Hillary svarar fyrir árásina í Bengasí: „Minnst af vinnu minni fór fram í gegnum tölvupóst“ Guðsteinn Bjarnason skrifar 23. október 2015 09:00 Hillary Clinton sat fyrir svörum hjá bandarískri þingnefnd í gær. Nordicphotos/AFP Hillary Clinton sat fyrir svörum hjá bandarískri þingnefnd í gær, þar sem hún var spurð í þaula út í árásina á bandarískan sendiherrabústað í Bengasí í Líbíu haustið 2012. Sendiherrann, sem hét J. Christopher Stevens, lét lífið í árásinni ásamt þremur öðrum Bandaríkjamönnum. Repúblikanar hafa ítrekað gagnrýnt Clinton, sem nú sækist eftir að verða forsetaefni Demókrataflokksins, vegna þessarar árásar. Hún er sögð hafa sem þáverandi utanríkisráðherra staðið rangt að ýmsu, bæði í aðdraganda og eftirmálum árásarinnar. Gagnrýnin hefur ekki síst beinst að því að öryggi sendiherrans hafi ekki verið tryggt betur, ekki síst þar sem sendiherrann sjálfur hafi óskað eftir því. Sjálf svarar hún því til að eðlilegt sé að reikna með því að bandarískir sendifulltrúar og sendiráðsstarfsfólk taki stundum áhættu. „Bandaríkin þurfa að hafa forystu í hættulegum heimi og sendifulltrúar okkar þurfa að halda áfram að koma fram fyrir okkar hönd á hættulegum stöðum,“ sagði hún, og bætti því við að þegar Bandaríkin halda sig fjarri þá hafi það afleiðingar. Hún segir sendiherrann vissulega hafa óskað eftir ýmsum umbótum, þar á meðal að öryggismál yrðu lagfærð. Hann hafi hins vegar aldrei sagt við starfsfólk utanríkisráðuneytisins að ástandið væri svo slæmt að hann gæti ekki starfað þarna lengur. Auk þess hafi það ekki verið í sínum verkahring að tryggja öryggi sendiherrans, heldur séu sérfræðingar Bandaríkjanna í öryggismálum látnir sjá um þau mál. „Þeir hafa haldið Bandaríkjamönnum öruggum í tveimur styrjöldum og mörgum virkilega skelfilegum aðstæðum,“ sagði hún við repúblikanann Lynn Westmoreland, sem á sæti í þingnefndinni og spurði út í þessu mál. „Ég hef treyst þeim fyrir lífi mínu, þú hefur treyst þeim fyrir þínu.“ Hún sagði að hlutverk sendiherrans á þessum tíma hafa fyrst og fremst verið fólgið í því að kanna aðstæður í landinu og athuga hverju Bandaríkin gætu komið til leiðar þar. Þetta var tæpu ári eftir að Moammar Gaddafí hafði verið steypt af stóli og hann síðan drepinn. Stuttu áður hafði verið kosið þing í landinu, en ástandið var að byrja að snúast upp í þá upplausn, sem enn ríkir þar. Þá notaði Clinton tækifærið og kom inn á umræðuna um tölvupósta sína þegar hún var spurð hvers vegna ekkert kæmi fram í þeim um eftirköst atburðanna í Bengasí. „Minnst af vinnu minni fór fram í gegnum tölvupóst,“ sagði hún. Hún hafi verið á stöðugum fundum í utanríkisráðuneytinu og lítinn tíma haft til að senda nánasta samstarfsfólki sínu tölvupóst. Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Innlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Erlent Fleiri fréttir Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sjá meira
Hillary Clinton sat fyrir svörum hjá bandarískri þingnefnd í gær, þar sem hún var spurð í þaula út í árásina á bandarískan sendiherrabústað í Bengasí í Líbíu haustið 2012. Sendiherrann, sem hét J. Christopher Stevens, lét lífið í árásinni ásamt þremur öðrum Bandaríkjamönnum. Repúblikanar hafa ítrekað gagnrýnt Clinton, sem nú sækist eftir að verða forsetaefni Demókrataflokksins, vegna þessarar árásar. Hún er sögð hafa sem þáverandi utanríkisráðherra staðið rangt að ýmsu, bæði í aðdraganda og eftirmálum árásarinnar. Gagnrýnin hefur ekki síst beinst að því að öryggi sendiherrans hafi ekki verið tryggt betur, ekki síst þar sem sendiherrann sjálfur hafi óskað eftir því. Sjálf svarar hún því til að eðlilegt sé að reikna með því að bandarískir sendifulltrúar og sendiráðsstarfsfólk taki stundum áhættu. „Bandaríkin þurfa að hafa forystu í hættulegum heimi og sendifulltrúar okkar þurfa að halda áfram að koma fram fyrir okkar hönd á hættulegum stöðum,“ sagði hún, og bætti því við að þegar Bandaríkin halda sig fjarri þá hafi það afleiðingar. Hún segir sendiherrann vissulega hafa óskað eftir ýmsum umbótum, þar á meðal að öryggismál yrðu lagfærð. Hann hafi hins vegar aldrei sagt við starfsfólk utanríkisráðuneytisins að ástandið væri svo slæmt að hann gæti ekki starfað þarna lengur. Auk þess hafi það ekki verið í sínum verkahring að tryggja öryggi sendiherrans, heldur séu sérfræðingar Bandaríkjanna í öryggismálum látnir sjá um þau mál. „Þeir hafa haldið Bandaríkjamönnum öruggum í tveimur styrjöldum og mörgum virkilega skelfilegum aðstæðum,“ sagði hún við repúblikanann Lynn Westmoreland, sem á sæti í þingnefndinni og spurði út í þessu mál. „Ég hef treyst þeim fyrir lífi mínu, þú hefur treyst þeim fyrir þínu.“ Hún sagði að hlutverk sendiherrans á þessum tíma hafa fyrst og fremst verið fólgið í því að kanna aðstæður í landinu og athuga hverju Bandaríkin gætu komið til leiðar þar. Þetta var tæpu ári eftir að Moammar Gaddafí hafði verið steypt af stóli og hann síðan drepinn. Stuttu áður hafði verið kosið þing í landinu, en ástandið var að byrja að snúast upp í þá upplausn, sem enn ríkir þar. Þá notaði Clinton tækifærið og kom inn á umræðuna um tölvupósta sína þegar hún var spurð hvers vegna ekkert kæmi fram í þeim um eftirköst atburðanna í Bengasí. „Minnst af vinnu minni fór fram í gegnum tölvupóst,“ sagði hún. Hún hafi verið á stöðugum fundum í utanríkisráðuneytinu og lítinn tíma haft til að senda nánasta samstarfsfólki sínu tölvupóst.
Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Innlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Erlent Fleiri fréttir Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sjá meira