Benzema rólegur þrátt fyrir hneykslið Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 9. nóvember 2015 18:30 Benzema stillir sér upp fyrir ljósmyndar á æfingu með þeim Marco Kovacic, Luka Modric og Raphael Varane. Vísir/Getty Karim Benzema, sóknarmaður franska landsliðsins og Real Madrid, virðist ekki hafa miklar áhyggjur af stöðu mála í tengslum við rannsókn frönsku lögreglunnar á fjárkúgunarmáli Mathieu Valbuena, landsliðsfélaga Benzema. Valbuena leitaði í sumar til lögreglunnar í Frakklandi eftir að hann var beittur fjárkúgun. Honum var hótað að kynlífsmyndband hans yrði sett í dreifingu nema að hann greiddi háar fjárhæðir. Sjá einnig: Benzema handtekinn vegna fjárkúgunar Tveir knattspyrnumenn eru flæktir í málið - þeir Djibril Cisse og Benzema. Cisse var fyrst handtekinn en Benzema var svo handtekinn og yfirheyrður í síðustu viku. Hann má eiga von á því að fá ákæru á sig vegna málsins. Vísir/Getty Ég er mjög rólegur Benzema var sleppt úr haldi eftir yfirheyrslur og er hann nú kominn aftur til Madrídar. Fjölmiðlar í Frakklandi og á Spáni hafa gert mikið úr málinu og hittu hann að máli fyrir æfingu Real í dag. „Ég er fínn. Af hverju? Ég er mjög rólegur,“ sagði Benzema þegar hann var spurður hvernig honum liði. Hann neitaði að svara fleiri spurningum og hélt áfram leið sinni. Hvorki Benzema né Valbuena voru valdir í franska landsliðshópinn í síðustu viku en liðið á tvo vináttulandsleiki síðar í mánuðinum. Cisse, sem lék áður með Liverpool, tilkynnti fyrr í haust að hann væri búinn að leggja skóna á hilluna. Vísir/Getty Æskuvinur bað Benzema um að vera milliliður Benzema spilaði ekki með Real sem tapaði fyrir Sevilla, 3-2, um helgina en Valbuena spilaði allan leikinn er Lyon vann 3-0 sigur á St. Etienne í frönsku úrvalsdeildinni í gær. Æskuvinur Benzema mun hafa óskað eftir því að hann yrði milliliður á milli fjárkúgunaraðilanna og Valbuena í málinu. Lögmaður Benzema segir það rangt að franski sóknarmaðurinn hafi játað nokkra sök í málinu. Búist er við því að Benzema fari fyrir dómara síðar í mánuðinum til að bera vitni í málinu. Bæði Real Madrid og Rafa Benitez, stjóri Real, standa þétt að baki Benzema. Fótbolti Fjárkúgunarmál Karims Benzema Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Besta tenniskona heims tekur þátt í nýrri „Baráttu kynjanna“ Sport Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Fótbolti Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Enski boltinn Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag Fótbolti Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Fleiri fréttir Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Sjá meira
Karim Benzema, sóknarmaður franska landsliðsins og Real Madrid, virðist ekki hafa miklar áhyggjur af stöðu mála í tengslum við rannsókn frönsku lögreglunnar á fjárkúgunarmáli Mathieu Valbuena, landsliðsfélaga Benzema. Valbuena leitaði í sumar til lögreglunnar í Frakklandi eftir að hann var beittur fjárkúgun. Honum var hótað að kynlífsmyndband hans yrði sett í dreifingu nema að hann greiddi háar fjárhæðir. Sjá einnig: Benzema handtekinn vegna fjárkúgunar Tveir knattspyrnumenn eru flæktir í málið - þeir Djibril Cisse og Benzema. Cisse var fyrst handtekinn en Benzema var svo handtekinn og yfirheyrður í síðustu viku. Hann má eiga von á því að fá ákæru á sig vegna málsins. Vísir/Getty Ég er mjög rólegur Benzema var sleppt úr haldi eftir yfirheyrslur og er hann nú kominn aftur til Madrídar. Fjölmiðlar í Frakklandi og á Spáni hafa gert mikið úr málinu og hittu hann að máli fyrir æfingu Real í dag. „Ég er fínn. Af hverju? Ég er mjög rólegur,“ sagði Benzema þegar hann var spurður hvernig honum liði. Hann neitaði að svara fleiri spurningum og hélt áfram leið sinni. Hvorki Benzema né Valbuena voru valdir í franska landsliðshópinn í síðustu viku en liðið á tvo vináttulandsleiki síðar í mánuðinum. Cisse, sem lék áður með Liverpool, tilkynnti fyrr í haust að hann væri búinn að leggja skóna á hilluna. Vísir/Getty Æskuvinur bað Benzema um að vera milliliður Benzema spilaði ekki með Real sem tapaði fyrir Sevilla, 3-2, um helgina en Valbuena spilaði allan leikinn er Lyon vann 3-0 sigur á St. Etienne í frönsku úrvalsdeildinni í gær. Æskuvinur Benzema mun hafa óskað eftir því að hann yrði milliliður á milli fjárkúgunaraðilanna og Valbuena í málinu. Lögmaður Benzema segir það rangt að franski sóknarmaðurinn hafi játað nokkra sök í málinu. Búist er við því að Benzema fari fyrir dómara síðar í mánuðinum til að bera vitni í málinu. Bæði Real Madrid og Rafa Benitez, stjóri Real, standa þétt að baki Benzema.
Fótbolti Fjárkúgunarmál Karims Benzema Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Besta tenniskona heims tekur þátt í nýrri „Baráttu kynjanna“ Sport Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Fótbolti Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Enski boltinn Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag Fótbolti Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Fleiri fréttir Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Sjá meira