Búningar Bjarkar sýndir á MoMA Adda Soffía Ingvarsdóttir skrifar 21. febrúar 2015 11:45 Björk Guðmundsdóttir í búningnum, en myndin var á plötuumslagi Volta. Mynd/ Inez Van Lamsweerde og Vinoodh Matadin. Á yfirlitssýningu Bjarkar Guðmundsdóttur á MoMA-safninu í New York verður meðal annars að finna búning sem Gjörningaklúbburinn gerði fyrir plötuna hennar Volta. „Við gerðum þennan búning fyrir hana árið 2007 en hún er í honum inni í umslaginu á Volta,“ segir Jóní Jónsdóttir ein af myndlistarkonunum í Gjörningaklúbbnum, en með henni eru þær Eirún Sigurðardóttir og Sigrún Hrólfsdóttir myndlistarkonur. Mikil vinna fór í að gera búninginn fyrir Björk. „Það tók okkur þrjár nokkra mánuði að gera hann, en þetta er stór og þungur heklaður keipur. Búningurinn var aðallega gerður fyrir plötuumslagið, en hún notaði hann nokkrum sinnum í upphafi tónleika á Volta-tónleikaferðalaginu og fór svo fljótt úr honum því hann er mjög þungur og heitur,“ segir Jóní. Innblásturinn segir hún hafa komið frá plötunni sjálfri. „Volta er mjög rytmísk og takturinn er oft þungur. Þessi þungi og massi skilar sér í búningnum, sem er meðal annars innblásinn af Afríku og mjög litríkur,“ segir hún. Samstarfið milli þeirra og Bjarkar kom til eftir að Björk sá sýninguna „Cardiac Circus“ sem þær gerðu 2004 í gallerí i8. „Þar var meðal annars verk sem samanstóð af heklaðri grímu, nælonsokkabuxnabrjósti og hekluðum stígvélum, sem var eins og fuglshamur fyrir manneskju,“ segir Jóní. Búningurinn fyrir Volta var mikil samvinna. „Björk kom með sínar hugmyndir og athugasemdir út frá tilfinningu plötunnar, hún vissi alveg hvað hún vildi, við tókum það svo áfram og unnum út frá okkar hugmyndum og verkfræði. Það var alveg ótrúlega gaman og mikill heiður að vinna með henni,“ segir Jóní. Fyrir MoMA-sýninguna hefur Gjörningaklúbburinn unnið ný verk sem meðal annars tengjast Volta-búningnum og Volta-tónleikaferðinni. Þau verk eru gerð eingöngu fyrir MoMA og Bjarkarsýninguna. MoMA keypti þessi verk sem er frábært og skemmtilegt fyrir okkur. Vonandi leiðir þetta allt eitthvað meira og skemmtilegt af sér,“ segir Jóní. Björk Mest lesið „Svo byrjaði ég að kyssa stráka og varð allt í einu algjör uppreisnarseggur“ Lífið „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ Lífið Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar Lífið Krakkatían: Nintendo, tunglið og prinsessur Lífið Ingvar E. valinn besti leikarinn í Belgíu Lífið Býður í hláturstund við gömlu þvottalaugarnar Lífið „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið Fleiri fréttir „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira
Á yfirlitssýningu Bjarkar Guðmundsdóttur á MoMA-safninu í New York verður meðal annars að finna búning sem Gjörningaklúbburinn gerði fyrir plötuna hennar Volta. „Við gerðum þennan búning fyrir hana árið 2007 en hún er í honum inni í umslaginu á Volta,“ segir Jóní Jónsdóttir ein af myndlistarkonunum í Gjörningaklúbbnum, en með henni eru þær Eirún Sigurðardóttir og Sigrún Hrólfsdóttir myndlistarkonur. Mikil vinna fór í að gera búninginn fyrir Björk. „Það tók okkur þrjár nokkra mánuði að gera hann, en þetta er stór og þungur heklaður keipur. Búningurinn var aðallega gerður fyrir plötuumslagið, en hún notaði hann nokkrum sinnum í upphafi tónleika á Volta-tónleikaferðalaginu og fór svo fljótt úr honum því hann er mjög þungur og heitur,“ segir Jóní. Innblásturinn segir hún hafa komið frá plötunni sjálfri. „Volta er mjög rytmísk og takturinn er oft þungur. Þessi þungi og massi skilar sér í búningnum, sem er meðal annars innblásinn af Afríku og mjög litríkur,“ segir hún. Samstarfið milli þeirra og Bjarkar kom til eftir að Björk sá sýninguna „Cardiac Circus“ sem þær gerðu 2004 í gallerí i8. „Þar var meðal annars verk sem samanstóð af heklaðri grímu, nælonsokkabuxnabrjósti og hekluðum stígvélum, sem var eins og fuglshamur fyrir manneskju,“ segir Jóní. Búningurinn fyrir Volta var mikil samvinna. „Björk kom með sínar hugmyndir og athugasemdir út frá tilfinningu plötunnar, hún vissi alveg hvað hún vildi, við tókum það svo áfram og unnum út frá okkar hugmyndum og verkfræði. Það var alveg ótrúlega gaman og mikill heiður að vinna með henni,“ segir Jóní. Fyrir MoMA-sýninguna hefur Gjörningaklúbburinn unnið ný verk sem meðal annars tengjast Volta-búningnum og Volta-tónleikaferðinni. Þau verk eru gerð eingöngu fyrir MoMA og Bjarkarsýninguna. MoMA keypti þessi verk sem er frábært og skemmtilegt fyrir okkur. Vonandi leiðir þetta allt eitthvað meira og skemmtilegt af sér,“ segir Jóní.
Björk Mest lesið „Svo byrjaði ég að kyssa stráka og varð allt í einu algjör uppreisnarseggur“ Lífið „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ Lífið Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar Lífið Krakkatían: Nintendo, tunglið og prinsessur Lífið Ingvar E. valinn besti leikarinn í Belgíu Lífið Býður í hláturstund við gömlu þvottalaugarnar Lífið „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið Fleiri fréttir „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira