Fertugur á tímamótum Henry Birgir Gunnarsson skrifar 30. desember 2015 23:15 Tiger Woods. vísir/getty Tiger Woods fagnar fertugsafmælinu sínu í dag en afmælisdagarnir hafa örugglega oft verið betri hjá Tiger. Hann er meiddur, hefur ekki unnið risamót síðan 2008 og framtíðin er í raun óljós. Hvenær hann getur byrjað að spila og hvort að líkaminn muni hreinlega þola meira golf eftir allt sem á undan er gengið. Tiger er búinn að vinna 14 risamót á ferlinum og hefur verið að elta met Jack Niclaus sem vann 18 risamót. Lengi vel virtist það vera formsatriði fyrir Tiger að ná þessu meti en svo gaf á bátinn. Tiger náði sér á strik árið 2013 þar sem hann vann fimm mót á PGA-mótaröðinni. Sigur á risamóti kom þó ekki og ári síðar fór bakið á honum. Aðgerð beið hans og hann hefur ekki verið sami maður síðan. Tveimur skurðagerðum síðar er ómögulegt að spá í hvort Tiger muni ná flugi á nýjan leik. Það er enginn að spá í því núna hvort hann vinni fleiri risamót heldur spá menn í það hvort hann verði í standi til að spila áfram meðal þeirra bestu. Kylfingurinn hefur sjálfur gefið það út að hann muni ekki leggja líkamann í hættu. Hann vilji geta leikið við börnin sín. Það gangi fyrir. Frá árinu 1965 hafa kylfingar yfir fertugt aðeins unnið 18 af 204 risamótum. Woods var líka að elta metið yfir flesta sigra á risamótum og hann er í dag þrem sigrum á eftir Sam Snead. Það verður örugglega ljóst á árinu 2016 hvort Tiger eigi raunhæfan möguleika á því að elta þessi stóru met eitthvað lengur. Golf Mest lesið Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Handbolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Fótbolti Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Enski boltinn Fleiri fréttir Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira
Tiger Woods fagnar fertugsafmælinu sínu í dag en afmælisdagarnir hafa örugglega oft verið betri hjá Tiger. Hann er meiddur, hefur ekki unnið risamót síðan 2008 og framtíðin er í raun óljós. Hvenær hann getur byrjað að spila og hvort að líkaminn muni hreinlega þola meira golf eftir allt sem á undan er gengið. Tiger er búinn að vinna 14 risamót á ferlinum og hefur verið að elta met Jack Niclaus sem vann 18 risamót. Lengi vel virtist það vera formsatriði fyrir Tiger að ná þessu meti en svo gaf á bátinn. Tiger náði sér á strik árið 2013 þar sem hann vann fimm mót á PGA-mótaröðinni. Sigur á risamóti kom þó ekki og ári síðar fór bakið á honum. Aðgerð beið hans og hann hefur ekki verið sami maður síðan. Tveimur skurðagerðum síðar er ómögulegt að spá í hvort Tiger muni ná flugi á nýjan leik. Það er enginn að spá í því núna hvort hann vinni fleiri risamót heldur spá menn í það hvort hann verði í standi til að spila áfram meðal þeirra bestu. Kylfingurinn hefur sjálfur gefið það út að hann muni ekki leggja líkamann í hættu. Hann vilji geta leikið við börnin sín. Það gangi fyrir. Frá árinu 1965 hafa kylfingar yfir fertugt aðeins unnið 18 af 204 risamótum. Woods var líka að elta metið yfir flesta sigra á risamótum og hann er í dag þrem sigrum á eftir Sam Snead. Það verður örugglega ljóst á árinu 2016 hvort Tiger eigi raunhæfan möguleika á því að elta þessi stóru met eitthvað lengur.
Golf Mest lesið Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Handbolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Fótbolti Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Enski boltinn Fleiri fréttir Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira