Argur Hannes sendir RÚV tóninn vegna fregna af töfum skila skýrslu hans Jakob Bjarnar skrifar 21. október 2015 21:24 Prófessorinn furðar sig á því sem honum finnst hreinlega brenglað fréttamat fréttastofu RÚV. visir/Stefán Hannes Hólmsteinn Gissurarson prófessor var ráðinn til þess að sumarlagi 2014 af fjármálaráðuneytinu að skrifa skýrslu um orsakir bankahrunsins; þá hvað erlend áhrif varðar. Nú liggur fyrir að hann mun ekki skila skýrslunni í sumar eins og til stóð. Frá því var greint á sínum tíma að skýrslugerðin væri að frumkvæði Hannesar sjálfs og mun fjármálaráðuneytið greiða tíu milljónir fyrir skýrsluna. Ástæðan fyrir töfinni er tvíþætt, Hannes ákvað að skrifa tvær skýrslur, aðra styttri sem ekki hafði verið beðið um og svo hefur ekki náðst viðtal við einn eða tvo menn, sem nauðsynlegt er að heyra ofaní.Hvar eru fréttirnar um Má Guðmundsson?RÚV hefur greint frá töfum við afhendingu skýrslunnar og svo virðist sem prófessorinn sé gramur vegna þess fréttaflutnings. Hann hefur nú skrifað tvær fremur ergilegar færslur á Facebookvegg sinn þar sem hann hnýtir í RÚV. Í þeim fyrri furðar hann sig á því sem honum sýnist áhugaleysi fréttastofu RÚV á því þegar „ég upplýsti sl. vor, að líklega hefðu 270 milljarðar kr. tapast vegna handvammar Más Guðmundssonar og fólsku norrænna og breskra yfirvalda. Það þótti ekki frétt. En fréttastofa RÚV flutti í gær sérstaka frétt um það þjóðarböl, að líklega komi skýrsla mín ekki út fyrir næstu áramót.“Fréttastofa RÚV hafði engan áhuga, þegar ég upplýsti sl. vor, að líklega hefðu 270 milljarðar kr. tapast vegna...Posted by Hannes Hólmsteinn Gissurarson on 20. október 2015Skil annarrar skýrslu tefstOg nú í kvöld skrifar hann aftur færslu þar sem hann hnýtir í RÚV vegna þessa: „Af hverju hefur fréttastofa RÚV ekki birt tvær fréttir um töfina á skilum þessarar skýrslu, eins og hún hefur gert um töfina á skýrslunni, sem ég er ásamt öðrum að semja um bankahrunið?“ spyr Hannes og tengir við frétt Kjarnans þar sem greint er frá töfum skila skýrslu um rekstur Ríkisútvarpsins. Óli Björn Kárason, varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins, hélt því fram í grein í Morgunblaðinu í dag að hún lægi í skúffu í menntamálaráðuneytinu en Sigríður Hallgrímsson, aðstoðarmaður Illuga Gunnarssonar, segir enga skýrslu hafa borist ráðuneytinu. Eyþór Arnalds, sem fer fyrir nefndinni þeirri sem falið var að fara yfir fjármál RÚV ohf. staðfesti þetta við Vísi í samtali í dag og segir hann skýrslunnar að vænta á næstu dögum.Tvær skýrslur frekar en ein Hannes útskýrir þá hvernig standi á því að hann er ekki búinn að skila skýrslu sinni, og ástæðan er einfaldlega samviskusemi prófessorsins: „Töfin á minni skýrslu er hins vegar vegna þess tvenns, að ég er líka að vinna að lengri skýrslu (þótt samningurinn við fjármálaráðuneytið hafi ekki krafist þess) og að erfitt hefur verið að fá viðtöl við einn eða tvo menn, sem þó er nauðsynlegt að tala við. Ég hefði ella getað skilað styttri skýrslunni fyrir löngu. Og hefur fréttastofa RÚV reglulega birt fréttir af töfum á skilum annarra skýrslna? Væri könnun á þessu ekki tilvalið verkefni fyrir einhvern nemanda í fjölmiðlafræði?“Af hverju hefur fréttastofa RÚV ekki birt tvær fréttir um töfina á skilum þessarar skýrslu, eins og hún hefur gert um tö...Posted by Hannes Hólmsteinn Gissurarson on 21. október 2015 Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Erlent Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Innlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Erlent Fleiri fréttir Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Sjá meira
Hannes Hólmsteinn Gissurarson prófessor var ráðinn til þess að sumarlagi 2014 af fjármálaráðuneytinu að skrifa skýrslu um orsakir bankahrunsins; þá hvað erlend áhrif varðar. Nú liggur fyrir að hann mun ekki skila skýrslunni í sumar eins og til stóð. Frá því var greint á sínum tíma að skýrslugerðin væri að frumkvæði Hannesar sjálfs og mun fjármálaráðuneytið greiða tíu milljónir fyrir skýrsluna. Ástæðan fyrir töfinni er tvíþætt, Hannes ákvað að skrifa tvær skýrslur, aðra styttri sem ekki hafði verið beðið um og svo hefur ekki náðst viðtal við einn eða tvo menn, sem nauðsynlegt er að heyra ofaní.Hvar eru fréttirnar um Má Guðmundsson?RÚV hefur greint frá töfum við afhendingu skýrslunnar og svo virðist sem prófessorinn sé gramur vegna þess fréttaflutnings. Hann hefur nú skrifað tvær fremur ergilegar færslur á Facebookvegg sinn þar sem hann hnýtir í RÚV. Í þeim fyrri furðar hann sig á því sem honum sýnist áhugaleysi fréttastofu RÚV á því þegar „ég upplýsti sl. vor, að líklega hefðu 270 milljarðar kr. tapast vegna handvammar Más Guðmundssonar og fólsku norrænna og breskra yfirvalda. Það þótti ekki frétt. En fréttastofa RÚV flutti í gær sérstaka frétt um það þjóðarböl, að líklega komi skýrsla mín ekki út fyrir næstu áramót.“Fréttastofa RÚV hafði engan áhuga, þegar ég upplýsti sl. vor, að líklega hefðu 270 milljarðar kr. tapast vegna...Posted by Hannes Hólmsteinn Gissurarson on 20. október 2015Skil annarrar skýrslu tefstOg nú í kvöld skrifar hann aftur færslu þar sem hann hnýtir í RÚV vegna þessa: „Af hverju hefur fréttastofa RÚV ekki birt tvær fréttir um töfina á skilum þessarar skýrslu, eins og hún hefur gert um töfina á skýrslunni, sem ég er ásamt öðrum að semja um bankahrunið?“ spyr Hannes og tengir við frétt Kjarnans þar sem greint er frá töfum skila skýrslu um rekstur Ríkisútvarpsins. Óli Björn Kárason, varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins, hélt því fram í grein í Morgunblaðinu í dag að hún lægi í skúffu í menntamálaráðuneytinu en Sigríður Hallgrímsson, aðstoðarmaður Illuga Gunnarssonar, segir enga skýrslu hafa borist ráðuneytinu. Eyþór Arnalds, sem fer fyrir nefndinni þeirri sem falið var að fara yfir fjármál RÚV ohf. staðfesti þetta við Vísi í samtali í dag og segir hann skýrslunnar að vænta á næstu dögum.Tvær skýrslur frekar en ein Hannes útskýrir þá hvernig standi á því að hann er ekki búinn að skila skýrslu sinni, og ástæðan er einfaldlega samviskusemi prófessorsins: „Töfin á minni skýrslu er hins vegar vegna þess tvenns, að ég er líka að vinna að lengri skýrslu (þótt samningurinn við fjármálaráðuneytið hafi ekki krafist þess) og að erfitt hefur verið að fá viðtöl við einn eða tvo menn, sem þó er nauðsynlegt að tala við. Ég hefði ella getað skilað styttri skýrslunni fyrir löngu. Og hefur fréttastofa RÚV reglulega birt fréttir af töfum á skilum annarra skýrslna? Væri könnun á þessu ekki tilvalið verkefni fyrir einhvern nemanda í fjölmiðlafræði?“Af hverju hefur fréttastofa RÚV ekki birt tvær fréttir um töfina á skilum þessarar skýrslu, eins og hún hefur gert um tö...Posted by Hannes Hólmsteinn Gissurarson on 21. október 2015
Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Erlent Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Innlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Erlent Fleiri fréttir Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Sjá meira