Anton afturgenginn Óttar Guðmundsson skrifar 14. nóvember 2015 07:00 Aldargömul umræða um miðla og skyggnilýsingar blossaði upp á dögunum. Getur einhver náð vitrænu sambandi við annan heim? Nýlega hitti ég drykkfelldan, atvinnulausan miðil fyrir utan Borgarleikhúsið. Hann sagði mér í óspurðum fréttum að Anton Chekhov leikskáld gengi aftur í leikhúsinu. Skáldið ráfaði friðlaust um í leit að einhverjum sem bæri ábyrgð á uppsetningunni á Mávinum. Hann heyrðist muldra fyrir munni sér í sífellu: „Mávurinn átti að gerast meðal rússneskra aðalsmanna í sumarhúsi. Þeir klæddust hörfötum og drukku kampavín. Ég kannast ekkert við þetta íslenska hyski í flíspeysum í orlofsbústað sem var á sviðinu. Rússnesk hámenning vék fyrir drykkjulátum með bjór, karókí, bölvi og ragni og Bubba Morthens. Þetta er ekki leikritið mitt heldur skopstæling eða skrípaleikur. Hvað með höfundarréttinn?“ Ég fór á sýningu á Mávinum um daginn og skil Anton ágætlega. Hann verður samt að hætta þessu væli. Allir vita að leikhúsin mega taka leikverk og breyta þeim að vild. Lokasenan í Hamlet má breytast í klæðskiptingapartí. Fjalla-Eyvindur má enda sem þunglyndur jarðfræðingur. Breyta má Skugga-Sveini í lipran ballettkennara og Trójudætrum í súludansmeyjar. Bjartur í Sumarhúsum er barnaperri með lán hjá Kaupþingi. Allt má í leikhúsinu. Umræðan um höfundarrétt fjallar bara um niðurhal á netinu og höfunda sem halda að þeir eigi sín eigin hugverk. Í ríkisleikhúsunum eiga leikstjórarnir verkin og geta breytt þeim í takt við eigin hugaróra. Anton ráfaði um leikhúsið tautandi: „Hvar eru allir listamennirnir sem mótmæla höfundarréttarbrotum á netinu? Af hverju koma þeir mér ekki til hjálpar. Verð ég að hafa samband við Pútín?“ Hann settist niður og grét beisklega. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Óttar Guðmundsson Mest lesið Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir Skoðun Gunnar 02.05.15 Gunnar Immigrant Women: Essential Workers, Rising Voices on Labor Day Maru Alemán Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir Skoðun
Aldargömul umræða um miðla og skyggnilýsingar blossaði upp á dögunum. Getur einhver náð vitrænu sambandi við annan heim? Nýlega hitti ég drykkfelldan, atvinnulausan miðil fyrir utan Borgarleikhúsið. Hann sagði mér í óspurðum fréttum að Anton Chekhov leikskáld gengi aftur í leikhúsinu. Skáldið ráfaði friðlaust um í leit að einhverjum sem bæri ábyrgð á uppsetningunni á Mávinum. Hann heyrðist muldra fyrir munni sér í sífellu: „Mávurinn átti að gerast meðal rússneskra aðalsmanna í sumarhúsi. Þeir klæddust hörfötum og drukku kampavín. Ég kannast ekkert við þetta íslenska hyski í flíspeysum í orlofsbústað sem var á sviðinu. Rússnesk hámenning vék fyrir drykkjulátum með bjór, karókí, bölvi og ragni og Bubba Morthens. Þetta er ekki leikritið mitt heldur skopstæling eða skrípaleikur. Hvað með höfundarréttinn?“ Ég fór á sýningu á Mávinum um daginn og skil Anton ágætlega. Hann verður samt að hætta þessu væli. Allir vita að leikhúsin mega taka leikverk og breyta þeim að vild. Lokasenan í Hamlet má breytast í klæðskiptingapartí. Fjalla-Eyvindur má enda sem þunglyndur jarðfræðingur. Breyta má Skugga-Sveini í lipran ballettkennara og Trójudætrum í súludansmeyjar. Bjartur í Sumarhúsum er barnaperri með lán hjá Kaupþingi. Allt má í leikhúsinu. Umræðan um höfundarrétt fjallar bara um niðurhal á netinu og höfunda sem halda að þeir eigi sín eigin hugverk. Í ríkisleikhúsunum eiga leikstjórarnir verkin og geta breytt þeim í takt við eigin hugaróra. Anton ráfaði um leikhúsið tautandi: „Hvar eru allir listamennirnir sem mótmæla höfundarréttarbrotum á netinu? Af hverju koma þeir mér ekki til hjálpar. Verð ég að hafa samband við Pútín?“ Hann settist niður og grét beisklega.
Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir Skoðun
Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir Skoðun
Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir Skoðun
Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir Skoðun