Jólatónleikar Hymnodiu í Akureyrarkirkju Magnús Guðmundsson skrifar 21. desember 2015 10:45 Hymnodia. Jólatónleikar Hymnodiu frá Akureyri fara fram í Akureyrarkirkju annað kvöld, þriðjudaginn 22. desember, en þeir hafa ávallt verið gríðarlega vel sóttir. Á þeim er sköpuð kyrrlát stemning, slökkt er á raflýsingu kirkjunnar, ekkert er talað og engar þagnir eru á milli laga. Tónleikarnir mynda því rúmlega klukkustundar langa heild, þar sem tónleikagestir geta látið þreytu líða úr sér, notið kyrrðar og samveru rétt fyrir jólin. Eins og venjulega fær Hymnodia góðan gest á tónleikana. Að þessu sinni er það tenórinn Jón Þorsteinsson sem syngur með kórnum. Söngferill Jóns er stórglæsilegur, en hann hefur staðið á óperusviði og í tónleikasölum í flestum löndum Evrópu og í Bandaríkjunum. Við Ríkisóperuna í Amsterdam söng hann yfir 50 hlutverk. Jón starfar sem söngkennari við Tónlistarháskólann í Utrecht í Hollandi. Í nóvember sl. kom út geisladiskur þar sem Jón og Eyþór Ingi, stjórnandi Hymnodiu, fluttu saman jóla- og áramótasálma. Hymnodia vill stuðla að nýsköpun en um leið virða venjur í efnisvali. Á tónleikunum verða tvö ný lög frumflutt, Börn Jarðar eftir þá Michael Jón Clarke og Hannes Sigurðsson og Jólaljóð eftir þau Gísla Jóhann Grétarsson og Steinunni P. Hafstað. Auk þess verða fluttir gamlir góðir jólasálmar, lög eftir Sigurð Flosason, ensk jólatónlist, verk eftir Hafliða Hallgrímsson og að sjálfsögðu flytur kórinn tvö lög sem alltaf eru sungin á jólatónleikunum, Það aldin út er sprungið og Heims um ból, í sjö radda hátíðarútsetningu. Eyþór Ingi mun leika á gamalt fótstigið orgel og önnur hljóðfæri.Miðaverð er 2000 kr. og er forsala hafin í Eymundsson, Hafnarstræti. Menning Mest lesið Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Lífið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Hver er Endakallinn frá Ibiza? Lífið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Bay segir skilið við Smith Lífið Hver dáleiðsla er spennandi og ófyrirsjáanlegt ferðalag Lífið samstarf Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Lífið „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Lífið Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Lífið Fleiri fréttir Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
Jólatónleikar Hymnodiu frá Akureyri fara fram í Akureyrarkirkju annað kvöld, þriðjudaginn 22. desember, en þeir hafa ávallt verið gríðarlega vel sóttir. Á þeim er sköpuð kyrrlát stemning, slökkt er á raflýsingu kirkjunnar, ekkert er talað og engar þagnir eru á milli laga. Tónleikarnir mynda því rúmlega klukkustundar langa heild, þar sem tónleikagestir geta látið þreytu líða úr sér, notið kyrrðar og samveru rétt fyrir jólin. Eins og venjulega fær Hymnodia góðan gest á tónleikana. Að þessu sinni er það tenórinn Jón Þorsteinsson sem syngur með kórnum. Söngferill Jóns er stórglæsilegur, en hann hefur staðið á óperusviði og í tónleikasölum í flestum löndum Evrópu og í Bandaríkjunum. Við Ríkisóperuna í Amsterdam söng hann yfir 50 hlutverk. Jón starfar sem söngkennari við Tónlistarháskólann í Utrecht í Hollandi. Í nóvember sl. kom út geisladiskur þar sem Jón og Eyþór Ingi, stjórnandi Hymnodiu, fluttu saman jóla- og áramótasálma. Hymnodia vill stuðla að nýsköpun en um leið virða venjur í efnisvali. Á tónleikunum verða tvö ný lög frumflutt, Börn Jarðar eftir þá Michael Jón Clarke og Hannes Sigurðsson og Jólaljóð eftir þau Gísla Jóhann Grétarsson og Steinunni P. Hafstað. Auk þess verða fluttir gamlir góðir jólasálmar, lög eftir Sigurð Flosason, ensk jólatónlist, verk eftir Hafliða Hallgrímsson og að sjálfsögðu flytur kórinn tvö lög sem alltaf eru sungin á jólatónleikunum, Það aldin út er sprungið og Heims um ból, í sjö radda hátíðarútsetningu. Eyþór Ingi mun leika á gamalt fótstigið orgel og önnur hljóðfæri.Miðaverð er 2000 kr. og er forsala hafin í Eymundsson, Hafnarstræti.
Menning Mest lesið Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Lífið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Hver er Endakallinn frá Ibiza? Lífið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Bay segir skilið við Smith Lífið Hver dáleiðsla er spennandi og ófyrirsjáanlegt ferðalag Lífið samstarf Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Lífið „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Lífið Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Lífið Fleiri fréttir Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira