Að bjóða flóttafólkið velkomið í anda jólanna Björn Bergsson skrifar 28. desember 2015 19:27 Þegar ég var lítill sagði séra Bjarni sem var aðal kallinn í trúarlegum efnum hjá mér eitt sinn fá því hvernig hann upplifið að jólin kæmu í bæinn. Hann bjó í miðbænum og þau komu úr austurátt hægt yfir landið á aðfangadag og enduðu klukkan 6 í miðbæ Reykjavíkur. Ég smitaðist af þessari hugmynd nema jólin komu til Reykjavíkur klukkan 6 og þá lagðist annar hamur yfir fjölskyldu mína sem hvar ekki sérstaklega friðsamleg. Tíu ára hafði ég komið mér upp dagskrá á aðfangadag sem miðaði að því að ég væri farin út úr húsi upp úr hádegi og kæmi heim um klukkan sex. Ég endaði þessa dagskrá með því að fara með móðurömmu minni í messu í Dómkirkjuna – sem var hennar sóknarkirkja enda lifið hún og dó í kvosinni – og mæta þar klukkan fimm. Amma var ströng varðandi hegðun barna og alveg sérstaklega í Dómkirkjunni. Ég mátti ekki einu sinni hvísla að henni heldur sitja þegjandi þar til ballið byrjaði. Bæði það að ég þurfti að hugsa í klukkutíma og svo að hlusta á ræðu prestsins átta sinnum gerir það að verkum að í mínum huga er jólahátíðin fyrst og fremst friðarhátíð – glöggur lesandi myndi bæta við og von um að friðarhamur legðist á fjölskyldumeðlimi. Þessi bið eftir að messan hæfist gaf mér tilefni til að fara yfir mín mál það ár sem liðið var frá því ég sat siðast með ömmu í Dómkirkjunni og pæla í hvað ég gæti bæta í fari mínu til að stuðla að „friði meðal mann“ ekki endilega bara þeirra sem Guð hafði velþóknun á. Ég er enn þeirrar skoðunar að þessi pæling eigi vel við um jólin. Því er þetta rifjað upp að það eru meira en hálf öld frá því ég mætti fyrst í messu með ömmu og enn finnst mér töluvert vanta á að það leggist friðarhamur yfir þessa þjóð og að við séum tilbúin til að bjóða fólki sem er öðru vísi en við „í bæinn“ og bjóða þeim að dvelja hér sbr. þjóðvísuna;Komi þeir sem koma viljaFari þeir sem fara viljaVerið þeir sem vera viljaMér og mínum að meinalausuVið erum ein ríkasta þjóð í heimi og allt í einu eru hreint vatn, hreint loft, ómenguð náttúra, töluvert ónotað landrými og norðurljósin orðin auðlindir sem aðrar þjóðir öfunda okkur af. Hvenær ætlum við að dusta rykið af þeirri venju bændasamfélagsins – sem var reyndar til af nauðsyn – að bjóða gesti velkomna, veita vel af mat og drykk og bjóða gistingu gegn því að þeir segðu fréttir og sögur sem ekki endilega stæðust lögreglurannsókn um sannleiksgildi. Flóttafólk hefur frá mörgu að segja og er velþegin viðbót í menningarflóru okkar. Auk þess sem við erum komin í sömu stöðu eins og margar vestrænar þjóðir sem þurfa að flytja inn fólk til að manna þau störf sem vinna þarf. Talið er að á næstu árum, miðað við spár um fjölda íslendinga á vinnumarkaðinum, þurfi atvinnulífið að flytja inn allt að fimm þúsund manns til að manna þau störf sem aukin umsvif kalla eftir. Samkvæmt fréttum eru fyrirtæki þegar farin að leita hófanna erlendis í þessu skini. Er það þá ekki borðleggjandi að fara að opna landið fyrir flóttafólki sem kemur hingað í leit að betra lífi fyrir sig og börnin sín og er reiðubúið til að taka til hendinni í atvinnulífinu. Björn Bergsson. Höfundur kennir félagsfræði við Menntaskólann við Hamrahlíð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Skoðun Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir skrifar Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir skrifar Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir skrifar Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Sjá meira
Þegar ég var lítill sagði séra Bjarni sem var aðal kallinn í trúarlegum efnum hjá mér eitt sinn fá því hvernig hann upplifið að jólin kæmu í bæinn. Hann bjó í miðbænum og þau komu úr austurátt hægt yfir landið á aðfangadag og enduðu klukkan 6 í miðbæ Reykjavíkur. Ég smitaðist af þessari hugmynd nema jólin komu til Reykjavíkur klukkan 6 og þá lagðist annar hamur yfir fjölskyldu mína sem hvar ekki sérstaklega friðsamleg. Tíu ára hafði ég komið mér upp dagskrá á aðfangadag sem miðaði að því að ég væri farin út úr húsi upp úr hádegi og kæmi heim um klukkan sex. Ég endaði þessa dagskrá með því að fara með móðurömmu minni í messu í Dómkirkjuna – sem var hennar sóknarkirkja enda lifið hún og dó í kvosinni – og mæta þar klukkan fimm. Amma var ströng varðandi hegðun barna og alveg sérstaklega í Dómkirkjunni. Ég mátti ekki einu sinni hvísla að henni heldur sitja þegjandi þar til ballið byrjaði. Bæði það að ég þurfti að hugsa í klukkutíma og svo að hlusta á ræðu prestsins átta sinnum gerir það að verkum að í mínum huga er jólahátíðin fyrst og fremst friðarhátíð – glöggur lesandi myndi bæta við og von um að friðarhamur legðist á fjölskyldumeðlimi. Þessi bið eftir að messan hæfist gaf mér tilefni til að fara yfir mín mál það ár sem liðið var frá því ég sat siðast með ömmu í Dómkirkjunni og pæla í hvað ég gæti bæta í fari mínu til að stuðla að „friði meðal mann“ ekki endilega bara þeirra sem Guð hafði velþóknun á. Ég er enn þeirrar skoðunar að þessi pæling eigi vel við um jólin. Því er þetta rifjað upp að það eru meira en hálf öld frá því ég mætti fyrst í messu með ömmu og enn finnst mér töluvert vanta á að það leggist friðarhamur yfir þessa þjóð og að við séum tilbúin til að bjóða fólki sem er öðru vísi en við „í bæinn“ og bjóða þeim að dvelja hér sbr. þjóðvísuna;Komi þeir sem koma viljaFari þeir sem fara viljaVerið þeir sem vera viljaMér og mínum að meinalausuVið erum ein ríkasta þjóð í heimi og allt í einu eru hreint vatn, hreint loft, ómenguð náttúra, töluvert ónotað landrými og norðurljósin orðin auðlindir sem aðrar þjóðir öfunda okkur af. Hvenær ætlum við að dusta rykið af þeirri venju bændasamfélagsins – sem var reyndar til af nauðsyn – að bjóða gesti velkomna, veita vel af mat og drykk og bjóða gistingu gegn því að þeir segðu fréttir og sögur sem ekki endilega stæðust lögreglurannsókn um sannleiksgildi. Flóttafólk hefur frá mörgu að segja og er velþegin viðbót í menningarflóru okkar. Auk þess sem við erum komin í sömu stöðu eins og margar vestrænar þjóðir sem þurfa að flytja inn fólk til að manna þau störf sem vinna þarf. Talið er að á næstu árum, miðað við spár um fjölda íslendinga á vinnumarkaðinum, þurfi atvinnulífið að flytja inn allt að fimm þúsund manns til að manna þau störf sem aukin umsvif kalla eftir. Samkvæmt fréttum eru fyrirtæki þegar farin að leita hófanna erlendis í þessu skini. Er það þá ekki borðleggjandi að fara að opna landið fyrir flóttafólki sem kemur hingað í leit að betra lífi fyrir sig og börnin sín og er reiðubúið til að taka til hendinni í atvinnulífinu. Björn Bergsson. Höfundur kennir félagsfræði við Menntaskólann við Hamrahlíð.
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun
Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar
Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun