Að ala á ótta! Sema Erla Serdar skrifar 21. janúar 2015 07:00 Síðustu mánuði hefur mikið verið talað um „pólitíska jarðskjálfta“ í Evrópu. Í því samhengi er átt við niðurstöður kosninga til þings og sveitarstjórna, auk kosninga til Evrópuþingsins sem fram fóru í maí 2014, en þær sýna svo um munar að fylgi evrópskra kjósenda er að færast frá meginstraums- og miðjusæknum stjórnmálaflokkum og yfir á jaðarflokka. Flestir eiga þeir stjórnmálaflokkar og aðrir formlegir eða óformlegir hópar sem nú tröllríða hinum pólitíska vettvangi í Evrópu það sameiginlegt að ala á þjóðernishyggju, innflytjendaandúð og andúð á því fjölmenningarsamfélagi sem hefur tekið yfir í flestum ríkjum Evrópu. Í kjölfarið hefur umræðan um innflytjendamál stigmagnast víða í Evrópu og tekið á sig „nýjar“ myndir. Þannig safnast nú þúsundir manna saman á götum Evrópu til þess að sýna andúð sína á því sem þeir kalla „íslamsvæðingu Vesturlanda“ sem er tekið upp úr stefnuskrá öfga-hægriflokka sem ala á þjóðernisrembingi og andúð á innflytjendum, oft á tíðum sérstaklega múslima. Til þess að slíkir hópar fengju hljómgrunn þurfti ekki hryðjuverkaárás í Frakklandi. Uppgangur þessara afla var hafinn löngu áður. Sá óhugnanlegi atburður varð hins vegar til þess að umræðan varð enn ósvífnari og enn ógeðfelldari og stjórnmálamenn fóru að nýta sér hana í pólitískum tilgangi, auk þess sem hún fór að teygja anga sína til ríkja sem hafa aldrei þurft að hafa áhyggjur af fjölmenningu, ákveðnum trúarhópum, eða árásum eins og þeirri sem átti sér stað í París. Ísland er dæmi um slíkt ríki. Vissulega hafa innflytjendamál ávallt verið til umræðu á Íslandi. Hún fór hins vegar að taka á sig nýja mynd þegar múslimar fóru að velta fyrir sér möguleikanum á að byggja mosku. Í kringum síðustu sveitarstjórnarkosningar varð hún svo enn óhuggulegri. Það er hins vegar ekkert í samanburði við þá umræðu sem hefur átt sér stað síðustu daga og ljóst er að uppgangur öfgaafla er raunveruleiki á Íslandi rétt eins og víðar í Evrópu.Fjölmenningarsamfélag Fólk er nú í miklum mæli farið að óttast innflytjendur og áhrif þeirra á íslenskt samfélag. Fólk er í meiri mæli farið að horfa til möguleikans á hryðjuverkaárás á Íslandi og nú er búið að stofna samtök á Íslandi sem ætla að berjast gegn „íslamsvæðingu Evrópu,“ án þess að nokkur ástæða sé til. Að ala á ótta er elsta trixið í bókinni. Það er mikilvægt að bíta ekki á agnið. Íslenskt samfélag er og verður fjölmenningarsamfélag. Slíkt samfélag á að byggjast á umburðarlyndi, kærleika, réttlæti, trúfrelsi og á að vera laust við alla mismunun. Íslensku samfélagi stafar ekki ógn af innflytjendum, fjölmenningu eða öðrum trúarbrögðum en við höfum hingað til kynnst. Íslensku samfélagi stafar ógn af öflum sem telja sig yfir aðra hafin vegna þjóðernis, kynþáttar, litarafts, trúarbragða, menningar eða annarra slíkra þátta. Umræðan um innflytjendamál má ekki stjórnast af slíkum hugmyndum. Það mun einungis leiða til sundrungar í samfélaginu. Umræðan um innflytjendamál verður að vera uppbyggileg, yfirveguð og sanngjörn auk þess sem hún þarf að byggjast á gagnkvæmri virðingu. Það er þannig sem við sigrumst á öfgunum. Það er þannig sem við aðlögumst öll nýju fjölmenningarsamfélagi. Ekki með ótta eða hatri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sema Erla Serdar Mest lesið Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun Halldór 20.09.2025 Halldór Heimur á heljarþröm? Innflutningur á hatursorðræðu til Íslands! Arna Magnea Danks Skoðun Móðir í Breiðholti hjólar 5.000 kílómetra Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Eru Íslendingar feigir? Olíuvinnsla! Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Ástæðan fyrir því að við þurfum möguleika á dánaraðstoð Ingrid Kuhlman Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Sterkara framhaldsskólakerfi Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal Skoðun Skoðun Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar Skoðun Móðir í Breiðholti hjólar 5.000 kílómetra Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Viðreisn lætur verkin tala Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterkara framhaldsskólakerfi Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Eru Íslendingar feigir? Olíuvinnsla! Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Ástæðan fyrir því að við þurfum möguleika á dánaraðstoð Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Heimur á heljarþröm? Innflutningur á hatursorðræðu til Íslands! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal skrifar Skoðun Lýðræðið tekið úr höndum nemenda í Lundarskóla Benedikt Már Þorvaldsson skrifar Skoðun Geðheilbrigði er mannréttindamál Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar Skoðun Tími skyndilausna á húsnæðismarkaði er liðinn Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Lýðræði í mótvindi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar Skoðun Ísland boðar mannúð en býður útlegð Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Börnin eru ekki tölur Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Að kveikja á síðustu eldspýtunni Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Sjá meira
Síðustu mánuði hefur mikið verið talað um „pólitíska jarðskjálfta“ í Evrópu. Í því samhengi er átt við niðurstöður kosninga til þings og sveitarstjórna, auk kosninga til Evrópuþingsins sem fram fóru í maí 2014, en þær sýna svo um munar að fylgi evrópskra kjósenda er að færast frá meginstraums- og miðjusæknum stjórnmálaflokkum og yfir á jaðarflokka. Flestir eiga þeir stjórnmálaflokkar og aðrir formlegir eða óformlegir hópar sem nú tröllríða hinum pólitíska vettvangi í Evrópu það sameiginlegt að ala á þjóðernishyggju, innflytjendaandúð og andúð á því fjölmenningarsamfélagi sem hefur tekið yfir í flestum ríkjum Evrópu. Í kjölfarið hefur umræðan um innflytjendamál stigmagnast víða í Evrópu og tekið á sig „nýjar“ myndir. Þannig safnast nú þúsundir manna saman á götum Evrópu til þess að sýna andúð sína á því sem þeir kalla „íslamsvæðingu Vesturlanda“ sem er tekið upp úr stefnuskrá öfga-hægriflokka sem ala á þjóðernisrembingi og andúð á innflytjendum, oft á tíðum sérstaklega múslima. Til þess að slíkir hópar fengju hljómgrunn þurfti ekki hryðjuverkaárás í Frakklandi. Uppgangur þessara afla var hafinn löngu áður. Sá óhugnanlegi atburður varð hins vegar til þess að umræðan varð enn ósvífnari og enn ógeðfelldari og stjórnmálamenn fóru að nýta sér hana í pólitískum tilgangi, auk þess sem hún fór að teygja anga sína til ríkja sem hafa aldrei þurft að hafa áhyggjur af fjölmenningu, ákveðnum trúarhópum, eða árásum eins og þeirri sem átti sér stað í París. Ísland er dæmi um slíkt ríki. Vissulega hafa innflytjendamál ávallt verið til umræðu á Íslandi. Hún fór hins vegar að taka á sig nýja mynd þegar múslimar fóru að velta fyrir sér möguleikanum á að byggja mosku. Í kringum síðustu sveitarstjórnarkosningar varð hún svo enn óhuggulegri. Það er hins vegar ekkert í samanburði við þá umræðu sem hefur átt sér stað síðustu daga og ljóst er að uppgangur öfgaafla er raunveruleiki á Íslandi rétt eins og víðar í Evrópu.Fjölmenningarsamfélag Fólk er nú í miklum mæli farið að óttast innflytjendur og áhrif þeirra á íslenskt samfélag. Fólk er í meiri mæli farið að horfa til möguleikans á hryðjuverkaárás á Íslandi og nú er búið að stofna samtök á Íslandi sem ætla að berjast gegn „íslamsvæðingu Evrópu,“ án þess að nokkur ástæða sé til. Að ala á ótta er elsta trixið í bókinni. Það er mikilvægt að bíta ekki á agnið. Íslenskt samfélag er og verður fjölmenningarsamfélag. Slíkt samfélag á að byggjast á umburðarlyndi, kærleika, réttlæti, trúfrelsi og á að vera laust við alla mismunun. Íslensku samfélagi stafar ekki ógn af innflytjendum, fjölmenningu eða öðrum trúarbrögðum en við höfum hingað til kynnst. Íslensku samfélagi stafar ógn af öflum sem telja sig yfir aðra hafin vegna þjóðernis, kynþáttar, litarafts, trúarbragða, menningar eða annarra slíkra þátta. Umræðan um innflytjendamál má ekki stjórnast af slíkum hugmyndum. Það mun einungis leiða til sundrungar í samfélaginu. Umræðan um innflytjendamál verður að vera uppbyggileg, yfirveguð og sanngjörn auk þess sem hún þarf að byggjast á gagnkvæmri virðingu. Það er þannig sem við sigrumst á öfgunum. Það er þannig sem við aðlögumst öll nýju fjölmenningarsamfélagi. Ekki með ótta eða hatri.
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun
Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal Skoðun
Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar
Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson skrifar
Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal skrifar
Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar
Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar
Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar
Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar
Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar
Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun
Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal Skoðun