Komnir með samning hjá svartmetal-risa Guðrún Ansnes skrifar 9. nóvember 2015 09:00 Sveitin ætlar sér ekkert minna en heimsfrægð og er sannarlega skrefinu nær með slíkan bakhjarl sem franski útgefandinn er. Mynd/Hafsteinn Viðar Ársælsson Þetta er náttúrulega alveg klikkað, ég held reyndar að þetta sé ekki orðið yfirþyrmandi enn þá, en það gæti verið vegna þess að sennilega hef ég ekki áttað mig almennilega á hve stórt tækifæri þetta er,“ útskýrir Þorbjörn Steingrímsson, söngvari og gítarleikari sveitarinnar Zhrine sem landaði samningi við franska plöturisann Season of Mist. Auk Þorbjörns skipa þetta kolsvarta metalband þeir Nökkvi Gylfason, Ævar Örn Sigurðsson og Stefán Ari Stefánsson, sem spilað hafa saman síðan þeir voru sextán og sautján ára gamlir. „Við höfum spilað saman síðan árið 2007 og gengum þá undir nafninu Gone Postal, en skiptum um nafn í kjölfar breytingar á stefnu sveitarinnar og þar kemur Zhrine inn í jöfnuna,“ segir Þorbjörn. Aðspurður um hvernig samstarf Zhrine og franska útgáfufyrirtækisins hafi komið til segir hann að upphafið megi rekja til Eistnaflugshátíðarinnar árið 2012. „Við höfum æði oft spilað á Eistnaflugi og eigum okkur ágætis aðdáendahóp í þeirri senu. Það gerðum við enn einu sinni árið 2012 og unnum sérlega keppni sem þar var haldin. Úr varð að við fórum sem sigurvegarar til Þýskalands sama ár þar sem við tókum þátt í Wacken Metal Battle og lentum í þriðja sæti ef ég man þetta rétt,“ segir Þorbjörn. Í öllu þessu brasi kemur útsendari Season of Mist auga á drengina, sem þá voru flestir rétt að skríða í tvítugt, og úr varð að nú eru þeir komnir á samning. Zhrine er þó ekki fyrsta íslenska sveitin sem plötuútgáfan heillast af því stórsveitin Sólstafir er á mála þar líka en sveitin skrifaði undir samning við fyrirtækið árið 2011 og hefur gefið út tvær breiðskífur síðan. Af öðrum sveitum má nefna Deathspell Omega, sem Þorbjörn segir eina þá stærstu í þessari senu í heiminum í dag, svo heiðurinn sé augljóslega mikill. Auk þess að hafa stigið oft á svið Eistnaflugs hefur sveitin einnig spilað fyrir gesti Icelandic Airwaves, en gerðu þó ekki í ár. „Við höfum ekki verið mjög sýnilegir upp á síðkastið, en það er búið að vera mikið að gera hjá okkur,“ segir Þorbjörn sem viðurkennir að sannarlega verði breyting þar á. „Næsta skref okkar er að gefa út plötu í byrjun næsta árs og svo held ég að það þýði lítið annað en að stefna beinustu leið á heimsfrægð,“ útskýrir Þorbjörn og skellir upp úr. Tónlist Mest lesið Kynntust í Keflavík og gista saman í villu í Kenýa Ferðalög „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Menning Stelur af Sigga Bond: „Þá ætla ég að tala við Hannes Hólmstein“ Lífið Skilnaðar-toppur í París Tíska og hönnun Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð Lífið Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Lífið Götulistamaðurinn Jójó látinn Lífið Friðrik Ómar bauð upp á sveppi – og Villi hefði elskað það! Gagnrýni Heitir pabbar í hlaupaklúbbi Tíska og hönnun Gelluorkan í hæstu hæðum hjá Ginu Tíska og hönnun Fleiri fréttir Stelur af Sigga Bond: „Þá ætla ég að tala við Hannes Hólmstein“ „Finn ekki fyrir pressu“ Þórunn Elísabet og Jón selja í Vesturbænum Götulistamaðurinn Jójó látinn Hvernig er best að byggja upp traust? Þótti ekki viðeigandi að gefa fagaðilum gervitittlinga „Guð skapaði þig og hann gerir ekki mistök“ „Finnst við oft gleyma þeim sem geta ekki tjáð sig“ Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Krúttlegustu áheyrnarprufur ársins Kossaflens á klúbbnum Sjóðheitar skvísur í hvolpajóga brutu næstum Internetið Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð „Hálfur áratugur með þér my love“ Herra stal hundi Sunnevu og tók með í Bannað að hlæja Enn veldur Britney áhyggjum „Ég er tilbúin að vera þetta ofurpar sem okkur er ætlað að verða“ Trúlofuðu sig í laxveiði Höfundur hinna erótísku Rutshire Chronicles-bóka látinn Áróðursvélar Netanjahús séu á fullu blasti í Eurovision Stjörnulífið: „Mesta milf Íslands“ „Ég hef tapað vinum á því að eiga peninga“ Sonur Tinu Turner látinn Óraunverulegt að kaupa íbúð í miðborg London Krakkatían: Bannað að hlæja, Friðarsúlan og Iceguys Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Ungir Sjálfstæðismenn samankomnir á sambandsþingi Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Gerður í Blush hennar helsta fyrirmynd Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Sjá meira
Þetta er náttúrulega alveg klikkað, ég held reyndar að þetta sé ekki orðið yfirþyrmandi enn þá, en það gæti verið vegna þess að sennilega hef ég ekki áttað mig almennilega á hve stórt tækifæri þetta er,“ útskýrir Þorbjörn Steingrímsson, söngvari og gítarleikari sveitarinnar Zhrine sem landaði samningi við franska plöturisann Season of Mist. Auk Þorbjörns skipa þetta kolsvarta metalband þeir Nökkvi Gylfason, Ævar Örn Sigurðsson og Stefán Ari Stefánsson, sem spilað hafa saman síðan þeir voru sextán og sautján ára gamlir. „Við höfum spilað saman síðan árið 2007 og gengum þá undir nafninu Gone Postal, en skiptum um nafn í kjölfar breytingar á stefnu sveitarinnar og þar kemur Zhrine inn í jöfnuna,“ segir Þorbjörn. Aðspurður um hvernig samstarf Zhrine og franska útgáfufyrirtækisins hafi komið til segir hann að upphafið megi rekja til Eistnaflugshátíðarinnar árið 2012. „Við höfum æði oft spilað á Eistnaflugi og eigum okkur ágætis aðdáendahóp í þeirri senu. Það gerðum við enn einu sinni árið 2012 og unnum sérlega keppni sem þar var haldin. Úr varð að við fórum sem sigurvegarar til Þýskalands sama ár þar sem við tókum þátt í Wacken Metal Battle og lentum í þriðja sæti ef ég man þetta rétt,“ segir Þorbjörn. Í öllu þessu brasi kemur útsendari Season of Mist auga á drengina, sem þá voru flestir rétt að skríða í tvítugt, og úr varð að nú eru þeir komnir á samning. Zhrine er þó ekki fyrsta íslenska sveitin sem plötuútgáfan heillast af því stórsveitin Sólstafir er á mála þar líka en sveitin skrifaði undir samning við fyrirtækið árið 2011 og hefur gefið út tvær breiðskífur síðan. Af öðrum sveitum má nefna Deathspell Omega, sem Þorbjörn segir eina þá stærstu í þessari senu í heiminum í dag, svo heiðurinn sé augljóslega mikill. Auk þess að hafa stigið oft á svið Eistnaflugs hefur sveitin einnig spilað fyrir gesti Icelandic Airwaves, en gerðu þó ekki í ár. „Við höfum ekki verið mjög sýnilegir upp á síðkastið, en það er búið að vera mikið að gera hjá okkur,“ segir Þorbjörn sem viðurkennir að sannarlega verði breyting þar á. „Næsta skref okkar er að gefa út plötu í byrjun næsta árs og svo held ég að það þýði lítið annað en að stefna beinustu leið á heimsfrægð,“ útskýrir Þorbjörn og skellir upp úr.
Tónlist Mest lesið Kynntust í Keflavík og gista saman í villu í Kenýa Ferðalög „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Menning Stelur af Sigga Bond: „Þá ætla ég að tala við Hannes Hólmstein“ Lífið Skilnaðar-toppur í París Tíska og hönnun Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð Lífið Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Lífið Götulistamaðurinn Jójó látinn Lífið Friðrik Ómar bauð upp á sveppi – og Villi hefði elskað það! Gagnrýni Heitir pabbar í hlaupaklúbbi Tíska og hönnun Gelluorkan í hæstu hæðum hjá Ginu Tíska og hönnun Fleiri fréttir Stelur af Sigga Bond: „Þá ætla ég að tala við Hannes Hólmstein“ „Finn ekki fyrir pressu“ Þórunn Elísabet og Jón selja í Vesturbænum Götulistamaðurinn Jójó látinn Hvernig er best að byggja upp traust? Þótti ekki viðeigandi að gefa fagaðilum gervitittlinga „Guð skapaði þig og hann gerir ekki mistök“ „Finnst við oft gleyma þeim sem geta ekki tjáð sig“ Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Krúttlegustu áheyrnarprufur ársins Kossaflens á klúbbnum Sjóðheitar skvísur í hvolpajóga brutu næstum Internetið Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð „Hálfur áratugur með þér my love“ Herra stal hundi Sunnevu og tók með í Bannað að hlæja Enn veldur Britney áhyggjum „Ég er tilbúin að vera þetta ofurpar sem okkur er ætlað að verða“ Trúlofuðu sig í laxveiði Höfundur hinna erótísku Rutshire Chronicles-bóka látinn Áróðursvélar Netanjahús séu á fullu blasti í Eurovision Stjörnulífið: „Mesta milf Íslands“ „Ég hef tapað vinum á því að eiga peninga“ Sonur Tinu Turner látinn Óraunverulegt að kaupa íbúð í miðborg London Krakkatían: Bannað að hlæja, Friðarsúlan og Iceguys Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Ungir Sjálfstæðismenn samankomnir á sambandsþingi Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Gerður í Blush hennar helsta fyrirmynd Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Sjá meira