Málþing um þjóðtrú Íslendinga Magnús Guðmundsson skrifar 13. febrúar 2015 15:30 Gunnar Þór Bjarnason er formaður Félags um átjándu aldar fræði. Félag um átjándu aldar fræði efnir til málþings á laugardaginn um nýjar rannsóknir á þjóðtrú Íslendinga á seinni öldum. Gunnar Þór Bjarnason, formaður félagsins, segir starf félagsins líflegt og öllum opið. „Við höldum þrjú málþing á ári, efnum til sumarferðar og tökum þátt í alþjóðlegu samstarfi. Við erum alla jafna að leita að fólki með nýjar áherslur og rannsóknir og skilgreinum átjándu öldina frekar vítt, horfum meira til tímabilsins en tímans.“ Erindin á laugardaginn flytja Aðalheiður Guðmundsdóttir, Um vættir í sögum og sinni, Ármann Jakobsson, Flokkun hins óflokkanlega. Náttúruvísindi og þjóðfræði á 19. öld, Eva Þórdís Ebenezersdóttir, Fatlað fólk með sérstaka og yfirnáttúrulega hæfileika, og Hrefna Sigríður Bjartmarsdóttir, Fylgjutrú í kjölfar siðbreytingar. „Erindin eru ekki nema um tuttugu mínútur að lengd svo það gefist tími fyrir spjall og léttar veitingar í hléi. Við leggjum áherslu á að málþing sem þetta sé við alþýðu hæfi en ekki aðeins fyrir fræðasamfélagið enda ekki óalgengt að það séu um hundrað manns sem mæta. Málþingið er haldið í fyrirlestrasal Þjóðarbókhlöðunnar á laugardaginn kl. 13.30-16.30 og að sjálfsögðu eru allir áhugasamir velkomnir.“ Menning Mest lesið Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Lífið Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Lífið Echoes of the End: Íslensk frumraun undir góðum áhrifum stríðsguðsins Leikjavísir Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Með um 300 tegundir af rósum í garðinum sínum Lífið Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum Lífið „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Lífið Stöðugt á ferð og flugi með sterkari skrokk Lífið samstarf Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Gagnrýni Fleiri fréttir Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
Félag um átjándu aldar fræði efnir til málþings á laugardaginn um nýjar rannsóknir á þjóðtrú Íslendinga á seinni öldum. Gunnar Þór Bjarnason, formaður félagsins, segir starf félagsins líflegt og öllum opið. „Við höldum þrjú málþing á ári, efnum til sumarferðar og tökum þátt í alþjóðlegu samstarfi. Við erum alla jafna að leita að fólki með nýjar áherslur og rannsóknir og skilgreinum átjándu öldina frekar vítt, horfum meira til tímabilsins en tímans.“ Erindin á laugardaginn flytja Aðalheiður Guðmundsdóttir, Um vættir í sögum og sinni, Ármann Jakobsson, Flokkun hins óflokkanlega. Náttúruvísindi og þjóðfræði á 19. öld, Eva Þórdís Ebenezersdóttir, Fatlað fólk með sérstaka og yfirnáttúrulega hæfileika, og Hrefna Sigríður Bjartmarsdóttir, Fylgjutrú í kjölfar siðbreytingar. „Erindin eru ekki nema um tuttugu mínútur að lengd svo það gefist tími fyrir spjall og léttar veitingar í hléi. Við leggjum áherslu á að málþing sem þetta sé við alþýðu hæfi en ekki aðeins fyrir fræðasamfélagið enda ekki óalgengt að það séu um hundrað manns sem mæta. Málþingið er haldið í fyrirlestrasal Þjóðarbókhlöðunnar á laugardaginn kl. 13.30-16.30 og að sjálfsögðu eru allir áhugasamir velkomnir.“
Menning Mest lesið Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Lífið Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Lífið Echoes of the End: Íslensk frumraun undir góðum áhrifum stríðsguðsins Leikjavísir Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Með um 300 tegundir af rósum í garðinum sínum Lífið Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum Lífið „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Lífið Stöðugt á ferð og flugi með sterkari skrokk Lífið samstarf Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Gagnrýni Fleiri fréttir Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira