#skammakrókur Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 3. nóvember 2015 07:00 Mér fannst síðasta vika óvenju þrungin stressi og áhyggjum. En þetta var bara venjuleg vika. Þið vitið. Langir vinnudagar, heimanám með börnunum, matarinnkaup og klósettþrif. Það var starað á netbankann, bölvað iðnaðarmannaskorti í fjölskyldunni og lesnir um það bil 15 tölvupóstar frá skólum, leikskólum og íþróttafélögum. Fundir, safnanir og leikir. Dagbók barnsins er ekki lengur með klipptum hárlokkum og fyrsta brosinu heldur útpæld tímaáætlun flokkuð með yfirstrikunarpennum í fjórum litum. Við þessa venjulegu viku bættust óvenju margar fréttir af streitu íslenskra fjölskyldna. Konur eiga að henda sér í sófann samkvæmt læknisráði. Íslensk börn gætu haft það betra ef við myndum vinna minna og Kringlan væri lokuð á sunnudögum. Og samkvæmt nýlegri rannsókn eru íslenskar fjölskyldur almennt „að þola og þrauka“ daglega lífið og bíða þess að börnin verði eldri svo allir geti farið í golf. Þar að auki var mér boðið í tvo Facebook-hópa: Ekki halda stressi til streitu og Streitustjórnun með núvitund. Og ég fylltist streitu. Hvernig á ég að koma núvitund, jóga, líkamsrækt, göngutúrum, hugleiðslu, tjilli og sófakúri inn í dagskrána mína? Ég var komin í ástandið streita vegna streitu – úrkynjaður krankleiki metorðagjarnar velmegunarkonu. Samviskubitið sem fylgir streitu vegna streitu er svo hliðarverkun ástandsins. En við Íslendingar erum eldfjöll. Fyllumst gremju, bullum og svo flæðir upp úr með gjósandi tilfinningagusum í hashtag-stæl. Þegar ég keyrði Sæbrautina í morgun og las „Ekki skamma þig“ sem stendur skrifað með ljósum á byggingakrana, fannst mér eins og þar væri sjálfsmynd hálfgalinnar þjóðar komin í einu fallegu listaverki. Og mér þótti bara vænt um okkur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Erla Björg Gunnarsdóttir Mest lesið Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir Skoðun
Mér fannst síðasta vika óvenju þrungin stressi og áhyggjum. En þetta var bara venjuleg vika. Þið vitið. Langir vinnudagar, heimanám með börnunum, matarinnkaup og klósettþrif. Það var starað á netbankann, bölvað iðnaðarmannaskorti í fjölskyldunni og lesnir um það bil 15 tölvupóstar frá skólum, leikskólum og íþróttafélögum. Fundir, safnanir og leikir. Dagbók barnsins er ekki lengur með klipptum hárlokkum og fyrsta brosinu heldur útpæld tímaáætlun flokkuð með yfirstrikunarpennum í fjórum litum. Við þessa venjulegu viku bættust óvenju margar fréttir af streitu íslenskra fjölskyldna. Konur eiga að henda sér í sófann samkvæmt læknisráði. Íslensk börn gætu haft það betra ef við myndum vinna minna og Kringlan væri lokuð á sunnudögum. Og samkvæmt nýlegri rannsókn eru íslenskar fjölskyldur almennt „að þola og þrauka“ daglega lífið og bíða þess að börnin verði eldri svo allir geti farið í golf. Þar að auki var mér boðið í tvo Facebook-hópa: Ekki halda stressi til streitu og Streitustjórnun með núvitund. Og ég fylltist streitu. Hvernig á ég að koma núvitund, jóga, líkamsrækt, göngutúrum, hugleiðslu, tjilli og sófakúri inn í dagskrána mína? Ég var komin í ástandið streita vegna streitu – úrkynjaður krankleiki metorðagjarnar velmegunarkonu. Samviskubitið sem fylgir streitu vegna streitu er svo hliðarverkun ástandsins. En við Íslendingar erum eldfjöll. Fyllumst gremju, bullum og svo flæðir upp úr með gjósandi tilfinningagusum í hashtag-stæl. Þegar ég keyrði Sæbrautina í morgun og las „Ekki skamma þig“ sem stendur skrifað með ljósum á byggingakrana, fannst mér eins og þar væri sjálfsmynd hálfgalinnar þjóðar komin í einu fallegu listaverki. Og mér þótti bara vænt um okkur.
Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir Skoðun
Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir Skoðun
Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir Skoðun
Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir Skoðun