Ber takta á borð stórstjarna Guðrún Ansnes skrifar 26. október 2015 09:00 Orri Gunnlaugsson hefur verið mikill tónlistarmaður allt frá blautu barnsbeini og er meðal annars með fjögur stigspróf í barítón. Vísir/AntonBrink „Ég lenti eiginlega óvart í þessu og nú er eitthvað að gerast,“ segir Orri Gunnlaugsson tölvutónlistarmaður, sem nýlega fékk þær fréttir að A & R hjá Roc Nation hefði hrifist af töktunum sem hann semur. Um ræðir gríðarstórt fyrirtæki innan tónlistarsenunnar vestan hafs og hefur til að mynda Jay Z, Rihanna, Rita Ora, Shakira og Kanye West á sínum snærum, svo tækifærið er ansi stórt. „Í grunninn þýðir þetta að ég á möguleika á að takturinn minn rati í lag hjá einhverjum þessara stjarna,“ útskýrir Orri, en segist þó ekki gera sér of miklar vonir en sannarlega sé hann kominn skrefinu nær. „Bransinn virkar þannig að minn maður fer með taktana mína til Roc Nation, þar sem tónlistarmennirnir hafa aðgang að þeim. Þar með er takturinn kominn í pottinn, og ég einu skrefi nær stjörnunum,“ útskýrir Orri og skellir upp úr. „Í framhaldinu heyrir einhver þessara tónlistarmanna taktinn minn, fílar hann og vill kannski nota í næsta lag. Þá fengi ég mögulega að hitta viðkomandi og vinna með taktinn og þess háttar. Ætli það megi ekki segja að ég sé eins og fiskur í stórri tjörn, en ekki lengur síli.“ Aðspurður um hvernig standi á að hann sé í þessum sporum segir Orri að maður að nafni Dereck Faulkner, fyrrverandi NFL-leikmaður hjá Philadelphia Eagles, hafi haft samband við sig í fyrra eftir að hafa rekist á tónlistarsíðu Orra. „Hann hefur lagt boltann á hilluna og einbeitir sér að því að koma listamönnum á framfæri. Þetta er ekkert risafyrirtæki en hann hefur verulega góð tengsl, sem öllu skiptir. Við tókum Skype-fund og úr varð að ég skrifaði undir samning við hann,“ segir Orri sem stefnir á að halda utan í byrjun næsta árs og hitta hópinn. Orri er einstaklega hógvær og nálgast þessa nýtilkomnu velgengi af gætni. „Ég fór út í þetta af einskærri tilviljun, en ég gleymdi að velja mér valfag fyrir vorönn annars árs þegar ég var í Menntaskólanum við Sund. Þannig að ég var bara settur í eitthvað, og það var tölvutónlist,“ útskýrir hann. „Ég kolféll svo fyrir þessu og hef eytt síðustu þremur árum í að fikra mig áfram og prófa.“ Nú stundar Orri nám við Háskóla Íslands og nemur þar viðskiptafræði. Hann skýtur ekki fyrir það loku að blanda saman viðskiptafræðinni og tölvutónlistinni. „Ég gæti alveg séð fyrir mér að koma fleiri tónlistarmönnum á framfæri, en ætli tíminn verði ekki að leiða þetta allt saman í ljós,“ segir hann alsæll að lokum. Hægt er að hlusta á tónlist Orra á síðunni hans hér. Tónlist Tengdar fréttir Jay Z bar vitni í Big Pimpin-málinu Gleymdi því að hann ætti Tidal. 16. október 2015 15:02 Heimsmeistari semur við rappara Jérome Boateng er fyrsti fótboltamaðurinn á mála hjá umboðsskrifstofu Jay-Z. 30. júní 2015 08:00 Mest lesið „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Menning „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Lífið Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Lífið Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Lífið Fólk eigi ekki að vera hrætt við að skilja ekki Menning Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Lífið Keough sögð líffræðileg móðir Benjamin Travolta Lífið Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar Lífið Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Lífið Viðskila í London eftir að hafa hent vegabréfinu í ruslið Ferðalög Fleiri fréttir Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Keough sögð líffræðileg móðir Benjamin Travolta Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Óskarsverðlaununum streymt á Youtube Karmað muni bíta þjófinn í rassinn þegar títan og glyttan byrja að dansa í hitanum Hreimur og Ólafur Darri perluvinir sem horfa á enska boltann saman „Ég er mamman sem gat aldrei gefið honum það sem hann óskaði sér“ Áttu að hitta Reiner-hjónin daginn örlagaríka Leynigesturinn hitti Heimi Karls beint í hjartastað Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Reynihvammur 39 jólahús Kópavogsbæjar Þingmaður selur húsið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Skrifaði eftirréttasöguna: „Er hann geðbilaður?“ Palestínskir fánar leyfðir og óánægjuhróp áhorfenda ekki falin Féllu örmagna til jarðar eftir langa þriðju vakt „Þegar maður er með einhverjum sem elskar að borða, þá er svo gaman að elda“ Katie Melua með tónleika í Hörpu í júní Segir síðasta ár hafa verið strembið Snjókorn falla eins og þú hefur aldrei heyrt það Stjörnulífið: Skýrslutaka hjá lögreglu, æla og Æðis-legir endurfundir Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Draumadís Þórhildar og Hjalta skírð Ískaldir IceGuys jólatónleikar Bríet ældi á miðjum tónleikum Sjá meira
„Ég lenti eiginlega óvart í þessu og nú er eitthvað að gerast,“ segir Orri Gunnlaugsson tölvutónlistarmaður, sem nýlega fékk þær fréttir að A & R hjá Roc Nation hefði hrifist af töktunum sem hann semur. Um ræðir gríðarstórt fyrirtæki innan tónlistarsenunnar vestan hafs og hefur til að mynda Jay Z, Rihanna, Rita Ora, Shakira og Kanye West á sínum snærum, svo tækifærið er ansi stórt. „Í grunninn þýðir þetta að ég á möguleika á að takturinn minn rati í lag hjá einhverjum þessara stjarna,“ útskýrir Orri, en segist þó ekki gera sér of miklar vonir en sannarlega sé hann kominn skrefinu nær. „Bransinn virkar þannig að minn maður fer með taktana mína til Roc Nation, þar sem tónlistarmennirnir hafa aðgang að þeim. Þar með er takturinn kominn í pottinn, og ég einu skrefi nær stjörnunum,“ útskýrir Orri og skellir upp úr. „Í framhaldinu heyrir einhver þessara tónlistarmanna taktinn minn, fílar hann og vill kannski nota í næsta lag. Þá fengi ég mögulega að hitta viðkomandi og vinna með taktinn og þess háttar. Ætli það megi ekki segja að ég sé eins og fiskur í stórri tjörn, en ekki lengur síli.“ Aðspurður um hvernig standi á að hann sé í þessum sporum segir Orri að maður að nafni Dereck Faulkner, fyrrverandi NFL-leikmaður hjá Philadelphia Eagles, hafi haft samband við sig í fyrra eftir að hafa rekist á tónlistarsíðu Orra. „Hann hefur lagt boltann á hilluna og einbeitir sér að því að koma listamönnum á framfæri. Þetta er ekkert risafyrirtæki en hann hefur verulega góð tengsl, sem öllu skiptir. Við tókum Skype-fund og úr varð að ég skrifaði undir samning við hann,“ segir Orri sem stefnir á að halda utan í byrjun næsta árs og hitta hópinn. Orri er einstaklega hógvær og nálgast þessa nýtilkomnu velgengi af gætni. „Ég fór út í þetta af einskærri tilviljun, en ég gleymdi að velja mér valfag fyrir vorönn annars árs þegar ég var í Menntaskólanum við Sund. Þannig að ég var bara settur í eitthvað, og það var tölvutónlist,“ útskýrir hann. „Ég kolféll svo fyrir þessu og hef eytt síðustu þremur árum í að fikra mig áfram og prófa.“ Nú stundar Orri nám við Háskóla Íslands og nemur þar viðskiptafræði. Hann skýtur ekki fyrir það loku að blanda saman viðskiptafræðinni og tölvutónlistinni. „Ég gæti alveg séð fyrir mér að koma fleiri tónlistarmönnum á framfæri, en ætli tíminn verði ekki að leiða þetta allt saman í ljós,“ segir hann alsæll að lokum. Hægt er að hlusta á tónlist Orra á síðunni hans hér.
Tónlist Tengdar fréttir Jay Z bar vitni í Big Pimpin-málinu Gleymdi því að hann ætti Tidal. 16. október 2015 15:02 Heimsmeistari semur við rappara Jérome Boateng er fyrsti fótboltamaðurinn á mála hjá umboðsskrifstofu Jay-Z. 30. júní 2015 08:00 Mest lesið „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Menning „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Lífið Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Lífið Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Lífið Fólk eigi ekki að vera hrætt við að skilja ekki Menning Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Lífið Keough sögð líffræðileg móðir Benjamin Travolta Lífið Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar Lífið Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Lífið Viðskila í London eftir að hafa hent vegabréfinu í ruslið Ferðalög Fleiri fréttir Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Keough sögð líffræðileg móðir Benjamin Travolta Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Óskarsverðlaununum streymt á Youtube Karmað muni bíta þjófinn í rassinn þegar títan og glyttan byrja að dansa í hitanum Hreimur og Ólafur Darri perluvinir sem horfa á enska boltann saman „Ég er mamman sem gat aldrei gefið honum það sem hann óskaði sér“ Áttu að hitta Reiner-hjónin daginn örlagaríka Leynigesturinn hitti Heimi Karls beint í hjartastað Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Reynihvammur 39 jólahús Kópavogsbæjar Þingmaður selur húsið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Skrifaði eftirréttasöguna: „Er hann geðbilaður?“ Palestínskir fánar leyfðir og óánægjuhróp áhorfenda ekki falin Féllu örmagna til jarðar eftir langa þriðju vakt „Þegar maður er með einhverjum sem elskar að borða, þá er svo gaman að elda“ Katie Melua með tónleika í Hörpu í júní Segir síðasta ár hafa verið strembið Snjókorn falla eins og þú hefur aldrei heyrt það Stjörnulífið: Skýrslutaka hjá lögreglu, æla og Æðis-legir endurfundir Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Draumadís Þórhildar og Hjalta skírð Ískaldir IceGuys jólatónleikar Bríet ældi á miðjum tónleikum Sjá meira
Heimsmeistari semur við rappara Jérome Boateng er fyrsti fótboltamaðurinn á mála hjá umboðsskrifstofu Jay-Z. 30. júní 2015 08:00