Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram skrifar 17. september 2025 09:00 Á meðan augu heimsins beinast að versnandi átökum og hörmungum í Mið-Austurlöndum og Rússum hnykkla vöðvana í Evrópu, þjáist almenningur í Súdan og nágrannaríkjum þess í alvarlegustu mannúðarhörmungum samtímans. Frá því að stríð braust út í apríl 2023 milli súdanska hersins og hersveita RSF hafa 12 milljónir verið hraktar á flótta, yfir 150.000 hafa látið lífið og tugir milljóna þjást af hungri. Óbreyttir borgarar, þar á meðal konur og börn, eru fastir á milli stríðandi fylkinga. Tilkynnt hefur verið um þjóðernishreinsanir og kynferðisofbeldi, einkum í Darfúr-héraði. Heilbrigðiskerfi landsins er í lamasessi, matarbirgðir eru á þrotum og hjálparsamtök eru hindruð í störfum sínum, ráðist er á starfsmenn þeirra og þeir jafnvel drepnir. Þessar gleymdu mannúðarhörmungar ná langt út fyrir landamæri Súdan. Nágrannaríki eins og Tsjad, Suður-Súdan og Mið-Afríkulýðveldið, sem fyrir glímdu við sínar áskoranir, hafa tekið á móti um þremur milljónum flóttamanna. Þrátt fyrir þessar mestu mannúðarhörmungar samtímans hefur alþjóðasamfélagið að stórum hluta kosið að loka augunum eða horfa annað. Stofnanir Sameinuðu þjóðanna fá aðeins brot af því sem kallað hefur verið eftir til að lina þjáningar og bjarga mannslífum. Á meðan háar fjárhæðir fara réttilega á önnur hörmungarsvæði, fær Súdan aðeins brot af nauðsynlegu fjármagni. Þetta aðgerðarleysi er ekki aðeins vanræksla – það er hluti af hörmungunum. Heimurinn verður að bregðast við og hjálpa í Súdan. Þrýsta þarf á báða aðila að binda enda á átökin og geta íslensk stjórnvöld sýnt þar gott fordæmi og beitt sér í því kjósi þau svo, jafnvel þó rödd okkar sé veik og fáir fari fram á slíkt. Almenningur í Súdan er okkur ekki óviðkomandi. Heimurinn verður sífellt minni og þessar hörmungar eiga sér stað fyrir augum okkar, jafnvel þó við kjósum að loka augunum eða horfa annað. Höfundur er framkvæmdastjóri SOS Barnaþorpa á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Súdan Mest lesið Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason Skoðun Þegar áfengið rænir jólunum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta í nýju landslagi Ólína Laxdal skrifar Skoðun Sköpum öflugt, hafsækið atvinnulíf á viðskiptalegum forsendum! Gunnar Tryggvason skrifar Skoðun Hefurðu heyrt söguna? Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Teygjum okkur aðeins lengra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Traustur grunnur, ný tækifæri Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar áfengið rænir jólunum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson skrifar Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Pípararnir okkar - Fagstéttin, metfjöldi, átakið, stuðningur Snæbjörn R. Rafnsson skrifar Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic skrifar Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Sjá meira
Á meðan augu heimsins beinast að versnandi átökum og hörmungum í Mið-Austurlöndum og Rússum hnykkla vöðvana í Evrópu, þjáist almenningur í Súdan og nágrannaríkjum þess í alvarlegustu mannúðarhörmungum samtímans. Frá því að stríð braust út í apríl 2023 milli súdanska hersins og hersveita RSF hafa 12 milljónir verið hraktar á flótta, yfir 150.000 hafa látið lífið og tugir milljóna þjást af hungri. Óbreyttir borgarar, þar á meðal konur og börn, eru fastir á milli stríðandi fylkinga. Tilkynnt hefur verið um þjóðernishreinsanir og kynferðisofbeldi, einkum í Darfúr-héraði. Heilbrigðiskerfi landsins er í lamasessi, matarbirgðir eru á þrotum og hjálparsamtök eru hindruð í störfum sínum, ráðist er á starfsmenn þeirra og þeir jafnvel drepnir. Þessar gleymdu mannúðarhörmungar ná langt út fyrir landamæri Súdan. Nágrannaríki eins og Tsjad, Suður-Súdan og Mið-Afríkulýðveldið, sem fyrir glímdu við sínar áskoranir, hafa tekið á móti um þremur milljónum flóttamanna. Þrátt fyrir þessar mestu mannúðarhörmungar samtímans hefur alþjóðasamfélagið að stórum hluta kosið að loka augunum eða horfa annað. Stofnanir Sameinuðu þjóðanna fá aðeins brot af því sem kallað hefur verið eftir til að lina þjáningar og bjarga mannslífum. Á meðan háar fjárhæðir fara réttilega á önnur hörmungarsvæði, fær Súdan aðeins brot af nauðsynlegu fjármagni. Þetta aðgerðarleysi er ekki aðeins vanræksla – það er hluti af hörmungunum. Heimurinn verður að bregðast við og hjálpa í Súdan. Þrýsta þarf á báða aðila að binda enda á átökin og geta íslensk stjórnvöld sýnt þar gott fordæmi og beitt sér í því kjósi þau svo, jafnvel þó rödd okkar sé veik og fáir fari fram á slíkt. Almenningur í Súdan er okkur ekki óviðkomandi. Heimurinn verður sífellt minni og þessar hörmungar eiga sér stað fyrir augum okkar, jafnvel þó við kjósum að loka augunum eða horfa annað. Höfundur er framkvæmdastjóri SOS Barnaþorpa á Íslandi.
Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar
Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar
Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun