Höfum lagað starfsemina að okkar veruleika og aðstæðum Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 7. nóvember 2015 10:45 Eygló býr á Akureyri en brá sér suður yfir heiðar í gær til að geta tekið þátt í stuðinu hér syðra í dag. Ljósmyndarinn tók á móti henni á flugvellinum. Vísir/Vilhelm Delta Kappa Gamma eru alþjóðleg samtök kvenna í fræðslustörfum og þau voru stofnuð í Texas árið 1929 til að berjast fyrir auknum réttindum kvenna innan menntakerfisins. „Við hér á Íslandi höfum alltaf lagað starfsemina eftir okkar veruleika og aðstæðum í stað þess að einblína á einhverja uppskrift frá þeim í Ameríku. Þannig uppfyllir félagsskapurinn bæði félagslega og fræðilega þörf kvenna,“ segir Eygló Björnsdóttir, forseti hins íslenska landssambands Delta Kappa Gamma, sem heldur upp á það í dag að 40 ár eru frá stofnun fyrstu íslensku deildarinnar. Nú eru félagsmenn 332 á landinu í 12 deildum og tæpur þriðjungur er búinn að skrá sig í afmælisfjörið. Dagskráin hefst með málþingi í Þjóðarbókhlöðunni þar sem yfirskriftin er Unga nútímakonan. Fjórar kjarnakonur úr ýmsum geirum segja þar frá sýn sinni á framtíðina. Móttaka verður í boði Illuga Gunnarssonar menntamálaráðherra í Tjarnargötunni og síðan hátíðarkvöldverður með skemmitatriðum í Rúgbrauðsgerðinni. Eygló segir félagskonur borga allt sjálfar, bæði ferðir og annað, þannig að ljóst sé að áhuginn sé fyrir hendi. Íslensku samtökin eru þau fjölmennustu í Evrópu að sögn Eyglóar. „Svíar voru lengi með vinninginn en nú erum við komnar upp fyrir þá,“ segir hún og tekur fram að íslenskar konur séu tryggar félagsskapnum, þó auðvitað séu þær misjafnlega virkar. En um hvað er talað á fundum? „Við fáum yfirleitt fyrirlesara eða förum eitthvert til að kynna okkur efni sem tengist fræðslumálum. Á fundum fjöllum við um það sem efst er á baugi, ef nýjar námsskrár koma fram förum við yfir þær og sendum jafnvel inn ábendingar meðan þær eru í mótun. Ekkert er okkur óviðkomandi sem tengist skólamálum og fræðslugeiranum í víðum skilningi.“ Spurð hvort mikið sé um að alþjóðasamband Delta Kappa Gamma styrki íslenskar konur svarar Eygló. „Auðvitað styrkir það ekki allar sem sækja um en við eigum ekkert síður möguleika en aðrar. Það er gaman að segja frá því að í höfuðstöðvunum er mjög mjög litið til íslensku landssamtakanna af því að okkur hefur gengið vel að eflast. Ég hitti alþjóðaforsetann á þingi í sumar og hún sagði að við værum í uppáhaldi!“ Framtíðarkonurnar sem taka til máls eru: Fríða Rós Valdimarsdóttir, formaður Kvenréttindafélags Íslands, Auður Magndís Auðardóttir, framkvæmdastjóri Samtakanna 78, Kristín Vala Matthíasdóttir, framkvæmdastjóri Auðlindagarðs og formaður Jarðhitafélags Íslands, og Kristín Halla Einarsdóttir kvikmyndaleikstjóri. Slóðin á síðu samtakanna er: http://dkg.muna.is. Mest lesið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Lífið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Lífið Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Lífið Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Lífið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Hver er Endakallinn frá Ibiza? Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Bay segir skilið við Smith Lífið Fleiri fréttir Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
Delta Kappa Gamma eru alþjóðleg samtök kvenna í fræðslustörfum og þau voru stofnuð í Texas árið 1929 til að berjast fyrir auknum réttindum kvenna innan menntakerfisins. „Við hér á Íslandi höfum alltaf lagað starfsemina eftir okkar veruleika og aðstæðum í stað þess að einblína á einhverja uppskrift frá þeim í Ameríku. Þannig uppfyllir félagsskapurinn bæði félagslega og fræðilega þörf kvenna,“ segir Eygló Björnsdóttir, forseti hins íslenska landssambands Delta Kappa Gamma, sem heldur upp á það í dag að 40 ár eru frá stofnun fyrstu íslensku deildarinnar. Nú eru félagsmenn 332 á landinu í 12 deildum og tæpur þriðjungur er búinn að skrá sig í afmælisfjörið. Dagskráin hefst með málþingi í Þjóðarbókhlöðunni þar sem yfirskriftin er Unga nútímakonan. Fjórar kjarnakonur úr ýmsum geirum segja þar frá sýn sinni á framtíðina. Móttaka verður í boði Illuga Gunnarssonar menntamálaráðherra í Tjarnargötunni og síðan hátíðarkvöldverður með skemmitatriðum í Rúgbrauðsgerðinni. Eygló segir félagskonur borga allt sjálfar, bæði ferðir og annað, þannig að ljóst sé að áhuginn sé fyrir hendi. Íslensku samtökin eru þau fjölmennustu í Evrópu að sögn Eyglóar. „Svíar voru lengi með vinninginn en nú erum við komnar upp fyrir þá,“ segir hún og tekur fram að íslenskar konur séu tryggar félagsskapnum, þó auðvitað séu þær misjafnlega virkar. En um hvað er talað á fundum? „Við fáum yfirleitt fyrirlesara eða förum eitthvert til að kynna okkur efni sem tengist fræðslumálum. Á fundum fjöllum við um það sem efst er á baugi, ef nýjar námsskrár koma fram förum við yfir þær og sendum jafnvel inn ábendingar meðan þær eru í mótun. Ekkert er okkur óviðkomandi sem tengist skólamálum og fræðslugeiranum í víðum skilningi.“ Spurð hvort mikið sé um að alþjóðasamband Delta Kappa Gamma styrki íslenskar konur svarar Eygló. „Auðvitað styrkir það ekki allar sem sækja um en við eigum ekkert síður möguleika en aðrar. Það er gaman að segja frá því að í höfuðstöðvunum er mjög mjög litið til íslensku landssamtakanna af því að okkur hefur gengið vel að eflast. Ég hitti alþjóðaforsetann á þingi í sumar og hún sagði að við værum í uppáhaldi!“ Framtíðarkonurnar sem taka til máls eru: Fríða Rós Valdimarsdóttir, formaður Kvenréttindafélags Íslands, Auður Magndís Auðardóttir, framkvæmdastjóri Samtakanna 78, Kristín Vala Matthíasdóttir, framkvæmdastjóri Auðlindagarðs og formaður Jarðhitafélags Íslands, og Kristín Halla Einarsdóttir kvikmyndaleikstjóri. Slóðin á síðu samtakanna er: http://dkg.muna.is.
Mest lesið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Lífið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Lífið Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Lífið Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Lífið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Hver er Endakallinn frá Ibiza? Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Bay segir skilið við Smith Lífið Fleiri fréttir Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira