Gylfi og Sara knattspyrnufólk ársins 2015 Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 17. desember 2015 16:06 Knattspyrnufólk ársins 2015. vísir/getty/ksí Gylfi Þór Sigurðsson og Sara Björk Gunnarsdóttir hafa verið útnefnd knattspyrnufólk ársins 2015 af leikmannavali KSÍ. Þetta er í 12. sinn sem knattspyrnufólk ársins er sérstaklega útnefnt af KSÍ og en það eru fjölmargir aðilar, m.a. fyrrverandi landsliðsmenn, þjálfarar og forystumenn í knattspyrnuhreyfingunni, sem sjá um að velja. Veitt eru verðlaun fyrir þrjú efstu sætin hjá körlum og konum. Þau sem lentu í þremur efstu sætunum í leikmannavali KSÍ 2015 hjá körlum og konum eru eftirfarandi (umfjöllun af heimasíðu KSÍ):Knattspyrnumaður ársins1. sætiGylfi Þór Sigurðsson var sem fyrr í stóru hlutverki hjá sínu félagsliði á árinu, Swansea, lék flesta leiki þess á síðasta keppnistímabili, skoraði 7 mörk og átti 10 stoðsendingar, þegar Swansea hafnaði í 8. sæti ensku úrvalsdeildarinnar. Gylfi hefur leikið alla deildarleiki Swansea á yfirstandandi tímabili og skorað tvö mörk. Gylfi lauk undankeppni EM 2016 sem markahæsti leikmaður íslenska liðsins með 6 mörk, í 11.-16 sæti yfir markahæstu leikmenn undankeppninnar, og var var lykilmaður í vörn og sókn íslenska liðsins, sem tryggði sér þátttökurétt í úrslitakeppni stórmóts í fyrsta sinn.2. sætiAron Einar Gunnarsson er fyrirliði A landsliðs karla og sannur leiðtogi liðsins innan vallar sem utan. Aron lék stórt hlutverk með félagsliði sínu, Cardiff, sem hafnaði um miðja næst efstu deild á Englandi í vor og gerir nú atlögu að sæti í ensku úrvalsdeildinni. Aron var lykilmaður í íslenska landsliðinu á árinu þar sem hann myndaði geysisterkt miðjupar með Gylfa Þór Sigurðssyni. Aron Einar var kletturinn á miðju íslenska liðsins og upphafsmaður margra af sóknum þess.3. sætiBirkir Bjarnason lék með ítalska liðinu Pescara á síðasta keppnistímabili og var þar einn af mikilvægustu leikmönnum liðsins. Birkir hafði vistaskipti í sumar og færði sig til Basel í Sviss, þar sem hann hefur fest sig í sessi og lið hans trónir á toppi svissnesku deildarinnar með miklayfirburði. Birkir hefur verið fastamaður í byrjunarliði íslenska landsliðsins síðustu ár og leikið þar stórt hlutverk, ekki síst í nýlokinni undankeppni og í leikjum ársins.Knattspyrnukona ársins1. sætiSara Björk Gunnarsdóttir varð sænskur meistari í fjórða sinn á síðustu fimm árum með félagsliði sínu, Rosengård, eftir harða baráttu allt fram í lokaumferðina við Eskilstuna, og skoraði eitt marka síns liðs í lokaleiknum. Rosengård lék jafnframt til úrslita í sænsku bikarkeppninni, en beið þar lægri hlut. Sara er algjör lykilmaður í sínu félagsliði og á stóran þátt í því að liðið er komið í 8-liða úrslit Meistaradeildar kvenna. A landslið kvenna er með fullt hús stiga eftir þrjá leiki í undankeppni EM 2017 og þar gegnir Sara Björk lykilhlutverki, bindur saman vörn og sókn liðsins, og er mikill leiðtogi á velli.2. sætiGuðbjörg Gunnarsdóttir átti frábært tímabil í Noregi og varð varð norskur meistari með félagsliði sínu, Lilleström, þar sem hún lék 20 af 22 leikjum liðsins í deildinni. Guðbjörg hefur fest sig í sessi sem aðalmarkvörður A landsliðs kvenna og stóð á milli stanganna í öllum þremur leikjum liðsins í haust, þremur sigurleikjum í undankeppni EM 2017.3. sætiFanndís Friðriksdóttir gegndi lykilhlutverki með liði Breiðabliks á árinu, sem fagnaði Íslandsmeistaratitlinum í fyrsta sinn í áratug. Fanndís lék alla 18 leiki liðsins, skoraði í þeim 19 mörk og var markahæsti leikmaður deildarinnar, auk þess að vera valin besti leikmaðurinn af öðrum leikmönnum Pepsi-deildar kvenna. Þá var Fanndís fastamaður í A landslið kvenna, sem er með fullt hús stiga eftir þrjá leiki í undankeppni EM 2017. Íslenski boltinn Fréttir ársins 2015 Mest lesið Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport Son verður sá dýrasti í sögunni Enski boltinn „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Íslenski boltinn Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Enski boltinn „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Körfubolti Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins Körfubolti „Sagt að mér gæti blætt út“ Sport Jorge Costa látinn Fótbolti Fleiri fréttir Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Natasha með slitið krossband Kári reynir að hjálpa HK upp um deild „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Tómas Bent seldur til Skotlands Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ Sjá meira
Gylfi Þór Sigurðsson og Sara Björk Gunnarsdóttir hafa verið útnefnd knattspyrnufólk ársins 2015 af leikmannavali KSÍ. Þetta er í 12. sinn sem knattspyrnufólk ársins er sérstaklega útnefnt af KSÍ og en það eru fjölmargir aðilar, m.a. fyrrverandi landsliðsmenn, þjálfarar og forystumenn í knattspyrnuhreyfingunni, sem sjá um að velja. Veitt eru verðlaun fyrir þrjú efstu sætin hjá körlum og konum. Þau sem lentu í þremur efstu sætunum í leikmannavali KSÍ 2015 hjá körlum og konum eru eftirfarandi (umfjöllun af heimasíðu KSÍ):Knattspyrnumaður ársins1. sætiGylfi Þór Sigurðsson var sem fyrr í stóru hlutverki hjá sínu félagsliði á árinu, Swansea, lék flesta leiki þess á síðasta keppnistímabili, skoraði 7 mörk og átti 10 stoðsendingar, þegar Swansea hafnaði í 8. sæti ensku úrvalsdeildarinnar. Gylfi hefur leikið alla deildarleiki Swansea á yfirstandandi tímabili og skorað tvö mörk. Gylfi lauk undankeppni EM 2016 sem markahæsti leikmaður íslenska liðsins með 6 mörk, í 11.-16 sæti yfir markahæstu leikmenn undankeppninnar, og var var lykilmaður í vörn og sókn íslenska liðsins, sem tryggði sér þátttökurétt í úrslitakeppni stórmóts í fyrsta sinn.2. sætiAron Einar Gunnarsson er fyrirliði A landsliðs karla og sannur leiðtogi liðsins innan vallar sem utan. Aron lék stórt hlutverk með félagsliði sínu, Cardiff, sem hafnaði um miðja næst efstu deild á Englandi í vor og gerir nú atlögu að sæti í ensku úrvalsdeildinni. Aron var lykilmaður í íslenska landsliðinu á árinu þar sem hann myndaði geysisterkt miðjupar með Gylfa Þór Sigurðssyni. Aron Einar var kletturinn á miðju íslenska liðsins og upphafsmaður margra af sóknum þess.3. sætiBirkir Bjarnason lék með ítalska liðinu Pescara á síðasta keppnistímabili og var þar einn af mikilvægustu leikmönnum liðsins. Birkir hafði vistaskipti í sumar og færði sig til Basel í Sviss, þar sem hann hefur fest sig í sessi og lið hans trónir á toppi svissnesku deildarinnar með miklayfirburði. Birkir hefur verið fastamaður í byrjunarliði íslenska landsliðsins síðustu ár og leikið þar stórt hlutverk, ekki síst í nýlokinni undankeppni og í leikjum ársins.Knattspyrnukona ársins1. sætiSara Björk Gunnarsdóttir varð sænskur meistari í fjórða sinn á síðustu fimm árum með félagsliði sínu, Rosengård, eftir harða baráttu allt fram í lokaumferðina við Eskilstuna, og skoraði eitt marka síns liðs í lokaleiknum. Rosengård lék jafnframt til úrslita í sænsku bikarkeppninni, en beið þar lægri hlut. Sara er algjör lykilmaður í sínu félagsliði og á stóran þátt í því að liðið er komið í 8-liða úrslit Meistaradeildar kvenna. A landslið kvenna er með fullt hús stiga eftir þrjá leiki í undankeppni EM 2017 og þar gegnir Sara Björk lykilhlutverki, bindur saman vörn og sókn liðsins, og er mikill leiðtogi á velli.2. sætiGuðbjörg Gunnarsdóttir átti frábært tímabil í Noregi og varð varð norskur meistari með félagsliði sínu, Lilleström, þar sem hún lék 20 af 22 leikjum liðsins í deildinni. Guðbjörg hefur fest sig í sessi sem aðalmarkvörður A landsliðs kvenna og stóð á milli stanganna í öllum þremur leikjum liðsins í haust, þremur sigurleikjum í undankeppni EM 2017.3. sætiFanndís Friðriksdóttir gegndi lykilhlutverki með liði Breiðabliks á árinu, sem fagnaði Íslandsmeistaratitlinum í fyrsta sinn í áratug. Fanndís lék alla 18 leiki liðsins, skoraði í þeim 19 mörk og var markahæsti leikmaður deildarinnar, auk þess að vera valin besti leikmaðurinn af öðrum leikmönnum Pepsi-deildar kvenna. Þá var Fanndís fastamaður í A landslið kvenna, sem er með fullt hús stiga eftir þrjá leiki í undankeppni EM 2017.
Íslenski boltinn Fréttir ársins 2015 Mest lesið Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport Son verður sá dýrasti í sögunni Enski boltinn „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Íslenski boltinn Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Enski boltinn „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Körfubolti Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins Körfubolti „Sagt að mér gæti blætt út“ Sport Jorge Costa látinn Fótbolti Fleiri fréttir Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Natasha með slitið krossband Kári reynir að hjálpa HK upp um deild „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Tómas Bent seldur til Skotlands Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ Sjá meira