Volkswagen söluhæsta bílamerkið í nóvember Finnur Thorlacius skrifar 2. desember 2015 16:13 Volkswagen Golf er mest seldi bíll á Íslandi. Það dregur ekkert úr sölu Volkswagen bíla þó svo margir hefðu haldið að dísilvélasvindlið myndi hafa áhrif á söluna. Í nýliðnum nóvember var Volkswagen söluhæsta bílamerkið á Íslandi og var Volkswagen með hvorki meira né minna en 15,8% heildarsölunnar í mánuðinum. Auk þess var Hekla söluhæsta umboðið á landinu í nóvember með 222 selda fólksbíla og 22 sendibíla. Í mánuðinum seldust 126 fólksbílar og 18 sendibílar af Volkswagen gerð og það er sama hvort litið er til sölu fólksbíla eingöngu eða fólks- og sendibíla, þá er Volkswagen langsöluhæsta merkið. Þar á eftir kemur Toyota með 92 selda fólksbíla og 22 sendibíla. Í ár stefnir í 1.200 bíla sölu Volkswagen á Íslandi. Volkswagen Golf er að auki mest selda bílgerð landsins með 632 selda bíla, en þar á eftir kemur Skoda Octavia með 613 selda bíla. Volkswagen e-Golf er mest seldi rafbíllinn á árinu, 92 bílar eru seldir og gætu þeir náð 100 bíla markinu á árinu. Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Innlent Segist eiga fund með Pútín Erlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent
Það dregur ekkert úr sölu Volkswagen bíla þó svo margir hefðu haldið að dísilvélasvindlið myndi hafa áhrif á söluna. Í nýliðnum nóvember var Volkswagen söluhæsta bílamerkið á Íslandi og var Volkswagen með hvorki meira né minna en 15,8% heildarsölunnar í mánuðinum. Auk þess var Hekla söluhæsta umboðið á landinu í nóvember með 222 selda fólksbíla og 22 sendibíla. Í mánuðinum seldust 126 fólksbílar og 18 sendibílar af Volkswagen gerð og það er sama hvort litið er til sölu fólksbíla eingöngu eða fólks- og sendibíla, þá er Volkswagen langsöluhæsta merkið. Þar á eftir kemur Toyota með 92 selda fólksbíla og 22 sendibíla. Í ár stefnir í 1.200 bíla sölu Volkswagen á Íslandi. Volkswagen Golf er að auki mest selda bílgerð landsins með 632 selda bíla, en þar á eftir kemur Skoda Octavia með 613 selda bíla. Volkswagen e-Golf er mest seldi rafbíllinn á árinu, 92 bílar eru seldir og gætu þeir náð 100 bíla markinu á árinu.
Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Innlent Segist eiga fund með Pútín Erlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent