Raforka á „tombóluverði“? Pétur Blöndal skrifar 16. febrúar 2015 07:00 Íslendingar eru í öfundsverðri stöðu. Á fáeinum áratugum höfum við byggt upp eitt öflugasta raforkukerfi í heimi og verð til almennings er með því lægsta sem þekkist. Það má segja að iðnaðaruppbygging hafi hafist fyrir alvöru þegar Landsvirkjun var stofnuð um Búrfellsvirkjun í tengslum við álverið í Straumsvík á sjöunda áratugnum. Síðan hefur orðið mikil framþróun, klasar hafa byggst upp í orkuiðnaði, svo sem jarðvarmaklasi og álklasi, og þekkingin er orðin útflutningsvara. En er raforkan á Íslandi seld álverum „á tombóluverði“ eins og Jón Steinsson, dósent í hagfræði við Columbia-háskóla, hélt nýverið fram í viðtali á Bylgjunni? Þess sér ekki stað í bókum Landsvirkjunar, en um 70% af tekjum fyrirtækisins koma frá áliðnaði. Það er til marks um sterka stöðu fyrirtækisins að í ársreikningum fyrir árið 2013 var bókfært eigið fé rúmir 200 milljarðar og handbært fé frá rekstri yfir 30 milljörðum. Á síðasta ársfundi kom fram að það gæti greitt upp allar sínar skuldir á rúmum níu árum, þrátt fyrir að hafa lokið við sína stærstu virkjun haustið 2007. Að gefnu tilefni er ástæða til að taka fram, að við sama tækifæri sagði forstjóri Landsvirkjunar að arðsemisáætlanir Kárahnjúkavirkjunar hefðu staðist. Landsvirkjun gefur upp að meðalverð til stóriðju árið 2013 hafi verið 25,8 dollarar á megavattstund. Langsótt er að kalla það tombóluverð því sama ár var meira en þriðjungur af öllu áli utan Kína framleitt við lægra rafmagnsverð (34,6% allrar álframleiðslu utan Kína skv. upplýsingum frá greiningarfyrirtækinu CRU). Ísland er því vissulega samkeppnishæft hvað varðar orkuverð til álframleiðslu en samt ekki í lægsta þriðjungi. Það sem hangir á spýtunni þegar talað er um „tombóluverð“ virðist vera lagning sæstrengs til Bretlands og sala rafmagns um hann fyrir ríkisstyrkt ofurverð. Of snemmt er að fullyrða nokkuð um mögulega arðsemi af því verkefni, því lítið liggur óyggjandi fyrir um helstu forsendur, tæknilegar, viðskiptalegar og þjóðhagslegar. Ef allt gengi eftir í þeim efnum gæti það mögulega falið í sér góða viðbót við orkusölu til stóriðju. En það væri að sjálfsögðu enginn áfellisdómur yfir fyrri stefnu, sem hefur fært Íslendingum gríðarlegan ávinning og mun halda áfram að gera það. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pétur Blöndal Orkumál Mest lesið Heimalestur – gæðastund en ekki grátur og gnístan tanna Svava Þ. Hjaltalín Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun Móðir í Breiðholti hjólar 5.000 kílómetra Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Frelsi til sölu Erling Kári Freysson Skoðun Heimur á heljarþröm? Innflutningur á hatursorðræðu til Íslands! Arna Magnea Danks Skoðun Eru Íslendingar feigir? Olíuvinnsla! Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Ástæðan fyrir því að við þurfum möguleika á dánaraðstoð Ingrid Kuhlman Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason Skoðun Sterkara framhaldsskólakerfi Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Halldór 20.09.2025 Halldór Skoðun Skoðun Heimalestur – gæðastund en ekki grátur og gnístan tanna Svava Þ. Hjaltalín skrifar Skoðun Frelsi til sölu Erling Kári Freysson skrifar Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar Skoðun Móðir í Breiðholti hjólar 5.000 kílómetra Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Viðreisn lætur verkin tala Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterkara framhaldsskólakerfi Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Eru Íslendingar feigir? Olíuvinnsla! Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Ástæðan fyrir því að við þurfum möguleika á dánaraðstoð Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Heimur á heljarþröm? Innflutningur á hatursorðræðu til Íslands! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal skrifar Skoðun Lýðræðið tekið úr höndum nemenda í Lundarskóla Benedikt Már Þorvaldsson skrifar Skoðun Geðheilbrigði er mannréttindamál Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar Skoðun Tími skyndilausna á húsnæðismarkaði er liðinn Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Lýðræði í mótvindi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar Skoðun Ísland boðar mannúð en býður útlegð Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Börnin eru ekki tölur Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson skrifar Sjá meira
Íslendingar eru í öfundsverðri stöðu. Á fáeinum áratugum höfum við byggt upp eitt öflugasta raforkukerfi í heimi og verð til almennings er með því lægsta sem þekkist. Það má segja að iðnaðaruppbygging hafi hafist fyrir alvöru þegar Landsvirkjun var stofnuð um Búrfellsvirkjun í tengslum við álverið í Straumsvík á sjöunda áratugnum. Síðan hefur orðið mikil framþróun, klasar hafa byggst upp í orkuiðnaði, svo sem jarðvarmaklasi og álklasi, og þekkingin er orðin útflutningsvara. En er raforkan á Íslandi seld álverum „á tombóluverði“ eins og Jón Steinsson, dósent í hagfræði við Columbia-háskóla, hélt nýverið fram í viðtali á Bylgjunni? Þess sér ekki stað í bókum Landsvirkjunar, en um 70% af tekjum fyrirtækisins koma frá áliðnaði. Það er til marks um sterka stöðu fyrirtækisins að í ársreikningum fyrir árið 2013 var bókfært eigið fé rúmir 200 milljarðar og handbært fé frá rekstri yfir 30 milljörðum. Á síðasta ársfundi kom fram að það gæti greitt upp allar sínar skuldir á rúmum níu árum, þrátt fyrir að hafa lokið við sína stærstu virkjun haustið 2007. Að gefnu tilefni er ástæða til að taka fram, að við sama tækifæri sagði forstjóri Landsvirkjunar að arðsemisáætlanir Kárahnjúkavirkjunar hefðu staðist. Landsvirkjun gefur upp að meðalverð til stóriðju árið 2013 hafi verið 25,8 dollarar á megavattstund. Langsótt er að kalla það tombóluverð því sama ár var meira en þriðjungur af öllu áli utan Kína framleitt við lægra rafmagnsverð (34,6% allrar álframleiðslu utan Kína skv. upplýsingum frá greiningarfyrirtækinu CRU). Ísland er því vissulega samkeppnishæft hvað varðar orkuverð til álframleiðslu en samt ekki í lægsta þriðjungi. Það sem hangir á spýtunni þegar talað er um „tombóluverð“ virðist vera lagning sæstrengs til Bretlands og sala rafmagns um hann fyrir ríkisstyrkt ofurverð. Of snemmt er að fullyrða nokkuð um mögulega arðsemi af því verkefni, því lítið liggur óyggjandi fyrir um helstu forsendur, tæknilegar, viðskiptalegar og þjóðhagslegar. Ef allt gengi eftir í þeim efnum gæti það mögulega falið í sér góða viðbót við orkusölu til stóriðju. En það væri að sjálfsögðu enginn áfellisdómur yfir fyrri stefnu, sem hefur fært Íslendingum gríðarlegan ávinning og mun halda áfram að gera það.
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason Skoðun
Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar
Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson skrifar
Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal skrifar
Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar
Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar
Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar
Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar
Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason Skoðun