Leika Mozart við kertaljós víða í kirkjum nú fyrir jólin Magnús Guðmundsson skrifar 16. desember 2015 13:00 Kammerhópurinn Camerarctica heldur víða tónleika á næstunni. Kammerhópurinn Camerarctica heldur sína árlegu kertaljósatónleika í kirkjum nú rétt fyrir jólin. Hópurinn hefur leikið ljúfa tónlist eftir Mozart við kertaljós í tuttugu og þrjú ár og þykir mörgum ómissandi að koma úr miðri jólaösinni inn í kyrrðina og kertaljósin í rökkrinu. Hópinn skipa að þessu sinni þau Ármann Helgason klarinettuleikari, Hildigunnur Halldórsdóttir fiðluleikari, Svava Bernharðsdóttir víóluleikari og Sigurður Halldórsson sellóleikari ásamt góðum gesti, Einari Jóhannessyni sem leikur á eitt af uppáhaldshljóðfærum Mozarts, bassetthornið. Á efnisskránni í ár eru Kvintettar fyrir klarinettu, bassetthorn og strengi, Allegro úr Divertimento fyrir strengi og Kvartett fyrir klarinettu og strengi. Einnig syngja tveir ungir söngvarar, þeir Björn Ari Örvarsson og Tryggvi Pétur Ármannsson, Ave Maria úr Cosi fan tutte. Að venju lýkur tónleikunum á því að Camerarctica leikur jólasálminn góða, Í dag er glatt í döprum hjörtum, sem er úr Töfraflautunni eftir Mozart. Tónleikarnir verða í Hafnarfjarðarkirkju laugardagskvöldið 19. desember, í Kópavogskirkju, sunnudagskvöldið 20. desember, í Garðakirkju mánudagskvöldið 21. desember og loks í Dómkirkjunni í Reykjavík þriðjudagskvöldið 22. desember.Tónleikarnir eru klukkustundarlangir og hefjast þeir allir klukkan 21.00. Aðgangseyrir er 2.500 krónur og 1.500 krónur fyrir nemendur og eldri borgara. Frítt er inn fyrir börn. Miðasala við innganginn. Menning Mest lesið Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Lífið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Lífið Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Lífið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Hver er Endakallinn frá Ibiza? Lífið Bay segir skilið við Smith Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Lífið Fleiri fréttir Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
Kammerhópurinn Camerarctica heldur sína árlegu kertaljósatónleika í kirkjum nú rétt fyrir jólin. Hópurinn hefur leikið ljúfa tónlist eftir Mozart við kertaljós í tuttugu og þrjú ár og þykir mörgum ómissandi að koma úr miðri jólaösinni inn í kyrrðina og kertaljósin í rökkrinu. Hópinn skipa að þessu sinni þau Ármann Helgason klarinettuleikari, Hildigunnur Halldórsdóttir fiðluleikari, Svava Bernharðsdóttir víóluleikari og Sigurður Halldórsson sellóleikari ásamt góðum gesti, Einari Jóhannessyni sem leikur á eitt af uppáhaldshljóðfærum Mozarts, bassetthornið. Á efnisskránni í ár eru Kvintettar fyrir klarinettu, bassetthorn og strengi, Allegro úr Divertimento fyrir strengi og Kvartett fyrir klarinettu og strengi. Einnig syngja tveir ungir söngvarar, þeir Björn Ari Örvarsson og Tryggvi Pétur Ármannsson, Ave Maria úr Cosi fan tutte. Að venju lýkur tónleikunum á því að Camerarctica leikur jólasálminn góða, Í dag er glatt í döprum hjörtum, sem er úr Töfraflautunni eftir Mozart. Tónleikarnir verða í Hafnarfjarðarkirkju laugardagskvöldið 19. desember, í Kópavogskirkju, sunnudagskvöldið 20. desember, í Garðakirkju mánudagskvöldið 21. desember og loks í Dómkirkjunni í Reykjavík þriðjudagskvöldið 22. desember.Tónleikarnir eru klukkustundarlangir og hefjast þeir allir klukkan 21.00. Aðgangseyrir er 2.500 krónur og 1.500 krónur fyrir nemendur og eldri borgara. Frítt er inn fyrir börn. Miðasala við innganginn.
Menning Mest lesið Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Lífið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Lífið Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Lífið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Hver er Endakallinn frá Ibiza? Lífið Bay segir skilið við Smith Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Lífið Fleiri fréttir Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira