Komu til Íslands í leit að álfum og tröllum Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 21. október 2015 11:45 Þáttagerðarmaðurinn heimsótti meðal annars Álfhól í Kópavogi. vísir „Trúirðu á álfa?“ er spurning sem að flestir Íslendingar kannast við frá forvitnum útlendingum. Í þætti á sjónvarpsstöðinni BBC Earth er meðal annars álfatrú Íslendinga skoðuð en þáttagerðarkonan Melissa Hogenboom kom hingað við gerð þáttarins í leit að álfum og tröllum. Því miður rakst hún ekki á lifandi álfa og tröll en hún hitti ýmsa menn sem fræddu hana um þjóðtrú Íslendinga og hvernig hún hefur mótað líf þjóðarinnar. Melissa hitti til að mynda Terry Gunnell, prófessor í þjóðfræði, Bjarna Harðarson, þjóðfræðing og bóksala og Val Lýðsson, bónda, en þeir Bjarni og Valur fóru og sýndu henni tröllkerlingu sem varð að steini þar sem hún komst ekki heim í tæka tíð eftir að sólin kom upp. Þátturinn er tólf mínútna langur og má sjá hér. Hér að neðan má svo hlusta á lagið Álfar með tónlistarmanninum Magnúsi Þór Sigmundssyni. Menning Mest lesið Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Lífið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Lífið Hver er Endakallinn frá Ibiza? Lífið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Bay segir skilið við Smith Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Hver dáleiðsla er spennandi og ófyrirsjáanlegt ferðalag Lífið samstarf Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Lífið Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Lífið Fleiri fréttir Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
„Trúirðu á álfa?“ er spurning sem að flestir Íslendingar kannast við frá forvitnum útlendingum. Í þætti á sjónvarpsstöðinni BBC Earth er meðal annars álfatrú Íslendinga skoðuð en þáttagerðarkonan Melissa Hogenboom kom hingað við gerð þáttarins í leit að álfum og tröllum. Því miður rakst hún ekki á lifandi álfa og tröll en hún hitti ýmsa menn sem fræddu hana um þjóðtrú Íslendinga og hvernig hún hefur mótað líf þjóðarinnar. Melissa hitti til að mynda Terry Gunnell, prófessor í þjóðfræði, Bjarna Harðarson, þjóðfræðing og bóksala og Val Lýðsson, bónda, en þeir Bjarni og Valur fóru og sýndu henni tröllkerlingu sem varð að steini þar sem hún komst ekki heim í tæka tíð eftir að sólin kom upp. Þátturinn er tólf mínútna langur og má sjá hér. Hér að neðan má svo hlusta á lagið Álfar með tónlistarmanninum Magnúsi Þór Sigmundssyni.
Menning Mest lesið Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Lífið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Lífið Hver er Endakallinn frá Ibiza? Lífið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Bay segir skilið við Smith Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Hver dáleiðsla er spennandi og ófyrirsjáanlegt ferðalag Lífið samstarf Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Lífið Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Lífið Fleiri fréttir Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira