs þó byrlega fyrir frumvarpinu: Fjármálaráðherra hefur gefið tóninn og sagt, að lífeyrir eigi ekki að vera eins hár og lágmarkslaun! Vonandi tekur Alþingi samt sjálfstæða ákvörðun og samþykkir sanngjarna og réttláta kröfu eldri borgara: 14,5%hækkun lífeyris frá 1. maí 2015 og hækkun í 300 þúsund á mánuði á þremur árum. Þetta er lágmark. Ríkisstjórnin hefur ekki viljað samþykkja kjarakröfur eldri borgara. En samþykkir þingið samt frumvarp Samfylkingarinnar? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Björgvin Guðmundsson Mest lesið Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson Skoðun Það er betra fyrir okkur öll að Háskóli Íslands efli fjarnám Darri Rafn Hólmarsson Skoðun Þegar rafmagn hættir að vera sjálfsagður hlutur Árni B. Möller Skoðun Æji nei innflytjendur Davíð Aron Routley Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð Skoðun 5.maí Alþjóðadagur ljósmæðra Unnur Berglind Friðriksdóttir Skoðun Stríðsglæpir sem munu ekki gleymast! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Lýðræði og framtíð RÚV: Tími til breytinga? Erling Valur Ingason Skoðun Dvel þú í draumahöll Hugrún Sigurjónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Þetta má ekki gerast aftur! - Álag á útsvar Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Meistaragráða í lífsreynslu Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld, Óskar á heima hér! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Dvel þú í draumahöll Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson skrifar Skoðun Umhverfi, heilsa og skólamáltíðir Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Æji nei innflytjendur Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Stríðsglæpir sem munu ekki gleymast! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Samstaða, kjarkur og þor Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Það er betra fyrir okkur öll að Háskóli Íslands efli fjarnám Darri Rafn Hólmarsson skrifar Skoðun Yfirfull fangelsi, brostið kerfi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þegar rafmagn hættir að vera sjálfsagður hlutur Árni B. Möller skrifar Skoðun Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lýðræði og framtíð RÚV: Tími til breytinga? Erling Valur Ingason skrifar Skoðun 5.maí Alþjóðadagur ljósmæðra Unnur Berglind Friðriksdóttir skrifar Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon skrifar Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir skrifar Sjá meira
Alþingi kom saman 8. september. Nokkru áður skrifaði ég grein í Fréttablaðið, þar sem ég skoraði á Alþingi að taka kjaramál aldraðra fyrir strax á fyrstu dögum þingsins og samþykkja að láta aldraða fá jafnmikla hækkun á lífeyri sínum frá TR og þeir lægst launuðu höfðu fengið á launum sinum frá 1. maí. Lífeyrir ætti síðan að hækka í 300 þúsund krónur á þremur árum eins og launin. Ég skrifaði forseta þingsins bréf og fór fram á það sama. Í áskorun minni á Alþingi sagði m.a.: Ég skora á Alþingi að hækka strax lífeyri aldraðra og öryrkja jafnmikið og lágmarkslaun hækkuðu 1. maí sl. eða um 31 þúsund krónur á mánuði. Hækkunin gildi frá 1. maí þannig að lífeyrisþegar fái fimm mánaða hækkun með septemberhækkun. Alþingi samþykki þessa hækkun strax og það kemur saman 8. september. Ekkert gerðist. Enda þótt fyrir lægi, að hópur eldri borgara gæti ekki framfleytt sér á hinum lága lífeyri, sem TR skammtar honum, varð engin þverpólitísk sátt um aðgerðir. Og enda þótt vitað væri, að þeir,sem verst eru staddir meðal eldri borgara, ættu ekki fyrir mat síðustu daga mánaðarins, varð ekkert samkomulag um ráðstafanir fyrir eldri borgara. Forseti þingsins, Einar K. Guðfinnsson, hafði það eins og ráðherrarnir, þegar þeir fá bréf frá eldri borgurum. Hann stakk bréfinu ofan í skúffu! Hvað vilja eldri borgarar upp á dekk? Halda þeir, að Alþingi sé fyrir almenning? En örlítið ljós leyndist í myrkrinu: Samfylkingin flutti frumvarp til laga um að lífeyrir aldraðra hækkaði í 300 þúsund krónur á mánuði á þremur árum eins og launin og að hækkun lífeyris gilti frá 1. maí. Ekki blæs þó byrlega fyrir frumvarpinu: Fjármálaráðherra hefur gefið tóninn og sagt, að lífeyrir eigi ekki að vera eins hár og lágmarkslaun! Vonandi tekur Alþingi samt sjálfstæða ákvörðun og samþykkir sanngjarna og réttláta kröfu eldri borgara: 14,5%hækkun lífeyris frá 1. maí 2015 og hækkun í 300 þúsund á mánuði á þremur árum. Þetta er lágmark. Ríkisstjórnin hefur ekki viljað samþykkja kjarakröfur eldri borgara. En samþykkir þingið samt frumvarp Samfylkingarinnar?
Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar