Nýtt nafn á kvennabikarinn í ár? Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. febrúar 2015 07:00 Rakel Dögg. vísir/valli Undanúrslitaleikir Coca-Cola-bikars kvenna í handbolta fara fram í Laugardalshöllinni í kvöld og Rakel Dögg Bragadóttir, aðstoðarþjálfari Stjörnunnar og fyrrverandi fyrirliði íslenska landsliðsins, spáir því að lið Vals og Gróttu fari langt á reynslunni í kvöld. Valur og Haukar mætast í fyrri leiknum klukkan 17.15. Haukakonur eru þremur sætum ofar í töflunni og unnu leik liðanna á dögunum. Valskonur eru aftur á móti að taka þátt í bikarúrslitahelginni sjötta árið í röð þótt lið þeirra í ár sé mikið breytt frá því sem hefur unnið bikarinn þrjú síðustu ár.Reynslan með Val „Ég hallast að því að Valur taki þann leik. Ég er mjög hrifin af Haukaliðinu því þar eru öflugar ungar stelpur. Ég held samt að Valsliðið sé með reynslu úr svona leikjum og þær eru með Kristínu Guðmundsdóttur í fararbroddi sem er í hörku standi og þá er Begga (Berglind Íris Hansdóttir) komin aftur í markið. Hún getur lokað rammanum í svona leikjum,“ segir Rakel Dögg. „Ungu stelpurnar í Valsliðinu eins og Morgan (Þorkelsdóttir) og fleiri búa að því að hafa verið með í fyrra. Haukastelpurnar eru hins vegar reynslulitlar í svona pressu leikjum þótt að þær séu að verða öflugri með hverju árinu,“ segir Rakel Dögg.Vörnin hjá Gróttuliðinu Grótta og ÍBV mætast síðan í seinni leiknum klukkan 20.00. Grótta er í efsta sæti deildarinnar og hefur tólf stigum meira en ÍBV sem er í fimmta sætinu. Grótta vann tíu marka sigur í Eyjum á dögunum og Rakel er viss um að Grótta klári þennan leik. „Ég held að þetta sér klár Gróttusigur því Grótta er bara með sterkara lið. Þær eru með mjög öflugt lið og þá sérstaklega í vörn með þær Önnu Úrsúlu (Guðmundsdóttur) og Evu Margréti (Kristinsdóttur) inni á miðsvæðinu. Íris er síðan búin að vera frábær í markinu og tekur oft rest, það sem fer framhjá Önnu og Evu,“ segir Rakel Dögg. „Gróttustelpurnar eru líka með leikmenn sem hafa unnið þennan titil og þær vita alveg hvað þær eru að gera. Ég alls ekki að segja að Grótta rúlli yfir ÍBV því þetta verður þokkalega jafn leikur en Grótta verður líklega með þetta allan tímann,“ segir Rakel.Grótta með sterkasta liðið „Þetta verður því Grótta-Valur í úrslitaleiknum og ég spái Gróttu sigri. Þær eru með sterkasta liðið af þessum fjórum sem eru eftir í keppninni,“ segir Rakel Dögg. Rakel metur reynsluna mikils þegar kemur að svona stórum leikjum. „Það að fara inn í Höllina, inn á dúkinn og í stemningu og umgjörð í kring. Þetta er alveg hrikalega skemmtilegt en á sama tíma setur þetta pressu á leikmenn. Þú færð aðeins fleiri fiðrildi í magann fyrir svona leiki en þetta er skemmtilegasta handboltahelgi ársins,“ sagði Rakel Dögg að lokum. Liðin sem vinna í kvöld mætast í úrslitaleiknum klukkan 13.30 á laugardaginn en allir leikirnir fara að sjálfsögðu fram í Laugardalshöllinni. Olís-deild kvenna Mest lesið Fórnaði frægasta hári handboltans Handbolti „Var alltaf Mist með krabbamein alls staðar annars staðar“ Íslenski boltinn Ricky Hatton fyrirfór sér Sport Portúgalarnir í skýjunum yfir gestrisni Framara Handbolti NRK um Sædísi í kvöld: Grét sáran eftir að hafa „misst hausinn gjörsamlega“ Fótbolti Dóttir Katrínar Tönju komin í heimin Sport Tímabilið búið hjá Sævari Atla: „Ótrúlega svekkjandi“ Fótbolti Unnu sextánda leikinn í röð og eiga heimsmetið Fótbolti Í beinni: Álftanes - Grindavík | Tvö taplaus í Kaldalónshöllinni Körfubolti Gæti misst af HM ef hún fær ekki vegabréf fyrir nýfædda dóttur sína Handbolti Fleiri fréttir KA-menn fögnuðu fjórða sigrinum í röð og nú á móti Val Ekki góð ferð til Lemgo hjá Hauki og félögum Meira harpix á milli Íslands, Færeyja og Grænlands Gæti misst af HM ef hún fær ekki vegabréf fyrir nýfædda dóttur sína Fórnaði frægasta hári handboltans Portúgalarnir í skýjunum yfir gestrisni Framara Hafa unnið 31 af síðustu 33 leikjum í deild og Meistaradeild „Mér finnst þetta bara ömurlegt“ Varnaræfingar bitnuðu á sóknarleiknum Ísland - Færeyjar 22-24 | Þungt kvöld í Úlfarsárdal Viktor Gísli í sigurliði í Meistaradeildinni Magdeburg hélt sigurgöngunni áfram í Meistaradeildinni „Við skulum ekki tala mikið um það“ Nefndin svaf á verðinum og Ívar Logi slapp eftir „hræðilegt“ brot Eins í íþróttum og jarðgöngum Hæstánægð þrátt fyrir krefjandi áskoranir utan vallar Uppgjörið: Fram - Porto 26-38 | Vel studdur Þorsteinn fer glaður til Portúgals „Allt þetta fólk sem kemur að þessu á þvílíkan heiður skilinn“ Donni öflugur í sigri á Spáni Íslendingar í Evrópudeild: Óðinn raðaði inn mörkum í Sviss „Þá geta menn alveg eins verið heima í stofu í Playstation“ Snýr aftur í landsliðið eftir að hafa fengið blóðtappa í heila og farið í hjartaaðgerð Langþráður sigur FH fyrir austan fjall Daníel meiddist við myndbandsgerð fyrir HSÍ Haukar skelltu ÍBV í Eyjum Íslensku strákarnir klikkuðu ekki á skoti í stórsigri Hrun í lokin og fyrsta tapið hjá Dönu og félögum Viktor Gísli skallaði slána í Meistaradeildarleik „Ætla mér að spila fyrir íslenska landsliðið í framtíðinni“ Íslendingar sigursælir í evrópska handboltanum Sjá meira
Undanúrslitaleikir Coca-Cola-bikars kvenna í handbolta fara fram í Laugardalshöllinni í kvöld og Rakel Dögg Bragadóttir, aðstoðarþjálfari Stjörnunnar og fyrrverandi fyrirliði íslenska landsliðsins, spáir því að lið Vals og Gróttu fari langt á reynslunni í kvöld. Valur og Haukar mætast í fyrri leiknum klukkan 17.15. Haukakonur eru þremur sætum ofar í töflunni og unnu leik liðanna á dögunum. Valskonur eru aftur á móti að taka þátt í bikarúrslitahelginni sjötta árið í röð þótt lið þeirra í ár sé mikið breytt frá því sem hefur unnið bikarinn þrjú síðustu ár.Reynslan með Val „Ég hallast að því að Valur taki þann leik. Ég er mjög hrifin af Haukaliðinu því þar eru öflugar ungar stelpur. Ég held samt að Valsliðið sé með reynslu úr svona leikjum og þær eru með Kristínu Guðmundsdóttur í fararbroddi sem er í hörku standi og þá er Begga (Berglind Íris Hansdóttir) komin aftur í markið. Hún getur lokað rammanum í svona leikjum,“ segir Rakel Dögg. „Ungu stelpurnar í Valsliðinu eins og Morgan (Þorkelsdóttir) og fleiri búa að því að hafa verið með í fyrra. Haukastelpurnar eru hins vegar reynslulitlar í svona pressu leikjum þótt að þær séu að verða öflugri með hverju árinu,“ segir Rakel Dögg.Vörnin hjá Gróttuliðinu Grótta og ÍBV mætast síðan í seinni leiknum klukkan 20.00. Grótta er í efsta sæti deildarinnar og hefur tólf stigum meira en ÍBV sem er í fimmta sætinu. Grótta vann tíu marka sigur í Eyjum á dögunum og Rakel er viss um að Grótta klári þennan leik. „Ég held að þetta sér klár Gróttusigur því Grótta er bara með sterkara lið. Þær eru með mjög öflugt lið og þá sérstaklega í vörn með þær Önnu Úrsúlu (Guðmundsdóttur) og Evu Margréti (Kristinsdóttur) inni á miðsvæðinu. Íris er síðan búin að vera frábær í markinu og tekur oft rest, það sem fer framhjá Önnu og Evu,“ segir Rakel Dögg. „Gróttustelpurnar eru líka með leikmenn sem hafa unnið þennan titil og þær vita alveg hvað þær eru að gera. Ég alls ekki að segja að Grótta rúlli yfir ÍBV því þetta verður þokkalega jafn leikur en Grótta verður líklega með þetta allan tímann,“ segir Rakel.Grótta með sterkasta liðið „Þetta verður því Grótta-Valur í úrslitaleiknum og ég spái Gróttu sigri. Þær eru með sterkasta liðið af þessum fjórum sem eru eftir í keppninni,“ segir Rakel Dögg. Rakel metur reynsluna mikils þegar kemur að svona stórum leikjum. „Það að fara inn í Höllina, inn á dúkinn og í stemningu og umgjörð í kring. Þetta er alveg hrikalega skemmtilegt en á sama tíma setur þetta pressu á leikmenn. Þú færð aðeins fleiri fiðrildi í magann fyrir svona leiki en þetta er skemmtilegasta handboltahelgi ársins,“ sagði Rakel Dögg að lokum. Liðin sem vinna í kvöld mætast í úrslitaleiknum klukkan 13.30 á laugardaginn en allir leikirnir fara að sjálfsögðu fram í Laugardalshöllinni.
Olís-deild kvenna Mest lesið Fórnaði frægasta hári handboltans Handbolti „Var alltaf Mist með krabbamein alls staðar annars staðar“ Íslenski boltinn Ricky Hatton fyrirfór sér Sport Portúgalarnir í skýjunum yfir gestrisni Framara Handbolti NRK um Sædísi í kvöld: Grét sáran eftir að hafa „misst hausinn gjörsamlega“ Fótbolti Dóttir Katrínar Tönju komin í heimin Sport Tímabilið búið hjá Sævari Atla: „Ótrúlega svekkjandi“ Fótbolti Unnu sextánda leikinn í röð og eiga heimsmetið Fótbolti Í beinni: Álftanes - Grindavík | Tvö taplaus í Kaldalónshöllinni Körfubolti Gæti misst af HM ef hún fær ekki vegabréf fyrir nýfædda dóttur sína Handbolti Fleiri fréttir KA-menn fögnuðu fjórða sigrinum í röð og nú á móti Val Ekki góð ferð til Lemgo hjá Hauki og félögum Meira harpix á milli Íslands, Færeyja og Grænlands Gæti misst af HM ef hún fær ekki vegabréf fyrir nýfædda dóttur sína Fórnaði frægasta hári handboltans Portúgalarnir í skýjunum yfir gestrisni Framara Hafa unnið 31 af síðustu 33 leikjum í deild og Meistaradeild „Mér finnst þetta bara ömurlegt“ Varnaræfingar bitnuðu á sóknarleiknum Ísland - Færeyjar 22-24 | Þungt kvöld í Úlfarsárdal Viktor Gísli í sigurliði í Meistaradeildinni Magdeburg hélt sigurgöngunni áfram í Meistaradeildinni „Við skulum ekki tala mikið um það“ Nefndin svaf á verðinum og Ívar Logi slapp eftir „hræðilegt“ brot Eins í íþróttum og jarðgöngum Hæstánægð þrátt fyrir krefjandi áskoranir utan vallar Uppgjörið: Fram - Porto 26-38 | Vel studdur Þorsteinn fer glaður til Portúgals „Allt þetta fólk sem kemur að þessu á þvílíkan heiður skilinn“ Donni öflugur í sigri á Spáni Íslendingar í Evrópudeild: Óðinn raðaði inn mörkum í Sviss „Þá geta menn alveg eins verið heima í stofu í Playstation“ Snýr aftur í landsliðið eftir að hafa fengið blóðtappa í heila og farið í hjartaaðgerð Langþráður sigur FH fyrir austan fjall Daníel meiddist við myndbandsgerð fyrir HSÍ Haukar skelltu ÍBV í Eyjum Íslensku strákarnir klikkuðu ekki á skoti í stórsigri Hrun í lokin og fyrsta tapið hjá Dönu og félögum Viktor Gísli skallaði slána í Meistaradeildarleik „Ætla mér að spila fyrir íslenska landsliðið í framtíðinni“ Íslendingar sigursælir í evrópska handboltanum Sjá meira