Hljómsveitin Deftones kemur fram á Secret Solstice Gunnar Leó Pálsson skrifar 15. desember 2015 07:00 Hljómsveitin Deftones hefur selt yfir tíu milljónir platna og unnið Grammy-verðlaun. mynd/getty Alls hafa 37 nýir listamenn bæst við þá tónlistarflóru sem mun taka yfir Laugardalinn 17.-19. júní næstkomandi á Secret Solstice-tónlistarhátíðinni. Meðal þeirra eru nýmetal-rokksveitin Deftones, heimsklassa plötusnúðurinn Jamie Jones, einn af forsprökkum dubstep tónlistarstefnunnar: Skream, hústónlistargúrúinn Richy Ahmed, plötusnúðahópurinn Visionquest og breski raftónlistarmaðurinn Goldie. „Þetta er bara byrjunin, við munum tilkynna um fleiri bönd í janúar. Við erum að halda áfram að toppa okkur og við lofum stærri hátíð en var í sumar,“ segir Ósk Gunnarsdóttir, kynningarfulltrúi Secret Solstice hátíðarinnar. Ljóst er að mikill áhugi er á Íslandi fyrir bandarísku sveitinni Deftones ef vafrað er um netheima en hinn sex ára gamli Facebook-hópur ‘’Deftones to Iceland’’ telur rúmlega fimmhundruð manns.Chino Moreno söngvari Deftones er á leið í Laugardalinn.mynd/gettySveitin hóf göngu sína árið 1988 í Sacramento í Kaliforníuríki í Bandaríkjunum og hefur hvergi slegið slöku við síðan þá. Á meðal frægustu laga hennar eru My Own Summer (Shove It), Hexagram, Change (in the House of Flies), Back To School, Bored og Be Quiet and Drive (Far Away). Hana skipa Chino Moreno söngvari, Stephen Carpenter gítarleikari, Sergio Vega bassaleikari, Abe Cunningham trommuleikari og Frank Delgado plötusnúður- og hljómborðsleikari. Ósk segir Secret Solstice hátíðina leggja mikið upp úr fjölbreytni og úrvals tónlistaratriðum og að þannig hafi hún skapað sér sess sem ein fremsta tónlistarhátíð heims. „Með þessu line upp-i erum við að sýna að við ætlum að vera með tónlist fyrir alla,“ bætir Ósk við. Ljóst er að hvaða tónlistaraðdáandi sem er geti fundið eitthvað við sitt hæfi en hér fyrir neðan má sjá 37 ný nöfn sem hafa staðfest komu sína næsta sumar. Listinn er ekki tæmandi þar sem fleiri tilkynningar eiga eftir að fljóta inn þegar nær dregur sólstöðunum. Að ógleymdum atriðum sem hafa nú þegar verið kynnt til leiks, tónlistarmenn á borð við Of Monsters and Men, Kerri Chandler, Deetron, Droog og Lady Leshurr.Ósk Gunnarsdóttir er kynningarfulltrúi Secret Solstice hátíðarinnar.mynd/vilhelmEinnig má taka fram að heiti potturinn í formi Víking bjórglass verður á sínum stað auk þess sem fleiri nýjungar munu bætast við vegna endurröðunar á hátíðarsvæðinu sem gefur skipuleggjendunum enn fleiri tækifæri til tilraunastarfsemi. Hátíðin tekur líka á móti umsóknum frá öllum þeim íslensku hljómsveitum sem hafa áhuga á að koma fram á Secret Solstice og er hægt að finna nánari upplýsingar um það á heimasíðu hátíðarinnar secretsolstice.is. Þeir sem eru sérstaklega áhugasamir um hátíðina eru hvattir til þess að fylgja henni á Snapchat undir notendanafninu SecretSolstice þar sem birtar eru fyrstu fréttir af komandi hljómsveitum og nýjungum á hátíðinni áður en þær birtast á öðrum miðlum. Jamie Jones þykir vera plötusnúður á heimsklassa.mynd/gettyListinn yfir þau nöfn sem bæst hafa í hópinn:Deftones[US]Jamie Jones [UK]Skream [UK]Richy Ahmed [UK]Goldie [UK]Visionquest [US]Edu Imbernon [ES]Santé [DE]Darius Syrrosian [UK]Derrick Carter [US]Agent Fresco [IS]Lil Louis [US]Úlfur Úlfur [IS]Kúra [IS]Ylja [IS]Emmsjé Gauti [IS]Sidney Charles [DE]Midland [UK]wAFF [UK]Chez Damier [US]Marshall Jefferson [US]Soffía Björg [IS]Shades of Reykjavík [IS]Exos [IS]Bensol [IS]Artwork [UK]Yamaho [IS]Þriðja Hæðin [IS]Vagina Boys [IS]GKR [IS]Alvia Islandia [IS]DJ Kári [IS]Frímann [IS]Casanova [IS]French Toast [UK]Marc Roberts [UK]Captain Syrup [IS] Tónlist Mest lesið Seldu allt sem þau áttu og sigla um heiminn Lífið Berglind Festival og Jón Geir njóta lífsins á Tenerife Lífið Vaktin: Væb-strákarnir stíga á svið í Basel Lífið Kranavatn á þúsund krónur en slapp við mína verstu martröð Lífið Fagnarlæti yfirgnæfðu baulið en óvíst hvaðan þau komu Lífið Ógleymanleg upplifun á klósetti í norskum kastala Tíska og hönnun Sterkar vísbendingar um að Céline Dion mæti í kvöld Lífið Fréttatía vikunnar: VÆB, lögreglueftirlit og lúxusþota Lífið Ísraelska söngkonan biðlar til Íslendinga á íslensku Lífið Baráttan um jólagestina hafin Lífið Fleiri fréttir Klúróvision í kvöld: „Þetta fer svo fyrir brjóstið á okkur að við förum úr fötunum“ Vaktin: Væb-strákarnir stíga á svið í Basel Ísraelska söngkonan biðlar til Íslendinga á íslensku Krókódíllinn úr Happy Gilmore allur Bjarni Ara í íslensku dómnefndinni Berglind Festival og Jón Geir njóta lífsins á Tenerife Sterkar vísbendingar um að Céline Dion mæti í kvöld Seldu allt sem þau áttu og sigla um heiminn Fréttatía vikunnar: VÆB, lögreglueftirlit og lúxusþota Kranavatn á þúsund krónur en slapp við mína verstu martröð Fagnarlæti yfirgnæfðu baulið en óvíst hvaðan þau komu Baráttan um jólagestina hafin Börn í Laugardal fögnuðu fjölbreytileikanum í árlegri gleðigöngu Einhleypir auglýstir á óhefðbundnum stefnumótaviðburði Segist ástæða þess að Taylor Swift sé ekki lengur „heit“ Þórhildur greinir frá kyninu Bieber segist ekki á meðal þeirra sem Diddy braut á Koníakstofa á þakinu og stórbrotið útsýni Vinsælir í Basel en hversu hátt ná þeir? Herra Hnetusmjör í aðalhlutverki hjá Laufeyju Framtíðin óljós hjá Sigrúnu Ósk Einhleypir þokkasveinar Svona verður röð laganna á laugardaginn Sjóðheitar skvísur í íslenskri hönnun Fjölskylda truflaði flutning Ísraela Þessi tíu lög komust í úrslit VÆB bræður á forsíðu BBC „Erfitt að vera á heimilinu því það var svo mikið sorg“ Brando ekki að lóða og fisléttur Dylan Banna meinta kynferðisbrotamenn á rauða dreglinum Sjá meira
Alls hafa 37 nýir listamenn bæst við þá tónlistarflóru sem mun taka yfir Laugardalinn 17.-19. júní næstkomandi á Secret Solstice-tónlistarhátíðinni. Meðal þeirra eru nýmetal-rokksveitin Deftones, heimsklassa plötusnúðurinn Jamie Jones, einn af forsprökkum dubstep tónlistarstefnunnar: Skream, hústónlistargúrúinn Richy Ahmed, plötusnúðahópurinn Visionquest og breski raftónlistarmaðurinn Goldie. „Þetta er bara byrjunin, við munum tilkynna um fleiri bönd í janúar. Við erum að halda áfram að toppa okkur og við lofum stærri hátíð en var í sumar,“ segir Ósk Gunnarsdóttir, kynningarfulltrúi Secret Solstice hátíðarinnar. Ljóst er að mikill áhugi er á Íslandi fyrir bandarísku sveitinni Deftones ef vafrað er um netheima en hinn sex ára gamli Facebook-hópur ‘’Deftones to Iceland’’ telur rúmlega fimmhundruð manns.Chino Moreno söngvari Deftones er á leið í Laugardalinn.mynd/gettySveitin hóf göngu sína árið 1988 í Sacramento í Kaliforníuríki í Bandaríkjunum og hefur hvergi slegið slöku við síðan þá. Á meðal frægustu laga hennar eru My Own Summer (Shove It), Hexagram, Change (in the House of Flies), Back To School, Bored og Be Quiet and Drive (Far Away). Hana skipa Chino Moreno söngvari, Stephen Carpenter gítarleikari, Sergio Vega bassaleikari, Abe Cunningham trommuleikari og Frank Delgado plötusnúður- og hljómborðsleikari. Ósk segir Secret Solstice hátíðina leggja mikið upp úr fjölbreytni og úrvals tónlistaratriðum og að þannig hafi hún skapað sér sess sem ein fremsta tónlistarhátíð heims. „Með þessu line upp-i erum við að sýna að við ætlum að vera með tónlist fyrir alla,“ bætir Ósk við. Ljóst er að hvaða tónlistaraðdáandi sem er geti fundið eitthvað við sitt hæfi en hér fyrir neðan má sjá 37 ný nöfn sem hafa staðfest komu sína næsta sumar. Listinn er ekki tæmandi þar sem fleiri tilkynningar eiga eftir að fljóta inn þegar nær dregur sólstöðunum. Að ógleymdum atriðum sem hafa nú þegar verið kynnt til leiks, tónlistarmenn á borð við Of Monsters and Men, Kerri Chandler, Deetron, Droog og Lady Leshurr.Ósk Gunnarsdóttir er kynningarfulltrúi Secret Solstice hátíðarinnar.mynd/vilhelmEinnig má taka fram að heiti potturinn í formi Víking bjórglass verður á sínum stað auk þess sem fleiri nýjungar munu bætast við vegna endurröðunar á hátíðarsvæðinu sem gefur skipuleggjendunum enn fleiri tækifæri til tilraunastarfsemi. Hátíðin tekur líka á móti umsóknum frá öllum þeim íslensku hljómsveitum sem hafa áhuga á að koma fram á Secret Solstice og er hægt að finna nánari upplýsingar um það á heimasíðu hátíðarinnar secretsolstice.is. Þeir sem eru sérstaklega áhugasamir um hátíðina eru hvattir til þess að fylgja henni á Snapchat undir notendanafninu SecretSolstice þar sem birtar eru fyrstu fréttir af komandi hljómsveitum og nýjungum á hátíðinni áður en þær birtast á öðrum miðlum. Jamie Jones þykir vera plötusnúður á heimsklassa.mynd/gettyListinn yfir þau nöfn sem bæst hafa í hópinn:Deftones[US]Jamie Jones [UK]Skream [UK]Richy Ahmed [UK]Goldie [UK]Visionquest [US]Edu Imbernon [ES]Santé [DE]Darius Syrrosian [UK]Derrick Carter [US]Agent Fresco [IS]Lil Louis [US]Úlfur Úlfur [IS]Kúra [IS]Ylja [IS]Emmsjé Gauti [IS]Sidney Charles [DE]Midland [UK]wAFF [UK]Chez Damier [US]Marshall Jefferson [US]Soffía Björg [IS]Shades of Reykjavík [IS]Exos [IS]Bensol [IS]Artwork [UK]Yamaho [IS]Þriðja Hæðin [IS]Vagina Boys [IS]GKR [IS]Alvia Islandia [IS]DJ Kári [IS]Frímann [IS]Casanova [IS]French Toast [UK]Marc Roberts [UK]Captain Syrup [IS]
Tónlist Mest lesið Seldu allt sem þau áttu og sigla um heiminn Lífið Berglind Festival og Jón Geir njóta lífsins á Tenerife Lífið Vaktin: Væb-strákarnir stíga á svið í Basel Lífið Kranavatn á þúsund krónur en slapp við mína verstu martröð Lífið Fagnarlæti yfirgnæfðu baulið en óvíst hvaðan þau komu Lífið Ógleymanleg upplifun á klósetti í norskum kastala Tíska og hönnun Sterkar vísbendingar um að Céline Dion mæti í kvöld Lífið Fréttatía vikunnar: VÆB, lögreglueftirlit og lúxusþota Lífið Ísraelska söngkonan biðlar til Íslendinga á íslensku Lífið Baráttan um jólagestina hafin Lífið Fleiri fréttir Klúróvision í kvöld: „Þetta fer svo fyrir brjóstið á okkur að við förum úr fötunum“ Vaktin: Væb-strákarnir stíga á svið í Basel Ísraelska söngkonan biðlar til Íslendinga á íslensku Krókódíllinn úr Happy Gilmore allur Bjarni Ara í íslensku dómnefndinni Berglind Festival og Jón Geir njóta lífsins á Tenerife Sterkar vísbendingar um að Céline Dion mæti í kvöld Seldu allt sem þau áttu og sigla um heiminn Fréttatía vikunnar: VÆB, lögreglueftirlit og lúxusþota Kranavatn á þúsund krónur en slapp við mína verstu martröð Fagnarlæti yfirgnæfðu baulið en óvíst hvaðan þau komu Baráttan um jólagestina hafin Börn í Laugardal fögnuðu fjölbreytileikanum í árlegri gleðigöngu Einhleypir auglýstir á óhefðbundnum stefnumótaviðburði Segist ástæða þess að Taylor Swift sé ekki lengur „heit“ Þórhildur greinir frá kyninu Bieber segist ekki á meðal þeirra sem Diddy braut á Koníakstofa á þakinu og stórbrotið útsýni Vinsælir í Basel en hversu hátt ná þeir? Herra Hnetusmjör í aðalhlutverki hjá Laufeyju Framtíðin óljós hjá Sigrúnu Ósk Einhleypir þokkasveinar Svona verður röð laganna á laugardaginn Sjóðheitar skvísur í íslenskri hönnun Fjölskylda truflaði flutning Ísraela Þessi tíu lög komust í úrslit VÆB bræður á forsíðu BBC „Erfitt að vera á heimilinu því það var svo mikið sorg“ Brando ekki að lóða og fisléttur Dylan Banna meinta kynferðisbrotamenn á rauða dreglinum Sjá meira