Aldraðir hafa verið hlunnfarnir Björgvin Guðmundsson skrifar 4. febrúar 2015 07:00 Eldri borgarar hafa orðið fyrir barðinu á kjaragliðnun. Með kjaragliðnun er átt við það, þegar lífeyrir aldraðra og öryrkja hækkar minna en kaup láglaunafólks. Það verður þá gliðnun milli kjara lífeyrisþega og kjara láglaunafólks. Þessi gliðnun varð mjög mikil á krepputímanum (2009-2013), þar eð lífeyrir aldraðra og öryrkja var þá frystur langtímum saman á meðan kaup láglaunafólks hækkaði. Á tímabilinu 2009-2015 hækkuðu lágmarkslaun verkafólks um 47% en á sama tíma hækkaði lífeyrir aldraðra einhleypinga frá almannatryggingum um 25%, miðað við þá sem eingöngu höfðu tekjur frá Tryggingastofnun (engar greiðslur úr lífeyrissjóði eða aðrar tekjur). Þetta var mikil kjaragliðnun. Frambjóðendur beggja stjórnarflokkanna lofuðu því fyrir kosningar 2013, að þessi kjaragliðnun yrði leiðrétt að fullu með hækkun lífeyris aldraðra og öryrkja eftir kosningar. En það er ekki farið að efna þetta kosningaloforð enn þá enda þótt kjörtímabilið sé nú nálega hálfnað.Hækka þarf lífeyri um 20 prósent Það þarf að hækka lífeyri aldraðra og öryrkja um rúmlega 20% til þess að leiðrétta framangreinda kjaragliðnun. Það kostar 17 milljarða kr. eins og ég hefi áður tekið fram. Þá er aðeins miðað við það hvað lífeyrir þyrfti að vera hár í dag, ef hann væri hækkaður í dag eins og lágmarkslaun hækkuðu á tímabilinu 2009-2015. En ef athugað er einnig hvað lífeyrir aldraðra og öryrkja hefði hækkað mikið á hverju ári krepputímans, ef hækkun lífeyris hefði á hverju ári fylgt hækkun lágmarkslauna, væri reikningurinn til ríkisstjórnarinnar miklu hærri. Kjaraskerðing aldraðra og öryrkja, sem tók gildi á árinu 2009 nemur nú 12,6 milljörðum kr. Alls skuldar ríkið því lífeyrisþegum hátt í 30 milljarða vegna kjaraskerðingar undanfarinna ára og skýlausra loforða stjórnarflokkanna um að bæta öldruðum og öryrkjum þessar skerðingar.Verða loforðin svikin? Þess verður ekki vart enn, að ríkisstjórnin ætli að efna stærsta kosningaloforðið við aldraða og öryrkja. Ríkisstjórnin virðist ekki ætla að bæta kjör lífeyrisþega á þennan hátt enda þótt þau séu óviðunandi. Ríkisstjórnin hefur aðeins gert tvennt í málefnum aldraðra: Aukið frítekjumark aldraðra vegna atvinnutekna og hætt að reikna lífeyrissjóðsgreiðslur með tekjum við útreikning grunnlífeyris. Þetta er rýrt í roðinu og gagnast aðeins þeim, sem vel eru settir. Þriðja atriði kjaraleiðréttingar lífeyrisþega, lækkun skerðingarhlutfalls tekjutryggingar, kom sjálfvirkt í framkvæmd, með því að lögin um skerðingu tekjutryggingar voru tímabundin. Þau runnu út um áramótin 2013/2014. Ef ríkisstjórnin tekur sig á og hækkar lífeyri aldraðra og öryrkja um 20%, þ.e. efnir kosningaloforð sitt, mun það skipta sköpum fyrir lífeyrisþega. Lífeyrir einhleypra eldri borgara, sem aðeins hafa tekjur frá TR, mun þá hækka um 45 þús. kr. á mánuði. Það mundi gera líf þessara lífeyrisþega bærilegra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Björgvin Guðmundsson Mest lesið Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson Skoðun Skoðun Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson skrifar Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar Skoðun Í hvað á orkan að fara? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Vegatálmar á skólagöngunni Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Stjórnvöld mega ekki klúðra nýju vaxtaviðmiði Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Að einfalda veruleikann og breyta öllu í pólitískt fóður Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er ég ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun RÚV brýtur á börnum Guðbjörg Hildur Kolbeins skrifar Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland þarf að tilnefna fulltrúa í European SET Plan Ester Halldórsdóttir skrifar Sjá meira
Eldri borgarar hafa orðið fyrir barðinu á kjaragliðnun. Með kjaragliðnun er átt við það, þegar lífeyrir aldraðra og öryrkja hækkar minna en kaup láglaunafólks. Það verður þá gliðnun milli kjara lífeyrisþega og kjara láglaunafólks. Þessi gliðnun varð mjög mikil á krepputímanum (2009-2013), þar eð lífeyrir aldraðra og öryrkja var þá frystur langtímum saman á meðan kaup láglaunafólks hækkaði. Á tímabilinu 2009-2015 hækkuðu lágmarkslaun verkafólks um 47% en á sama tíma hækkaði lífeyrir aldraðra einhleypinga frá almannatryggingum um 25%, miðað við þá sem eingöngu höfðu tekjur frá Tryggingastofnun (engar greiðslur úr lífeyrissjóði eða aðrar tekjur). Þetta var mikil kjaragliðnun. Frambjóðendur beggja stjórnarflokkanna lofuðu því fyrir kosningar 2013, að þessi kjaragliðnun yrði leiðrétt að fullu með hækkun lífeyris aldraðra og öryrkja eftir kosningar. En það er ekki farið að efna þetta kosningaloforð enn þá enda þótt kjörtímabilið sé nú nálega hálfnað.Hækka þarf lífeyri um 20 prósent Það þarf að hækka lífeyri aldraðra og öryrkja um rúmlega 20% til þess að leiðrétta framangreinda kjaragliðnun. Það kostar 17 milljarða kr. eins og ég hefi áður tekið fram. Þá er aðeins miðað við það hvað lífeyrir þyrfti að vera hár í dag, ef hann væri hækkaður í dag eins og lágmarkslaun hækkuðu á tímabilinu 2009-2015. En ef athugað er einnig hvað lífeyrir aldraðra og öryrkja hefði hækkað mikið á hverju ári krepputímans, ef hækkun lífeyris hefði á hverju ári fylgt hækkun lágmarkslauna, væri reikningurinn til ríkisstjórnarinnar miklu hærri. Kjaraskerðing aldraðra og öryrkja, sem tók gildi á árinu 2009 nemur nú 12,6 milljörðum kr. Alls skuldar ríkið því lífeyrisþegum hátt í 30 milljarða vegna kjaraskerðingar undanfarinna ára og skýlausra loforða stjórnarflokkanna um að bæta öldruðum og öryrkjum þessar skerðingar.Verða loforðin svikin? Þess verður ekki vart enn, að ríkisstjórnin ætli að efna stærsta kosningaloforðið við aldraða og öryrkja. Ríkisstjórnin virðist ekki ætla að bæta kjör lífeyrisþega á þennan hátt enda þótt þau séu óviðunandi. Ríkisstjórnin hefur aðeins gert tvennt í málefnum aldraðra: Aukið frítekjumark aldraðra vegna atvinnutekna og hætt að reikna lífeyrissjóðsgreiðslur með tekjum við útreikning grunnlífeyris. Þetta er rýrt í roðinu og gagnast aðeins þeim, sem vel eru settir. Þriðja atriði kjaraleiðréttingar lífeyrisþega, lækkun skerðingarhlutfalls tekjutryggingar, kom sjálfvirkt í framkvæmd, með því að lögin um skerðingu tekjutryggingar voru tímabundin. Þau runnu út um áramótin 2013/2014. Ef ríkisstjórnin tekur sig á og hækkar lífeyri aldraðra og öryrkja um 20%, þ.e. efnir kosningaloforð sitt, mun það skipta sköpum fyrir lífeyrisþega. Lífeyrir einhleypra eldri borgara, sem aðeins hafa tekjur frá TR, mun þá hækka um 45 þús. kr. á mánuði. Það mundi gera líf þessara lífeyrisþega bærilegra.
Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar
Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar