Guð og Jón Gnarr Sigurður Árni Þórðarson skrifar 17. febrúar 2015 07:00 Í Fréttablaðinu, laugardaginn 14. febrúar, var grein Jóns Gnarr um leit hans að Guði. Þar lýsir Jón trú í fjölskyldu sinni og hvernig hann sjálfur leitaði Guðs m.a. í sporavinnu og í klaustri. Ástæða guðsleitar Jóns voru aðstæður hans, þarfir og þrár. Þeim var hvorki svarað né svalað. Af því dregur Jón ályktanir um trú, Guð, trúarbrögð og hagnýtingu trúar. Í greininni segir Jón dapurlega sögu sína um misheppnaða leit sem leiddi hann til guðleysis. Ég virði trúarafstöðu hans. Að virða skoðanir og trú fólks er siðferðileg og lögvarin skylda okkar sem borgara og nauðsyn í fjölmenningarsamfélagi. Að auki elur kristnin á umburðarlyndi vegna jákvæðrar mannsýnar Jesú Krists sem bar virðingu fyrir fólki og skoðunum þess. Ég geri því engan ágreining um trú eða trúleysi en er hins vegar undrandi og hryggur yfir hve þröngt og þunnt Jón túlkar menningarsögu og átrúnað og dregur síðan of víðtækar ályktanir. Vegna þunnildislegrar túlkunar á átrúnaði og samfélagsferlum hrapar Jón að léttvægum dómum um trúmenn og Guð. Jón Gnarr skrifar: „Trú getur verið ágæt til persónulegra nota. Soldið eins og typpi.“ Að fara úr nærbuxunum og hrista sprellann gengur í nektarnýlendum en dugar Jóni ekki til að skilgreina fólk. Við eigum að virða fólk en typpa það ekki. Jón hefur rétt til trúleysis eins og aðrir hafa rétt til trúar. En hann hefur hvorki siðferðilegan né vitsmunalegan rétt til að rangtúlka og smætta trú milljarða fólks. Þó Jón hafi rekist á dæmi um þröngsýna, afturhaldssama trú má hann ekki misnota skynsemi sína og alhæfa um trú. Ég get, eins og Jón Gnarr, sagt eigin sögu um hvernig ég leitaði Guðs og að Guð fann mig (en ekki öfugt). Ég verð vitni að í starfi mínu að fólk rís upp frá dánarbeði barna sinna eða sjúkrabeði vegna þess að máttur Guðs eflir það. Ég upplifi daglega að guðleg nánd veitir fólki von í sorg, vit í hryllingi og tilgang í óreiðu lífsins. Og það er skynsemd og heilbrigði í lífi þessa fólks. Trú er ekki einsleit heldur fjölbreytileg. Leitin að Guði tekur mið af aðstæðum og menningin sem við hrærumst í stýrir viðhorfum og markar stundum afturhaldssöm sjónarmið. Trúmenn hafa ýmsar skoðanir því menning er margvísleg. Afstaða til samkynhneigðra er t.d. oftast fremur menningarmál en mál trúar.Úthýsir ekki skynsemi Trú á Guð úthýsir ekki skynsemi heldur hvetur til skynsamlegrar leitar. Í mínu tilviki var það trú sem vakti áhuga minn á þekkingarfræði upplýsingartímans og síðustu alda sem breytti hugsun um trú í okkar heimshluta. Ég las t.d. megnið af ritum Immanúels Kant og hafði mikið og varanlegt gagn af, vitsmunalegt og trúarlegt. Hann útlistaði vel að skynsemi allra manna er gagnleg en takmörkuð. Ég tel sem trúmaður að það sé trúarleg skylda að beita skynseminni í málum veraldar og þar með líka trúar. En trúmaður leggur líka áherslu á mál hjartans. Kaldur heili og heitt hjarta er eðlilegasta ástand trúmanns. Trú þarfnast skynseminnar því með hjálp hennar er heimskulegum kreddum útrýmt, vondum kenningum um Guð, ógagnlegum hugmyndum um vísindi og heiminn og hægt skapa farsælar og betri hugmyndir um trú, þjóðfélag, kirkju og líka um Guð. Að hafna einfeldningslegum hugmyndum um Guð er ekki andóf gegn trú heldur skynsamleg og trúarleg nauðsyn. En að halda að Guð sé ekki til vegna þess að maður finnur ekki Guð er ámóta óskynsamleg og niðurstaða geimfarans sem sá ekki Guð í geimferð og dró þá ályktun að Guð væri ekki til. Ég tel að Jón Gnarr túlki átrúnað, samfélag og sögu of þröngt. Jón gerir trúmenn að almennum einfeldningum, hæðist jafnvel að þeim og vanvirðir þá og gerir átrúnað samfélagslega tortryggilegan. Hann hefur á liðnum árum í orðum og gerðum lagt áherslu á mannréttindi og staðið með þeim sem hallað hefur verið á. En nú virðist mér mannréttindafrömuðurinn ráðast ómaklega að trúmönnum veraldar. Ástæðan er m.a. að hann túlkar trú í andstöðu við skynsemi og samfélagshagsmuni og fær því ranga niðurstöðu. Einföldun á sér yngri systur sem heitir alhæfing. Einfaldanir í trúarefnum valda oft dauða. Grunnfærni í trúarefnum spillir en þekking treystir tengsl og samfélagsfrið. Ég met Jón Gnarr mikils og efast ekki um velvilja hans, að hann vilji leyfa fólki að njóta sín og réttinda sinna. Því typpar hann almennt ekki fólk. En trúareinföldun Jóns veldur að hann typpar trúmenn og brýtur á þeim. Jón Gnarr fann ekki Guð en Guð hefur fundið milljarða fólks og gefið þeim kraft og mannelsku. Jón Gnarr efaðist um Guð en ég trúi að Guð hafi ekki efast um Jón Gnarr. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sr. Sigurður Árni Þórðarson Mest lesið Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon Skoðun Skoðun Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Í Fréttablaðinu, laugardaginn 14. febrúar, var grein Jóns Gnarr um leit hans að Guði. Þar lýsir Jón trú í fjölskyldu sinni og hvernig hann sjálfur leitaði Guðs m.a. í sporavinnu og í klaustri. Ástæða guðsleitar Jóns voru aðstæður hans, þarfir og þrár. Þeim var hvorki svarað né svalað. Af því dregur Jón ályktanir um trú, Guð, trúarbrögð og hagnýtingu trúar. Í greininni segir Jón dapurlega sögu sína um misheppnaða leit sem leiddi hann til guðleysis. Ég virði trúarafstöðu hans. Að virða skoðanir og trú fólks er siðferðileg og lögvarin skylda okkar sem borgara og nauðsyn í fjölmenningarsamfélagi. Að auki elur kristnin á umburðarlyndi vegna jákvæðrar mannsýnar Jesú Krists sem bar virðingu fyrir fólki og skoðunum þess. Ég geri því engan ágreining um trú eða trúleysi en er hins vegar undrandi og hryggur yfir hve þröngt og þunnt Jón túlkar menningarsögu og átrúnað og dregur síðan of víðtækar ályktanir. Vegna þunnildislegrar túlkunar á átrúnaði og samfélagsferlum hrapar Jón að léttvægum dómum um trúmenn og Guð. Jón Gnarr skrifar: „Trú getur verið ágæt til persónulegra nota. Soldið eins og typpi.“ Að fara úr nærbuxunum og hrista sprellann gengur í nektarnýlendum en dugar Jóni ekki til að skilgreina fólk. Við eigum að virða fólk en typpa það ekki. Jón hefur rétt til trúleysis eins og aðrir hafa rétt til trúar. En hann hefur hvorki siðferðilegan né vitsmunalegan rétt til að rangtúlka og smætta trú milljarða fólks. Þó Jón hafi rekist á dæmi um þröngsýna, afturhaldssama trú má hann ekki misnota skynsemi sína og alhæfa um trú. Ég get, eins og Jón Gnarr, sagt eigin sögu um hvernig ég leitaði Guðs og að Guð fann mig (en ekki öfugt). Ég verð vitni að í starfi mínu að fólk rís upp frá dánarbeði barna sinna eða sjúkrabeði vegna þess að máttur Guðs eflir það. Ég upplifi daglega að guðleg nánd veitir fólki von í sorg, vit í hryllingi og tilgang í óreiðu lífsins. Og það er skynsemd og heilbrigði í lífi þessa fólks. Trú er ekki einsleit heldur fjölbreytileg. Leitin að Guði tekur mið af aðstæðum og menningin sem við hrærumst í stýrir viðhorfum og markar stundum afturhaldssöm sjónarmið. Trúmenn hafa ýmsar skoðanir því menning er margvísleg. Afstaða til samkynhneigðra er t.d. oftast fremur menningarmál en mál trúar.Úthýsir ekki skynsemi Trú á Guð úthýsir ekki skynsemi heldur hvetur til skynsamlegrar leitar. Í mínu tilviki var það trú sem vakti áhuga minn á þekkingarfræði upplýsingartímans og síðustu alda sem breytti hugsun um trú í okkar heimshluta. Ég las t.d. megnið af ritum Immanúels Kant og hafði mikið og varanlegt gagn af, vitsmunalegt og trúarlegt. Hann útlistaði vel að skynsemi allra manna er gagnleg en takmörkuð. Ég tel sem trúmaður að það sé trúarleg skylda að beita skynseminni í málum veraldar og þar með líka trúar. En trúmaður leggur líka áherslu á mál hjartans. Kaldur heili og heitt hjarta er eðlilegasta ástand trúmanns. Trú þarfnast skynseminnar því með hjálp hennar er heimskulegum kreddum útrýmt, vondum kenningum um Guð, ógagnlegum hugmyndum um vísindi og heiminn og hægt skapa farsælar og betri hugmyndir um trú, þjóðfélag, kirkju og líka um Guð. Að hafna einfeldningslegum hugmyndum um Guð er ekki andóf gegn trú heldur skynsamleg og trúarleg nauðsyn. En að halda að Guð sé ekki til vegna þess að maður finnur ekki Guð er ámóta óskynsamleg og niðurstaða geimfarans sem sá ekki Guð í geimferð og dró þá ályktun að Guð væri ekki til. Ég tel að Jón Gnarr túlki átrúnað, samfélag og sögu of þröngt. Jón gerir trúmenn að almennum einfeldningum, hæðist jafnvel að þeim og vanvirðir þá og gerir átrúnað samfélagslega tortryggilegan. Hann hefur á liðnum árum í orðum og gerðum lagt áherslu á mannréttindi og staðið með þeim sem hallað hefur verið á. En nú virðist mér mannréttindafrömuðurinn ráðast ómaklega að trúmönnum veraldar. Ástæðan er m.a. að hann túlkar trú í andstöðu við skynsemi og samfélagshagsmuni og fær því ranga niðurstöðu. Einföldun á sér yngri systur sem heitir alhæfing. Einfaldanir í trúarefnum valda oft dauða. Grunnfærni í trúarefnum spillir en þekking treystir tengsl og samfélagsfrið. Ég met Jón Gnarr mikils og efast ekki um velvilja hans, að hann vilji leyfa fólki að njóta sín og réttinda sinna. Því typpar hann almennt ekki fólk. En trúareinföldun Jóns veldur að hann typpar trúmenn og brýtur á þeim. Jón Gnarr fann ekki Guð en Guð hefur fundið milljarða fólks og gefið þeim kraft og mannelsku. Jón Gnarr efaðist um Guð en ég trúi að Guð hafi ekki efast um Jón Gnarr.
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar