Segja útgáfuna kraftaverk Guðsteinn Bjarnason skrifar 14. janúar 2015 07:00 Renald Luzier og Patrick Pelloux sýna nýjasta hefti skopmyndablaðsins Charlie Hebdo, sem í þetta sinn er gefið út í milljónum eintaka. nordicphotos/AFP Franskir fjölmiðlar birtu margir í gær nýjustu forsíðu skoptímaritsins Charlie Hebdo, sem formlega kemur þó ekki út fyrr en í dag. Eftirlifandi ritstjórn blaðsins efndi svo til tilfinningaþrungins blaðamannafundar til að kynna nýja heftið, sem gefið er út á sex tungumálum og í metupplagi, þremur milljónum eintaka. Á forsíðunni er mynd af Múhameð spámanni, sem grætur og heldur á skilti sem á stendur: Ég er Charlie. Fjöldi manns hefur undanfarna daga tekið upp skilti af þessu tagi til að sýna samstöðu með ritstjórn blaðsins, sem öfgamúslimar réðust á með grimmilegum hætti í síðustu viku þannig að tíu manns lágu í valnum, auk þess sem tveir lögreglumenn voru myrtir fyrir utan húsakynni blaðsins. Fyrir ofan myndina af Múhameð standa svo sáttarorð tímaritsins: Allt er fyrirgefið. Inni í blaðinu eru svo fleiri skopmyndir af Múhameð spámanni. „Mér þykir leitt að við höfum teiknað hann einu sinni enn,“ sagði teiknarinn Renald Luzier, sem svaf yfir sig og var því ekki á staðnum þegar ofbeldismennirnir réðust inn á skrifstofur blaðsins í síðustu viku: „En sá Múhameð sem við höfum teiknað er bara lítill náungi sem grætur.“FranÇois Hollande Frakklandsforseti tekur í höndina á Malek Merabet, bróður lögreglumannsins Ahmet Merabet sem myrtur var í síðustu viku. fréttablaðið/APÍ leiðara blaðsins er haldið uppi eindreginni vörn fyrir rétt þess til að gera grín að trúarbrögðum og trúarleiðtogum: „Undanfarna viku hefur Charlie, blaði trúleysingja, hlotnast fleiri kraftaverk en allir dýrlingar og spámenn til samans. Við erum stoltust af því kraftaverki að þú hafir nú í höndum þínum þetta sama blað sem við höfum alltaf sent frá okkur.“ Frönsk stjórnvöld hafa hins vegar ákveðið að herða varnir sínar, senda tíu þúsund hermenn út á götur og lýsa yfir stríði við hryðjuverkamenn. François Hollande Frakklandsforseti hét því að Frakkland muni ekki sýna neina miskunn gagnvart andgyðinglegum eða andíslömskum voðaverkum og hvergi vægja gagnvart „þeim sem verja eða fremja hryðjuverk, einkum og sér í lagi stríðsmenn sem fara til Íraks og Sýrlands“. Hollande flutti einnig ávarp við útför lögreglumannsins Ahmed Merabet, sem féll fyrir byssukúlum á gangstéttinni fyrir utan ritstjórn Charlie Hebdo í síðustu viku, og sagði þar: „Ahmet Merabet vissi betur en nokkur annar að róttækt íslam hefur ekkert með íslam að gera og að öfgamenn drepa múslima.“ Í Þýskalandi héldu múslimar út á götur Berlínar til að mótmæla hryðjuverkum. Angela Merkel kanslari og Joachim Gauck forseti tóku þátt í mótælunum og sýndu þýskum múslimum eindreginn stuðning. „Það sem við þurfum að gera núna er að nota öll þau ráð sem okkur standa til boða til þess að berjast gegn umburðarleysi og ofbeldi,“ sagði Merkel. „Hatur ykkar hvetur okkur til dáða,“ sagði Gauck við ódæðismennina. „Við ætlum ekki að gefa ykkur ótta okkar.“ Charlie Hebdo Mest lesið Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Innlent Víða rigning og hiti að fjórtán stigum Veður Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Innlent Fleiri fréttir Undirbúa árásir á Húta og hernám Gasa Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Sjá meira
Franskir fjölmiðlar birtu margir í gær nýjustu forsíðu skoptímaritsins Charlie Hebdo, sem formlega kemur þó ekki út fyrr en í dag. Eftirlifandi ritstjórn blaðsins efndi svo til tilfinningaþrungins blaðamannafundar til að kynna nýja heftið, sem gefið er út á sex tungumálum og í metupplagi, þremur milljónum eintaka. Á forsíðunni er mynd af Múhameð spámanni, sem grætur og heldur á skilti sem á stendur: Ég er Charlie. Fjöldi manns hefur undanfarna daga tekið upp skilti af þessu tagi til að sýna samstöðu með ritstjórn blaðsins, sem öfgamúslimar réðust á með grimmilegum hætti í síðustu viku þannig að tíu manns lágu í valnum, auk þess sem tveir lögreglumenn voru myrtir fyrir utan húsakynni blaðsins. Fyrir ofan myndina af Múhameð standa svo sáttarorð tímaritsins: Allt er fyrirgefið. Inni í blaðinu eru svo fleiri skopmyndir af Múhameð spámanni. „Mér þykir leitt að við höfum teiknað hann einu sinni enn,“ sagði teiknarinn Renald Luzier, sem svaf yfir sig og var því ekki á staðnum þegar ofbeldismennirnir réðust inn á skrifstofur blaðsins í síðustu viku: „En sá Múhameð sem við höfum teiknað er bara lítill náungi sem grætur.“FranÇois Hollande Frakklandsforseti tekur í höndina á Malek Merabet, bróður lögreglumannsins Ahmet Merabet sem myrtur var í síðustu viku. fréttablaðið/APÍ leiðara blaðsins er haldið uppi eindreginni vörn fyrir rétt þess til að gera grín að trúarbrögðum og trúarleiðtogum: „Undanfarna viku hefur Charlie, blaði trúleysingja, hlotnast fleiri kraftaverk en allir dýrlingar og spámenn til samans. Við erum stoltust af því kraftaverki að þú hafir nú í höndum þínum þetta sama blað sem við höfum alltaf sent frá okkur.“ Frönsk stjórnvöld hafa hins vegar ákveðið að herða varnir sínar, senda tíu þúsund hermenn út á götur og lýsa yfir stríði við hryðjuverkamenn. François Hollande Frakklandsforseti hét því að Frakkland muni ekki sýna neina miskunn gagnvart andgyðinglegum eða andíslömskum voðaverkum og hvergi vægja gagnvart „þeim sem verja eða fremja hryðjuverk, einkum og sér í lagi stríðsmenn sem fara til Íraks og Sýrlands“. Hollande flutti einnig ávarp við útför lögreglumannsins Ahmed Merabet, sem féll fyrir byssukúlum á gangstéttinni fyrir utan ritstjórn Charlie Hebdo í síðustu viku, og sagði þar: „Ahmet Merabet vissi betur en nokkur annar að róttækt íslam hefur ekkert með íslam að gera og að öfgamenn drepa múslima.“ Í Þýskalandi héldu múslimar út á götur Berlínar til að mótmæla hryðjuverkum. Angela Merkel kanslari og Joachim Gauck forseti tóku þátt í mótælunum og sýndu þýskum múslimum eindreginn stuðning. „Það sem við þurfum að gera núna er að nota öll þau ráð sem okkur standa til boða til þess að berjast gegn umburðarleysi og ofbeldi,“ sagði Merkel. „Hatur ykkar hvetur okkur til dáða,“ sagði Gauck við ódæðismennina. „Við ætlum ekki að gefa ykkur ótta okkar.“
Charlie Hebdo Mest lesið Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Innlent Víða rigning og hiti að fjórtán stigum Veður Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Innlent Fleiri fréttir Undirbúa árásir á Húta og hernám Gasa Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Sjá meira