Myndirnar fjalla um mannleg efni Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 23. janúar 2015 13:00 Claude Gensac og Corinne Masiero leika í mynd Sólveigar Anspach, Lulu nakin. „Myndin Intouchables vakti gríðarlega athygli og opnunarmynd frönsku kvikmyndahátíðarinnar nú, Ömurleg brúðkaup, er á pari við hana. Hún hefur verið gríðarlega vinsæl úti og fjallar um efni sem er á allra vörum núna, fjölmenningarsamfélag, fordóma og trúarbrögð, en allt á gamansaman hátt,“ segir Einar Hermannsson, nýr forseti Alliance Française á Íslandi. Einar nefnir líka myndina Lulu nakin, eftir fransk-íslenska leikstjórann Sólveigu Anspach sem verður sýnd í dag, laugardag og sunnudag. „Það er grípandi mynd um konu sem klúðrar atvinnuviðtali en á heimleiðinni kynnist hún sérkennilegu fólki á jöðrum samfélagsins. Aðalleikkonan, Corinne Masiero, er mjög vinsæl í Frakklandi,“ lýsir hann. Aðrar myndir á hátíðinni fjalla líka um mannleg efni, að sögn Einars. Sem dæmi tekur hann myndina Af öllum kröftum sem Barði Jóhannesson gerði tónlistina við, segir hana hugljúfa mynd sem byggð sé á sannsögulegum atburðum. „Hún er um fatlaðan dreng í hjólastól og föður sem ákveður að taka þátt í Iron Man með drenginn á bakinu,“ lýsir hann. „Beélier-fjölskyldan er önnur, hún er um unga stelpu sem er með einstaka söngrödd en hún býr með foreldrum sínum og bróður sem öll eru heyrnarlaus og þau reiða sig á hjálp hennar við að hafa samskipti við umheiminn.“ Franska kvikmyndahátíðin er samstarfsverkefni franska sendiráðsins, Alliance, Græna ljóssins og Senu og Einar segir kanadíska sendiráðið inni í samstarfinu líka. „Það er ein kanadísk mynd á hátíðinni og líka ein frá Fílabeinsströndinni,“ tekur hann fram. Kveðst ekki sjálfur hafa séð nema útdrátt úr myndunum en segir þær allar lofa góðu. „Frakkar eru þriðju stærstu kvikmyndaframleiðendur í heimi á eftir Bandaríkjamönnum og Indverjum og kunna til verka.“ Menning Mest lesið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Lífið Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Lífið Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Lífið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Lífið Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Lífið Fleiri fréttir Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
„Myndin Intouchables vakti gríðarlega athygli og opnunarmynd frönsku kvikmyndahátíðarinnar nú, Ömurleg brúðkaup, er á pari við hana. Hún hefur verið gríðarlega vinsæl úti og fjallar um efni sem er á allra vörum núna, fjölmenningarsamfélag, fordóma og trúarbrögð, en allt á gamansaman hátt,“ segir Einar Hermannsson, nýr forseti Alliance Française á Íslandi. Einar nefnir líka myndina Lulu nakin, eftir fransk-íslenska leikstjórann Sólveigu Anspach sem verður sýnd í dag, laugardag og sunnudag. „Það er grípandi mynd um konu sem klúðrar atvinnuviðtali en á heimleiðinni kynnist hún sérkennilegu fólki á jöðrum samfélagsins. Aðalleikkonan, Corinne Masiero, er mjög vinsæl í Frakklandi,“ lýsir hann. Aðrar myndir á hátíðinni fjalla líka um mannleg efni, að sögn Einars. Sem dæmi tekur hann myndina Af öllum kröftum sem Barði Jóhannesson gerði tónlistina við, segir hana hugljúfa mynd sem byggð sé á sannsögulegum atburðum. „Hún er um fatlaðan dreng í hjólastól og föður sem ákveður að taka þátt í Iron Man með drenginn á bakinu,“ lýsir hann. „Beélier-fjölskyldan er önnur, hún er um unga stelpu sem er með einstaka söngrödd en hún býr með foreldrum sínum og bróður sem öll eru heyrnarlaus og þau reiða sig á hjálp hennar við að hafa samskipti við umheiminn.“ Franska kvikmyndahátíðin er samstarfsverkefni franska sendiráðsins, Alliance, Græna ljóssins og Senu og Einar segir kanadíska sendiráðið inni í samstarfinu líka. „Það er ein kanadísk mynd á hátíðinni og líka ein frá Fílabeinsströndinni,“ tekur hann fram. Kveðst ekki sjálfur hafa séð nema útdrátt úr myndunum en segir þær allar lofa góðu. „Frakkar eru þriðju stærstu kvikmyndaframleiðendur í heimi á eftir Bandaríkjamönnum og Indverjum og kunna til verka.“
Menning Mest lesið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Lífið Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Lífið Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Lífið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Lífið Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Lífið Fleiri fréttir Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira