Skórinn tákn um ferðalög í víðum skilningi Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 13. nóvember 2015 10:45 Bryndís Björgvinsdóttir textílhönnuður vann bæði með balknesku konunum í Slóveníu og innflytjendakonunum á Íslandi. Mynd/Guðrún Lilja „Skórinn er þema sýningarinnar. Hann er þar tákn um ferðalög í víðum skilningi,“ segir Guðrún Lilja Gunnlaugsdóttir, verkefnisstjóri í Borgarbókasafninu, um sýninguna Á inniskónum til Íslands sem hún er að setja upp í Grófarhúsinu. „Líkt og íslenskar konur saumuðu sauðskinnsskó í gamla daga hafa konur á Balkanskaganum búið til sína eigin inniskó frá barnæsku. Þær þekkja handverkshefðina og á sýningunni má sjá þeirra eigin persónulegu útfærslu af slíkum skóm,“ segir Guðrún Lilja og útskýrir nánar.Kátar konur við prjónaskap í Slóveníu.„Verkefnið Balkan Slippers on the way to Iceland var sett á laggirnar fyrir atvinnulausar konur sem flust hafa til Slóveníu frá vestur-balkönsku löndunum í kring. Með verkefninu var mynduð ný menningarbrú á milli Slóveníu og Íslands með fulltingi Bryndísar Björgvinsdóttur textíllistakonu sem tók þátt í verkefninu.“ Að sögn Guðrúnar Lilju leiddi Bryndís Björgvinsdóttir líka vinnustofu fyrir innflytjendakonur hér á Íslandi. „Þar voru búnir til annars konar inniskór, saumaðir í tau og á sýningunni eru þeir hengdir upp sem eitt listaverk.“ Sýningin verður opnuð á morgun, laugardag, klukkan 15 og stendur til 29. nóvember. Mest lesið Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Lífið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Hver er Endakallinn frá Ibiza? Lífið Bay segir skilið við Smith Lífið Hver dáleiðsla er spennandi og ófyrirsjáanlegt ferðalag Lífið samstarf Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Lífið „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Lífið Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Lífið Fleiri fréttir Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
„Skórinn er þema sýningarinnar. Hann er þar tákn um ferðalög í víðum skilningi,“ segir Guðrún Lilja Gunnlaugsdóttir, verkefnisstjóri í Borgarbókasafninu, um sýninguna Á inniskónum til Íslands sem hún er að setja upp í Grófarhúsinu. „Líkt og íslenskar konur saumuðu sauðskinnsskó í gamla daga hafa konur á Balkanskaganum búið til sína eigin inniskó frá barnæsku. Þær þekkja handverkshefðina og á sýningunni má sjá þeirra eigin persónulegu útfærslu af slíkum skóm,“ segir Guðrún Lilja og útskýrir nánar.Kátar konur við prjónaskap í Slóveníu.„Verkefnið Balkan Slippers on the way to Iceland var sett á laggirnar fyrir atvinnulausar konur sem flust hafa til Slóveníu frá vestur-balkönsku löndunum í kring. Með verkefninu var mynduð ný menningarbrú á milli Slóveníu og Íslands með fulltingi Bryndísar Björgvinsdóttur textíllistakonu sem tók þátt í verkefninu.“ Að sögn Guðrúnar Lilju leiddi Bryndís Björgvinsdóttir líka vinnustofu fyrir innflytjendakonur hér á Íslandi. „Þar voru búnir til annars konar inniskór, saumaðir í tau og á sýningunni eru þeir hengdir upp sem eitt listaverk.“ Sýningin verður opnuð á morgun, laugardag, klukkan 15 og stendur til 29. nóvember.
Mest lesið Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Lífið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Hver er Endakallinn frá Ibiza? Lífið Bay segir skilið við Smith Lífið Hver dáleiðsla er spennandi og ófyrirsjáanlegt ferðalag Lífið samstarf Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Lífið „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Lífið Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Lífið Fleiri fréttir Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira