Valbuena opnar sig um fjárkúgunarmálið Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 27. nóvember 2015 11:00 Valbuena og Cisse. Vísir/Samsett mynd/Getty Mathieu Valbuena, leikmaður Lyon og franska landsliðsins, tjáir sig í fyrsta sinn um fjárkúgun sem hann var beittur í sumar í viðtali við Le Monde í dag. Eins og fjallað hefur verið um kærði Valbuena fjárkúgun sem hann varð fyrir í tengslum við kynlífsmyndband af honum. Karim Benzema, leikmaður Real Madrid og samherji hans í landsliðinu, flæktist svo inn í málið.Sjá einnig: Fullyrt að Benzema hafi játað sök | Ákæra gefin út Benzema var handtekinn eftir að hafa blandað sér í málið sem milliliður og hvatt Valbuena til að hitta vin sinn út af þessu máli. Benzema á eftir að fara fyrir dómara vegna málsins og gæti fengið refsingu. „Innst inni finnst mér enn skrýtið að hann vildi að ég hitti þessa manneskju. Hann krafðist þess,“ sagði Valbuena í viðtalinu. „Þetta voru mér mikil vonbrigði.“Sjá einnig: Benzema fær fullan stuðning Real Madrid Valbuena segir mögulegt að myndbandinu hafi verið stolið af símanum hans þegar hann bað vin sinn um að aðstoða sig með símann. Hann segir að hann hafi fyrst heyrt um að myndbandið væri í dreifingu þegar Djibril Cisse, annar knattspyrnumaður, setti sig í samband við hann í maí árið 2015 og varaði hann við. Valbuena segir þó að Cisse tengist málinu ekki á annan hátt heldur að hann hafi aðeins viljað vara hann við. Hann fékk svo símtal frá ónefndum aðila í júní þar sem honum var hótað. Þá fór Valbuena með málið strax til lögreglunnar. Benzema var handtekinn af lögreglu.Vísir/Getty Bað mig að hitta vin sinn Málið var svo til rannsóknar hjá lögreglunni næstu vikur og mánuði. Þegar Valbuena fór til hennar í byrjun síðasta mánaðar, skömmu fyrir æfingu hjá franska landsliðinu, fékk hann þau skilaboð frá lögreglunni að mögulega myndi einhver liðsfélaga hans ræða við hann um myndbandið. Það varð raunin þegar Karim Benzema steig fram. „Hann biður mig um að hitta vin sinn sem hann segir að sé afar traustur. Hann geti komið því í kring fyrir mig,“ segir Valbuena í viðtalinu.Sjá einnig: Benzema og Valbuena ekki valdir í franska landsliðið Lögreglan í Frakklandi mun hafa hlerað símtöl hjá Benzema þar sem fram kemur að hann viti meira um málið en hann hefur viljað gefa upp, enda hefur Benzema haldið fram sakleysi sínu. „Ég er ekki heimskur. Ég þakkaði honum fyrir að vara mig við en ég veit vel að hann var ekki að krefjast þess að ég myndi hitta einhvern ókunnugan aðila út af engu,“ segir hann. Benzema og Valbuena fagna marki í landsleik.Vísir/Getty Skil þetta mætaval Valbuena segir að Benzema hafi aldrei rætt um peninga eða neitt slíkt. „En þegar hann krefst þess ítrekað að ég hitti þennan vin hans - ég er ekki heimskur. Ég er 31 árs. Ég skil þetta mætavel.“ „Þetta er svo mikil vanvirðing. Það er ekki hægt að haga sér svona. Þrátt fyrir að Karim hafi aldrei talað um peninga þá er ljóst að ég er ekki að hitta þennan mann út af engu.“ Enn fremur segir Valbuena að hann geti þrátt fyrir allt ímyndað sér að spila aftur með Benzema í franska landsliðinu. Fótbolti Fjárkúgunarmál Karims Benzema Tengdar fréttir Cisse handtekinn í fjárkúgunarmáli Fyrrum framherji Liverpool, Djibril Cisse, hefur verið handtekinn. 13. október 2015 11:13 Benzema rólegur þrátt fyrir hneykslið Ræddi stuttlega við fréttamenn á leið sinni á æfingu hjá Real Madrid í dag. 9. nóvember 2015 18:30 Benzema og Valbuena ekki valdir í franska landsliðið Kúgunarmálið vegna kynlífsmyndbandsins af Mathieu Valbuena hefur áhrif á franska landsliðið. 6. nóvember 2015 09:45 Benitez stendur með Benzema: Einbeittu þér að endurhæfingunni Knattspyrnustjóri Real Madrid sagðist hafa rætt við franska sóknarmanninn og beðið hann um að einbeita sér að því að ná sér af meiðslunum í stað þess að hugsa um ákæruna. 8. nóvember 2015 10:00 Fullyrt að Benzema hafi játað sök | Ákæra gefn út Karim Benzema mun hafa gist fangaklefa í nótt eftir að hafa verið hantekinn fyrir tilraunir til fjárkúgunar. 5. nóvember 2015 12:45 Benzema handtekinn vegna fjárkúgunar Franska fréttastofan AFP segir að Real Madrid-stjarnan sé flæktur í fjárkúgunarmál tengt kynlífsmyndbandi franskrar knattspyrnustjörnu. 4. nóvember 2015 09:51 Benzema fær fullan stuðning Real Madrid Forseti Real Madrid fundaði með Karim Benzema í gær vegna fjárkúgunarmálsins sem Karim Benzema er flæktur í. 6. nóvember 2015 10:15 Mest lesið Íslensk hjón fóru holu í höggi á sama hring Golf Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“ Fótbolti „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Körfubolti Heimamaður setti met í fjölmennasta utanvegahlaupi Íslands Sport Kane fékk loksins að syngja sigurlagið Fótbolti Staðfestir brottför frá Liverpool Enski boltinn Piastri fagnaði þriðja sigrinum í röð Formúla 1 Sendu Houston enn á ný í háttinn Körfubolti Dagskráin í dag: Oddaleikur og þrír leikir í Bestu deild karla Sport Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“ Kane fékk loksins að syngja sigurlagið Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum „Vantar hjarta og baráttu í mína menn“ „Náðum að nýta kröftuga byrjun með mörkum“ Lille bjargaði mikilvægu stigi Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Hörður í hóp eftir tæplega tveggja ára meiðsli Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Bayern varð sófameistari Logi skoraði í tapi en Stefán setti sigurmark Erfitt hjá Íslendingunum í Svíþjóð Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Vont tap hjá Alberti í Rómarborg Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Hamrarnir jöfnuðu gegn Spurs en biðin eftir sigri lengist enn Titilvonir Real Madrid lifa og El Clásico framundan Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Sjáðu markaveislu Breiðabliks og FH og mörkin úr sögulegum sigri Fram Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Sjá meira
Mathieu Valbuena, leikmaður Lyon og franska landsliðsins, tjáir sig í fyrsta sinn um fjárkúgun sem hann var beittur í sumar í viðtali við Le Monde í dag. Eins og fjallað hefur verið um kærði Valbuena fjárkúgun sem hann varð fyrir í tengslum við kynlífsmyndband af honum. Karim Benzema, leikmaður Real Madrid og samherji hans í landsliðinu, flæktist svo inn í málið.Sjá einnig: Fullyrt að Benzema hafi játað sök | Ákæra gefin út Benzema var handtekinn eftir að hafa blandað sér í málið sem milliliður og hvatt Valbuena til að hitta vin sinn út af þessu máli. Benzema á eftir að fara fyrir dómara vegna málsins og gæti fengið refsingu. „Innst inni finnst mér enn skrýtið að hann vildi að ég hitti þessa manneskju. Hann krafðist þess,“ sagði Valbuena í viðtalinu. „Þetta voru mér mikil vonbrigði.“Sjá einnig: Benzema fær fullan stuðning Real Madrid Valbuena segir mögulegt að myndbandinu hafi verið stolið af símanum hans þegar hann bað vin sinn um að aðstoða sig með símann. Hann segir að hann hafi fyrst heyrt um að myndbandið væri í dreifingu þegar Djibril Cisse, annar knattspyrnumaður, setti sig í samband við hann í maí árið 2015 og varaði hann við. Valbuena segir þó að Cisse tengist málinu ekki á annan hátt heldur að hann hafi aðeins viljað vara hann við. Hann fékk svo símtal frá ónefndum aðila í júní þar sem honum var hótað. Þá fór Valbuena með málið strax til lögreglunnar. Benzema var handtekinn af lögreglu.Vísir/Getty Bað mig að hitta vin sinn Málið var svo til rannsóknar hjá lögreglunni næstu vikur og mánuði. Þegar Valbuena fór til hennar í byrjun síðasta mánaðar, skömmu fyrir æfingu hjá franska landsliðinu, fékk hann þau skilaboð frá lögreglunni að mögulega myndi einhver liðsfélaga hans ræða við hann um myndbandið. Það varð raunin þegar Karim Benzema steig fram. „Hann biður mig um að hitta vin sinn sem hann segir að sé afar traustur. Hann geti komið því í kring fyrir mig,“ segir Valbuena í viðtalinu.Sjá einnig: Benzema og Valbuena ekki valdir í franska landsliðið Lögreglan í Frakklandi mun hafa hlerað símtöl hjá Benzema þar sem fram kemur að hann viti meira um málið en hann hefur viljað gefa upp, enda hefur Benzema haldið fram sakleysi sínu. „Ég er ekki heimskur. Ég þakkaði honum fyrir að vara mig við en ég veit vel að hann var ekki að krefjast þess að ég myndi hitta einhvern ókunnugan aðila út af engu,“ segir hann. Benzema og Valbuena fagna marki í landsleik.Vísir/Getty Skil þetta mætaval Valbuena segir að Benzema hafi aldrei rætt um peninga eða neitt slíkt. „En þegar hann krefst þess ítrekað að ég hitti þennan vin hans - ég er ekki heimskur. Ég er 31 árs. Ég skil þetta mætavel.“ „Þetta er svo mikil vanvirðing. Það er ekki hægt að haga sér svona. Þrátt fyrir að Karim hafi aldrei talað um peninga þá er ljóst að ég er ekki að hitta þennan mann út af engu.“ Enn fremur segir Valbuena að hann geti þrátt fyrir allt ímyndað sér að spila aftur með Benzema í franska landsliðinu.
Fótbolti Fjárkúgunarmál Karims Benzema Tengdar fréttir Cisse handtekinn í fjárkúgunarmáli Fyrrum framherji Liverpool, Djibril Cisse, hefur verið handtekinn. 13. október 2015 11:13 Benzema rólegur þrátt fyrir hneykslið Ræddi stuttlega við fréttamenn á leið sinni á æfingu hjá Real Madrid í dag. 9. nóvember 2015 18:30 Benzema og Valbuena ekki valdir í franska landsliðið Kúgunarmálið vegna kynlífsmyndbandsins af Mathieu Valbuena hefur áhrif á franska landsliðið. 6. nóvember 2015 09:45 Benitez stendur með Benzema: Einbeittu þér að endurhæfingunni Knattspyrnustjóri Real Madrid sagðist hafa rætt við franska sóknarmanninn og beðið hann um að einbeita sér að því að ná sér af meiðslunum í stað þess að hugsa um ákæruna. 8. nóvember 2015 10:00 Fullyrt að Benzema hafi játað sök | Ákæra gefn út Karim Benzema mun hafa gist fangaklefa í nótt eftir að hafa verið hantekinn fyrir tilraunir til fjárkúgunar. 5. nóvember 2015 12:45 Benzema handtekinn vegna fjárkúgunar Franska fréttastofan AFP segir að Real Madrid-stjarnan sé flæktur í fjárkúgunarmál tengt kynlífsmyndbandi franskrar knattspyrnustjörnu. 4. nóvember 2015 09:51 Benzema fær fullan stuðning Real Madrid Forseti Real Madrid fundaði með Karim Benzema í gær vegna fjárkúgunarmálsins sem Karim Benzema er flæktur í. 6. nóvember 2015 10:15 Mest lesið Íslensk hjón fóru holu í höggi á sama hring Golf Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“ Fótbolti „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Körfubolti Heimamaður setti met í fjölmennasta utanvegahlaupi Íslands Sport Kane fékk loksins að syngja sigurlagið Fótbolti Staðfestir brottför frá Liverpool Enski boltinn Piastri fagnaði þriðja sigrinum í röð Formúla 1 Sendu Houston enn á ný í háttinn Körfubolti Dagskráin í dag: Oddaleikur og þrír leikir í Bestu deild karla Sport Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“ Kane fékk loksins að syngja sigurlagið Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum „Vantar hjarta og baráttu í mína menn“ „Náðum að nýta kröftuga byrjun með mörkum“ Lille bjargaði mikilvægu stigi Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Hörður í hóp eftir tæplega tveggja ára meiðsli Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Bayern varð sófameistari Logi skoraði í tapi en Stefán setti sigurmark Erfitt hjá Íslendingunum í Svíþjóð Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Vont tap hjá Alberti í Rómarborg Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Hamrarnir jöfnuðu gegn Spurs en biðin eftir sigri lengist enn Titilvonir Real Madrid lifa og El Clásico framundan Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Sjáðu markaveislu Breiðabliks og FH og mörkin úr sögulegum sigri Fram Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Sjá meira
Cisse handtekinn í fjárkúgunarmáli Fyrrum framherji Liverpool, Djibril Cisse, hefur verið handtekinn. 13. október 2015 11:13
Benzema rólegur þrátt fyrir hneykslið Ræddi stuttlega við fréttamenn á leið sinni á æfingu hjá Real Madrid í dag. 9. nóvember 2015 18:30
Benzema og Valbuena ekki valdir í franska landsliðið Kúgunarmálið vegna kynlífsmyndbandsins af Mathieu Valbuena hefur áhrif á franska landsliðið. 6. nóvember 2015 09:45
Benitez stendur með Benzema: Einbeittu þér að endurhæfingunni Knattspyrnustjóri Real Madrid sagðist hafa rætt við franska sóknarmanninn og beðið hann um að einbeita sér að því að ná sér af meiðslunum í stað þess að hugsa um ákæruna. 8. nóvember 2015 10:00
Fullyrt að Benzema hafi játað sök | Ákæra gefn út Karim Benzema mun hafa gist fangaklefa í nótt eftir að hafa verið hantekinn fyrir tilraunir til fjárkúgunar. 5. nóvember 2015 12:45
Benzema handtekinn vegna fjárkúgunar Franska fréttastofan AFP segir að Real Madrid-stjarnan sé flæktur í fjárkúgunarmál tengt kynlífsmyndbandi franskrar knattspyrnustjörnu. 4. nóvember 2015 09:51
Benzema fær fullan stuðning Real Madrid Forseti Real Madrid fundaði með Karim Benzema í gær vegna fjárkúgunarmálsins sem Karim Benzema er flæktur í. 6. nóvember 2015 10:15