Endurskoða verður lífeyri Björgvin Guðmundsson skrifar 11. nóvember 2015 07:00 Miklar launahækkanir hafa átt sér stað á þessu ári, meiri en um langt skeið. Ríkið reið á vaðið með því að gera háa samninga við framhaldsskólakennara og lækna. Samið var við framhaldsskólakennara um 44% kauphækkun á þremur árum, að meðtalinni viðbótarhækkun, sem fékkst vegna úrskurðar gerðardóms í máli BHM. Og samið var við lækna um 25 til 40 prósenta launahækkun á þremur árum. Með þessum samningum ríkisins var stefnan mörkuð og í kjölfarið fylgdu margir háir samningar. Verkafólk var orðið langþreytt á að bíða eftir kjarabótum og það var viðurkennt í þjóðfélaginu, að ekki væri unnt að lifa af lægstu launum verkamanna. Fyrsta maí síðastliðinn sömdu Flóabandalagið, Starfsgreinasambandið og VR um 14,5 prósenta hækkun á lágmarkslaunum (lágmarkstekjutryggingu) strax og að launin skyldu hækka í 300 þúsund krónur á þremur árum. Það er 40 prósent hækkun lágmarkslauna, úr 214 þúsund krónum á mánuði í 300 þúsund á mánuði. Á eftir fylgdu fjölmargir kjarasamningar og flestir í hærri kantinum. Nú síðast sömdu sjúkraliðar, lögreglumenn og SFR við ríkið og fengu 30 til 32 prósenta launahækkun á fjórum árum. Einnig var samið um að gera tilraun með styttingu vinnutíma, 36 stunda vinnuviku, án kjaraskerðingar. Athuga á hvort afköst aukast við styttingu vinnutíma.Launaþróun liggur ljós fyrir Samkvæmt lögum á að taka mið af launaþróun, þegar lífeyrir aldraðra og öryrkja er ákveðinn. Á þessu ári hefur launaþróun legið ljós fyrir og einnig hækkun lágmarkslauna. Ei að síður miðaði fjármálaráðuneytið við ÁÆTLUN um hækkun launavísitölu, þegar fjallað var um hækkun lífeyris aldraðra og öryrkja. Þessi áætlun var miklu lægri en raunhækkanir kjarasamninga 1. maí. Kjarasamningar lágu það snemma fyrir, að ekki þurfti að byggja á áætlunum. Með því að margir nýir kjarasamningar hafa bæst við síðan fjármálaráðuneytið gerði tillögu um hækkun lífeyris verður að treysta því, að tillögurnar verði endurskoðaðar og lífeyrir hækkaður til samræmis við raunverulega launaþróun ársins. Einnig tel ég koma til greina að miða við hækkun lágmarkslauna (lágmarkstekjutryggingar). Hækkun lífeyris á að mínu mati að gilda frá 1. maí sl. samanber t.d. síðustu kjarasamninga við SFR ,sjúkraliða og lögreglumenn, sem gilda frá 1. maí 2015. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Björgvin Guðmundsson Mest lesið Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson Skoðun Það er betra fyrir okkur öll að Háskóli Íslands efli fjarnám Darri Rafn Hólmarsson Skoðun Þegar rafmagn hættir að vera sjálfsagður hlutur Árni B. Möller Skoðun Æji nei innflytjendur Davíð Aron Routley Skoðun 5.maí Alþjóðadagur ljósmæðra Unnur Berglind Friðriksdóttir Skoðun Stríðsglæpir sem munu ekki gleymast! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Lýðræði og framtíð RÚV: Tími til breytinga? Erling Valur Ingason Skoðun Dvel þú í draumahöll Hugrún Sigurjónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Þetta má ekki gerast aftur! - Álag á útsvar Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Meistaragráða í lífsreynslu Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld, Óskar á heima hér! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Dvel þú í draumahöll Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson skrifar Skoðun Umhverfi, heilsa og skólamáltíðir Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Æji nei innflytjendur Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Stríðsglæpir sem munu ekki gleymast! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Samstaða, kjarkur og þor Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Það er betra fyrir okkur öll að Háskóli Íslands efli fjarnám Darri Rafn Hólmarsson skrifar Skoðun Yfirfull fangelsi, brostið kerfi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þegar rafmagn hættir að vera sjálfsagður hlutur Árni B. Möller skrifar Skoðun Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lýðræði og framtíð RÚV: Tími til breytinga? Erling Valur Ingason skrifar Skoðun 5.maí Alþjóðadagur ljósmæðra Unnur Berglind Friðriksdóttir skrifar Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon skrifar Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir skrifar Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar Sjá meira
Miklar launahækkanir hafa átt sér stað á þessu ári, meiri en um langt skeið. Ríkið reið á vaðið með því að gera háa samninga við framhaldsskólakennara og lækna. Samið var við framhaldsskólakennara um 44% kauphækkun á þremur árum, að meðtalinni viðbótarhækkun, sem fékkst vegna úrskurðar gerðardóms í máli BHM. Og samið var við lækna um 25 til 40 prósenta launahækkun á þremur árum. Með þessum samningum ríkisins var stefnan mörkuð og í kjölfarið fylgdu margir háir samningar. Verkafólk var orðið langþreytt á að bíða eftir kjarabótum og það var viðurkennt í þjóðfélaginu, að ekki væri unnt að lifa af lægstu launum verkamanna. Fyrsta maí síðastliðinn sömdu Flóabandalagið, Starfsgreinasambandið og VR um 14,5 prósenta hækkun á lágmarkslaunum (lágmarkstekjutryggingu) strax og að launin skyldu hækka í 300 þúsund krónur á þremur árum. Það er 40 prósent hækkun lágmarkslauna, úr 214 þúsund krónum á mánuði í 300 þúsund á mánuði. Á eftir fylgdu fjölmargir kjarasamningar og flestir í hærri kantinum. Nú síðast sömdu sjúkraliðar, lögreglumenn og SFR við ríkið og fengu 30 til 32 prósenta launahækkun á fjórum árum. Einnig var samið um að gera tilraun með styttingu vinnutíma, 36 stunda vinnuviku, án kjaraskerðingar. Athuga á hvort afköst aukast við styttingu vinnutíma.Launaþróun liggur ljós fyrir Samkvæmt lögum á að taka mið af launaþróun, þegar lífeyrir aldraðra og öryrkja er ákveðinn. Á þessu ári hefur launaþróun legið ljós fyrir og einnig hækkun lágmarkslauna. Ei að síður miðaði fjármálaráðuneytið við ÁÆTLUN um hækkun launavísitölu, þegar fjallað var um hækkun lífeyris aldraðra og öryrkja. Þessi áætlun var miklu lægri en raunhækkanir kjarasamninga 1. maí. Kjarasamningar lágu það snemma fyrir, að ekki þurfti að byggja á áætlunum. Með því að margir nýir kjarasamningar hafa bæst við síðan fjármálaráðuneytið gerði tillögu um hækkun lífeyris verður að treysta því, að tillögurnar verði endurskoðaðar og lífeyrir hækkaður til samræmis við raunverulega launaþróun ársins. Einnig tel ég koma til greina að miða við hækkun lágmarkslauna (lágmarkstekjutryggingar). Hækkun lífeyris á að mínu mati að gilda frá 1. maí sl. samanber t.d. síðustu kjarasamninga við SFR ,sjúkraliða og lögreglumenn, sem gilda frá 1. maí 2015.
Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar