Augnapot kostaði 42 milljónir | Myndband Tómas Þór Þórðarson skrifar 10. nóvember 2015 09:00 Aqib Talib getur stundum farið fram úr sér þó góður leikmaður sé. vísir/getty Aqib Talib, bakvörður Denver Broncos í NFL-deildinni í amerískum fótbolta, gerði einn heimskulegasta hlut sem sést hefur í íþróttaheiminum á þessu ári á sunnudaginn. Þegar Denver mátti alls ekki við því að fá á sig víti undir lok leiksins gegn Indianapolis Colts í sjónvarpsleik helgarinnar á Stöð 2 Sport á sunnudaginn tók Talib upp á því að pota í augað á mótherja sínum. Denver kom inn í leikinn sem eitt af fjórum ósigruðum liðum deildarinnar, en með hjálp Talib tókst Indianapolis að verða fyrsta liðið til að fella Peyton Manning og félaga. Vonn Miller, samherji Talibs, og Dwayne Allen, leikmaður Colts, áttu í smá orðaskiptum eins og gerist og gengur í NFL. Talib ákvað þó að blanda sér í leikinn og pota þéttingsfast í augað á Allen. Fyrir það fékk hann auðvitað stórt víti sem fór langt með að tryggja Colts sigurinn. Ótrúlegt en satt var Talib þó ekki sparkað út úr húsinu. Aganefnd NFL er búin að ákveða að Talib fær eins leiks bann fyrir augnapotið og því verður hann sektaður um laun fyrir einn leik. Frá þessu greinir ESPN. Augnapotið kostar hann því 42 milljónir króna sem er sú upphæð sem hann fær fyrir hvern leik miðað við 654 milljóna króna grunnlaun. Talib er nefnilega einn besti varnarmaður deildarinnar og á risasamningi hjá Denver Broncos. „Þeir hafa fullan rétt á að refsa mér og mér finnst ég eiga skilið þessa refsingu. Ég ætlaði ekki að pota í augað á honum eins og þið sjáið. Þetta var óviljaverk,“ sagði Talib við fréttamenn inn í búningsklefa eftir leikinn. Óviljaverk? Hér má sjá það helsta úr leiknum en atvikið sem um ræðir kemur eftir fjórar mínútur. NFL Tengdar fréttir Kærði NFL-stjörnu fyrir að stela fána Einn besti leikmaður NFL-deildarinnar reif niður fána andstæðinganna í gær og lét sig hverfa með fánann. 9. nóvember 2015 23:15 Peyton kvaddi gamla heimavöllinn með tapi Það eru enn þrjú ósigruð lið í NFL-deildinni eftir leiki helgarinnar. 9. nóvember 2015 11:00 Mest lesið Hættur aðeins þrítugur Golf Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Enski boltinn Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Fótbolti Bunting dró orð sín til baka með tárin í augunum: „Ég er ekki meistari fólksins“ Sport Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Fótbolti Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Táningur fær mikið hrós fyrir viðbrögð sín þegar mótherji missti meðvitund Fótbolti Steraleikarnir segi ungu fólki að það sé aldrei nógu fullkomið Sport Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Fótbolti Klappstýrur Björgvins Karls slógu í gegn Sport Fleiri fréttir Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Vildi tapa legg: „Mesti hávaði sem ég hef heyrt“ Salah færði Egyptum draumabyrjun Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Neres hetja Napoli í Sádi-Arabíu Aron Einar lagði upp dýrmætt sigurmark Sagði látna systur sína hafa tryggt sigurinn ótrúlega Steraleikarnir segi ungu fólki að það sé aldrei nógu fullkomið Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Glódís Perla veik í jólafríið en enn taplaus Hættur aðeins þrítugur Glódís og Hákon best í fótboltanum á árinu Frelsaði fjárfestirinn Dani Alves gefur sjálfum sér samning Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg Mbappé breytti um fagn af góðu tilefni „Allir virðast elska hann“ Stjörnuútherji Steelers sló til áhorfenda í miðjum leik Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Táningur fær mikið hrós fyrir viðbrögð sín þegar mótherji missti meðvitund „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi Mætir öldungnum sem breytti lífi hans Missti af tveimur mánuðum eftir að hafa slasast við að tengja sjónvarpið „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Freyr himinlifandi með íslensku strákana Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Klappstýrur Björgvins Karls slógu í gegn Sjá meira
Aqib Talib, bakvörður Denver Broncos í NFL-deildinni í amerískum fótbolta, gerði einn heimskulegasta hlut sem sést hefur í íþróttaheiminum á þessu ári á sunnudaginn. Þegar Denver mátti alls ekki við því að fá á sig víti undir lok leiksins gegn Indianapolis Colts í sjónvarpsleik helgarinnar á Stöð 2 Sport á sunnudaginn tók Talib upp á því að pota í augað á mótherja sínum. Denver kom inn í leikinn sem eitt af fjórum ósigruðum liðum deildarinnar, en með hjálp Talib tókst Indianapolis að verða fyrsta liðið til að fella Peyton Manning og félaga. Vonn Miller, samherji Talibs, og Dwayne Allen, leikmaður Colts, áttu í smá orðaskiptum eins og gerist og gengur í NFL. Talib ákvað þó að blanda sér í leikinn og pota þéttingsfast í augað á Allen. Fyrir það fékk hann auðvitað stórt víti sem fór langt með að tryggja Colts sigurinn. Ótrúlegt en satt var Talib þó ekki sparkað út úr húsinu. Aganefnd NFL er búin að ákveða að Talib fær eins leiks bann fyrir augnapotið og því verður hann sektaður um laun fyrir einn leik. Frá þessu greinir ESPN. Augnapotið kostar hann því 42 milljónir króna sem er sú upphæð sem hann fær fyrir hvern leik miðað við 654 milljóna króna grunnlaun. Talib er nefnilega einn besti varnarmaður deildarinnar og á risasamningi hjá Denver Broncos. „Þeir hafa fullan rétt á að refsa mér og mér finnst ég eiga skilið þessa refsingu. Ég ætlaði ekki að pota í augað á honum eins og þið sjáið. Þetta var óviljaverk,“ sagði Talib við fréttamenn inn í búningsklefa eftir leikinn. Óviljaverk? Hér má sjá það helsta úr leiknum en atvikið sem um ræðir kemur eftir fjórar mínútur.
NFL Tengdar fréttir Kærði NFL-stjörnu fyrir að stela fána Einn besti leikmaður NFL-deildarinnar reif niður fána andstæðinganna í gær og lét sig hverfa með fánann. 9. nóvember 2015 23:15 Peyton kvaddi gamla heimavöllinn með tapi Það eru enn þrjú ósigruð lið í NFL-deildinni eftir leiki helgarinnar. 9. nóvember 2015 11:00 Mest lesið Hættur aðeins þrítugur Golf Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Enski boltinn Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Fótbolti Bunting dró orð sín til baka með tárin í augunum: „Ég er ekki meistari fólksins“ Sport Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Fótbolti Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Táningur fær mikið hrós fyrir viðbrögð sín þegar mótherji missti meðvitund Fótbolti Steraleikarnir segi ungu fólki að það sé aldrei nógu fullkomið Sport Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Fótbolti Klappstýrur Björgvins Karls slógu í gegn Sport Fleiri fréttir Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Vildi tapa legg: „Mesti hávaði sem ég hef heyrt“ Salah færði Egyptum draumabyrjun Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Neres hetja Napoli í Sádi-Arabíu Aron Einar lagði upp dýrmætt sigurmark Sagði látna systur sína hafa tryggt sigurinn ótrúlega Steraleikarnir segi ungu fólki að það sé aldrei nógu fullkomið Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Glódís Perla veik í jólafríið en enn taplaus Hættur aðeins þrítugur Glódís og Hákon best í fótboltanum á árinu Frelsaði fjárfestirinn Dani Alves gefur sjálfum sér samning Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg Mbappé breytti um fagn af góðu tilefni „Allir virðast elska hann“ Stjörnuútherji Steelers sló til áhorfenda í miðjum leik Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Táningur fær mikið hrós fyrir viðbrögð sín þegar mótherji missti meðvitund „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi Mætir öldungnum sem breytti lífi hans Missti af tveimur mánuðum eftir að hafa slasast við að tengja sjónvarpið „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Freyr himinlifandi með íslensku strákana Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Klappstýrur Björgvins Karls slógu í gegn Sjá meira
Kærði NFL-stjörnu fyrir að stela fána Einn besti leikmaður NFL-deildarinnar reif niður fána andstæðinganna í gær og lét sig hverfa með fánann. 9. nóvember 2015 23:15
Peyton kvaddi gamla heimavöllinn með tapi Það eru enn þrjú ósigruð lið í NFL-deildinni eftir leiki helgarinnar. 9. nóvember 2015 11:00