Chris Harris, David Coulthard og Sabine Schmitz í Top Gear Finnur Thorlacius skrifar 28. desember 2015 10:22 Loks er að koma einhver mynd á hverjir munu verða nýir þáttastjórnendur hins vinsæla bílaþáttar Top Gear. Ljóst var fyrir nokkru að Chris Evans færi fyrir þáttastjórnuninni, en við hann munu bætast Chris Harris, David Coulthard og Sabine Schmitz. Chris Harris þekkja sumir bílaáhugamenn úr fjölmörgum bílamyndskeiðum sem hann hefur birt á YouTube undir nafninu Drive og Chris Harris on Cars. David Coulthard er fyrrum Formúlu 1 ökumaður og Sabine Schmitz er þýsk keppnisökukona sem mikið hefur sést í sjónvarpi. Hefur hún margsinnis komið við sögu í Top Gear þáttunum á meðan þeim var stjórnað af Jeremy Clarkson, James May og Richard Hammond. Fyrsti þátturinn undir stjórn þessara nýju fjórmenninga verður sýndur 8. maí og fyrsta þáttaröð þeirra telur eina 16 þætti. Í myndskeiðinu að ofan sést Chris Harris prófa Porsche 991 GT3 RS. Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent
Loks er að koma einhver mynd á hverjir munu verða nýir þáttastjórnendur hins vinsæla bílaþáttar Top Gear. Ljóst var fyrir nokkru að Chris Evans færi fyrir þáttastjórnuninni, en við hann munu bætast Chris Harris, David Coulthard og Sabine Schmitz. Chris Harris þekkja sumir bílaáhugamenn úr fjölmörgum bílamyndskeiðum sem hann hefur birt á YouTube undir nafninu Drive og Chris Harris on Cars. David Coulthard er fyrrum Formúlu 1 ökumaður og Sabine Schmitz er þýsk keppnisökukona sem mikið hefur sést í sjónvarpi. Hefur hún margsinnis komið við sögu í Top Gear þáttunum á meðan þeim var stjórnað af Jeremy Clarkson, James May og Richard Hammond. Fyrsti þátturinn undir stjórn þessara nýju fjórmenninga verður sýndur 8. maí og fyrsta þáttaröð þeirra telur eina 16 þætti. Í myndskeiðinu að ofan sést Chris Harris prófa Porsche 991 GT3 RS.
Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent