Skattur sem eykur atvinnuleysi Ólafur Stephensen skrifar 8. janúar 2015 07:00 Tryggingargjaldið, skattur sem ríkið leggur á launagreiðslur fyrirtækja, hefur verið til umræðu að undanförnu. Ríkisvaldið hefur ekki staðið við samkomulag við atvinnulífið um að lækka tryggingargjaldið á nýjan leik þegar atvinnuleysi dvínaði. Fyrr í vikunni benti hagfræðideild Landsbankans á að þeirri hugmyndafræði, sem á sínum tíma lá að baki atvinnutryggingargjaldinu, sem er hluti skattsins, hefði ekki verið fylgt. Ætlunin hefði verið að gjaldið fylgdi kostnaði vegna atvinnuleysisbóta. Eftir að atvinnuleysi minnkaði á ný, væri munurinn á hlutfalli atvinnutryggingargjalds og atvinnuleysisprósentu hins vegar mun meiri en fyrir efnahagshrunið. „Skattlagning á launagreiðslur í landinu hefur því aukist. Atvinnutryggingargjald er því í auknum mæli orðin tekjulind fyrir ríkissjóð. Aukin skattlagning launagreiðslna með þessum hætti dregur úr getu atvinnurekenda til að ráða nýja starfsmenn og því verður fjölgun starfa minni en ella,“ segir í Hagsjá Landsbankans. Þarna liggur hundurinn grafinn; það er sérkennileg þversögn í því fólgin að fjármagna atvinnuleysistryggingar með skatti á launagreiðslur fyrirtækja. Háir launaskattar ýta nefnilega undir atvinnuleysi með því að þeir draga úr hvata fyrirtækja að bæta við sig fólki. Launaskattar koma sérstaklega illa við lítil og meðalstór fyrirtæki og fyrirtæki í verzlun og þjónustu, þar sem laun eru iðulega hátt hlutfall kostnaðar. Félag atvinnurekenda hefur reiknað út að lækkun tryggingargjaldsins um eitt prósentustig gæti skapað fyrirtækjum svigrúm til að skapa allt að 1.700 ný störf. Tekjur ríkissjóðs myndu við slíka breytingu lækka um 7,5 milljarða, en lægra tryggingargjald ríkisins sem launagreiðanda og tekjuskattur þeirra sem þannig yrðu virkir á vinnumarkaði gætu skilað 4,5 milljörðum á móti. Nettóáhrifin á ríkissjóð til skamms tíma væru þannig þrír milljarðar, en aðgerðin myndi jafnframt hafa þau áhrif að fjárfesting ykist, neyzla færi vaxandi og skuldir yrðu greiddar hraðar niður. Breytingin skapaði því jákvæð áhrif í hagkerfinu yfir lengra tímabil, sem ríkissjóður myndi hagnast á. Í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar segir að tryggingargjaldið verði lækkað á kjörtímabilinu. Það olli atvinnulífinu vonbrigðum að við það skyldi ekki staðið í fjárlögum þessa árs. Nú er ekki ástæða til að bíða lengur með efndirnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Mest lesið Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson Skoðun Milljarðar evra streyma enn til Pútíns Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson Skoðun Skoðun Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram skrifar Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Milljarðar evra streyma enn til Pútíns Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson skrifar Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Slökkvum ekki Ljósið Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir skrifar Skoðun Varðveitum vatnið – hugvekja Hópur starfsfólks Náttúruminjasafns Íslands skrifar Skoðun Innviðaskuld við íslenskuna Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson skrifar Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen skrifar Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled skrifar Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Hærri greiðslur í fæðingarorlofi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Tryggingargjaldið, skattur sem ríkið leggur á launagreiðslur fyrirtækja, hefur verið til umræðu að undanförnu. Ríkisvaldið hefur ekki staðið við samkomulag við atvinnulífið um að lækka tryggingargjaldið á nýjan leik þegar atvinnuleysi dvínaði. Fyrr í vikunni benti hagfræðideild Landsbankans á að þeirri hugmyndafræði, sem á sínum tíma lá að baki atvinnutryggingargjaldinu, sem er hluti skattsins, hefði ekki verið fylgt. Ætlunin hefði verið að gjaldið fylgdi kostnaði vegna atvinnuleysisbóta. Eftir að atvinnuleysi minnkaði á ný, væri munurinn á hlutfalli atvinnutryggingargjalds og atvinnuleysisprósentu hins vegar mun meiri en fyrir efnahagshrunið. „Skattlagning á launagreiðslur í landinu hefur því aukist. Atvinnutryggingargjald er því í auknum mæli orðin tekjulind fyrir ríkissjóð. Aukin skattlagning launagreiðslna með þessum hætti dregur úr getu atvinnurekenda til að ráða nýja starfsmenn og því verður fjölgun starfa minni en ella,“ segir í Hagsjá Landsbankans. Þarna liggur hundurinn grafinn; það er sérkennileg þversögn í því fólgin að fjármagna atvinnuleysistryggingar með skatti á launagreiðslur fyrirtækja. Háir launaskattar ýta nefnilega undir atvinnuleysi með því að þeir draga úr hvata fyrirtækja að bæta við sig fólki. Launaskattar koma sérstaklega illa við lítil og meðalstór fyrirtæki og fyrirtæki í verzlun og þjónustu, þar sem laun eru iðulega hátt hlutfall kostnaðar. Félag atvinnurekenda hefur reiknað út að lækkun tryggingargjaldsins um eitt prósentustig gæti skapað fyrirtækjum svigrúm til að skapa allt að 1.700 ný störf. Tekjur ríkissjóðs myndu við slíka breytingu lækka um 7,5 milljarða, en lægra tryggingargjald ríkisins sem launagreiðanda og tekjuskattur þeirra sem þannig yrðu virkir á vinnumarkaði gætu skilað 4,5 milljörðum á móti. Nettóáhrifin á ríkissjóð til skamms tíma væru þannig þrír milljarðar, en aðgerðin myndi jafnframt hafa þau áhrif að fjárfesting ykist, neyzla færi vaxandi og skuldir yrðu greiddar hraðar niður. Breytingin skapaði því jákvæð áhrif í hagkerfinu yfir lengra tímabil, sem ríkissjóður myndi hagnast á. Í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar segir að tryggingargjaldið verði lækkað á kjörtímabilinu. Það olli atvinnulífinu vonbrigðum að við það skyldi ekki staðið í fjárlögum þessa árs. Nú er ekki ástæða til að bíða lengur með efndirnar.
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun
Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar
Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar
Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar
Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun